Everton – Swansea 1-2

Mynd: Everton FC.

Það gekk allt á afturfótunum í dag hjá okkar mönnum, sérstaklega þegar kom að því að koma boltanum á mark, þrátt fyrir fjölmörg færi. Swansea menn heppnir í dag, fengu víti á silfurfati en bæði lið skoruðu mark sem breytti um stefnu af varnarmanni og í netið.

Uppstillingin: Howard, Baines, Stones, Funes Mori, Oviedo, Barry (fyrirliði), Besic, Mirallas, Barkley, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Joel, Kone, Lennon, Cleverley, Osman, Pienaar, Coleman.

Afleitur fyrri hálfleikur hjá Everton og það gekk voðalega fátt upp. Swansea liðið byrjaði leikinn af krafti frá fyrstu mínútu, héldu boltanum vel og pressuðu ágætlega. Everton átti hins vegar fyrsta almennilega færi leiksins, þegar Besic brunaði upp völlinn og átti þrumuskot í utanverða stöngina á 3. mínútu. Markvörður hefði ekki átt séns ef þetta hefði verið réttu megin stangar.

Örfáum mínútum síðar fór Besic út af meiddur og inn á kom Cleverley og ef það var ekki nógu slæmt þá gaf Howard víti á 15. mínútu. Stones lenti í vandræðum á hægri kantinum og reyndi (slaka) sendingu aftur á Howard, sem virtist ekki búast við boltanum og var seinna af stað að mæta boltanum og þegar hann reyndi að hreinsa frá sparkaði hann í staðinn niður sóknarmann Swansea. Víti. Gylfi á puntkinn og skoraði auðveldlega upp í vinstra hornið. 0-1 Swansea.

Deulofeu komst í fínt færi stuttu síðar sem var varið í horn og Barry virtist skora úr horninu eftir stutta fyrirgjöf frá Deulofeu úr horninu. Endursýning sýndi hins vegar að Barry hafði breytt stefnu boltans sem fór svo í Cork og þaðan stöngina og inn. Boltinn annars ekki á leiðinni í markið enda leikmenn Everton ólíklegri en leikmenn Swansea til að koma boltanum í netið í þessum leik. Staðan 1-1.

Fyrri hálfleikur átti svo eftir að versna ennþá frekar þegar Mirallas fór út af fyrir Pienaar á 27. mínútu og stuttu síðar komst Everton í sókn sem leikmaður Swansea stoppaði með hendi. Ekkert dæmt (!) en Swansea brunuðu að sjálfsögðu í sókn og Ayew skoraði með skoti þar sem boltinn breytti um stefnu af John Stones og netið. 1-2 Swansea.

Leikmenn púaðir af velli í hálfleik, réttilega enda fyrri hálfleikur skelfilegur.

Swansea menn byrjuðu hálfleikinn betur, Routledge komst í dauðafæri á 4. mínútu sem Howard varði glæsilega. Restina af hálfleiknum lágu Swansea menn í vörn, varla leikmaður hjá þeim nálægt miðjunni á löngum köflum.

Mun betra að sjá til Everton liðsins í seinni hálfleik, sköpuðu helling af færum en það var eins og einhver álög væru á liðinu — gátu með engu móti komið boltanum á markið.

Deulofeu var frábær í leiknum og átti hverja eitruðu fyrirgjöfina á markið á fætur annarri. Ein lenti hjá Pienaar sem skaut yfir, önnur þaut framhjá markinu og enginn á færstöng til að pota í opið markið.

Coleman kom svo inn á fyrir Oviedo á 66. mínútu. Gott að sjá Coleman búinn að jafna sig af meiðslum sínum — einn af fáum jákvæðum punktum við þennan leik.

Everton hefði getað fengið tvö víti í leiknum. Í fyrra skiptið var Barry hrint þegar hann var að reyna að skalla boltann og í seinna skiptið varði varnarmaður fyrirgjöf með hendi. Dómarinn samkvæmur sjálfum sér og dæmdi aldrei hendi í leiknum, þó mörg tilefni hefðu verið til.

Deulofeu var aftur að verki stuttu síðar með eitraða fyrirgjöf af hægri kanti og í þetta skiptið var Lukaku mættur á fjærstöng en hitti ekki. Ótrúlegt að horfa upp á hvert færið á fætur öðrum fara forgörðum.

Lukaku náði loks boltanum á mark eftir fyrirgjöf frá Barkley, en skallinn Fabianski átti flotta vörslu. Þetta var aðeins annar boltinn sem Everton náði á markið, þrátt fyrir færin öll.

Coleman komst í dauðafæri eftir flott hlaup upp hægri kant og glæsilega sendingu frá Barkley, en skotið frá honum framhjá.

Everton héldu áfram að liggja í sókn restina af hálfleiknum og dómarinn bætti fjórum mínútum við. Everton fékk horn þegar 4 mínútur og 15 sekúndur af viðbótartíma var liðinn. Upp úr horninu komst Coleman í algjört dauðafæri á fjærstöng alveg upp við mark en skaut yfir með ótrúlegum hætti. Hefði verið auðveldara að skora en hitta ekki markið.

Ekki okkar dagur og í raun í samræmi við allt annað í leiknum.

Fyrsti deildarsigur Swansea á Everton í sögunni.

Einkunnir Sky Sports: Howard (5), Baines (6), Stones (5), Funes Mori (6), Oviedo (6), Barry (6), Besic (4), Mirallas (4), Barkley (6), Deulofeu (8), Lukaku (6). Varamenn: Cleverley (6), Pienaar (5), Coleman (3).

31 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  enginn Jagielka, en sóknin loksins eins og maður vill hafa hana, Mirallas, Barkley, Delafú og Lukaku 🙂 Spennandi

 2. Einar Gunnar skrifar:

  Verður að fara að setja spurningamerki við sjúkraþjálfun hjá okkur, þetta er ekki í lagi.

 3. Teddi skrifar:

  Þökkum Besic fyrir góða leiktíð, McCarthy hirðir sætið hans eftir þetta.

 4. Gestur skrifar:

  Everton er bara drullulélegt undir stjórn Martinez, þar er engin stemming í liðinu. Burt með Martinez

 5. þorri skrifar:

  Hvað er að gerast með þetta sjúkra teymi okkar liðs og hvað er í gangi,2 fyrrihálfleik everton menn meydir útaf. Maður er bara smeikur um framhaldið með leikmennina hjá okkur. Mér fanst þetta ekkert ganga í fyrrihálfleik.Vonandi kemur þetta í seinihálfleik SEIGJUM ÁFRAM EVERTON

 6. Diddi skrifar:

  það hreinlega ekki hægt að horfa á þetta, byrjum ekki leikinn fyrr en í seinni hálfleik, það er of seint í þessari deild því miður.

  • Diddi skrifar:

   okkur var ekki ætlað að vinna í dag 🙂 Djöfull er þetta svekkjandi

 7. Hallur skrifar:

  í dag misti ég alveg trunna á þetta og vill martines í burtu

 8. Sigþór skrifar:

  Martinez OUT!!!

 9. Gunnþór skrifar:

  Jesús fyrsta tap gegn swansea á heimavelli staðreynd.

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Af hverju kemur þetta ekkert á óvart?
  Það er sorglegt að hugsa til þess að við erum með mannskap sem gæti svo sannarlega gert atlögu að topp 4 sæti en sitjum uppi með stjóra sem ætti betur heima hjá liði í championship deildinni og metnaðarlausa stjórn.

 11. Ari G skrifar:

  Ég hef alltaf verið bjartsýnn en eftir þessa hörmulega frammistöðu í dag er þetta búið í deildinni. Greinilega hefur Everton verið með hugann á leiknum á móti City í deildarbikaranum. Nú verður Everton gera svo vel drullast að vinna deildarbikarinn til að bjarga tímabilinu. Martinez þú ert með góðan leikmannahóp samt getur liðið ekki spilað alvöru varnarleik. Gef Martinez sjens fram á sumar ef ekkert gengur áfram þá má hann fara mín vegna. Stones má fara fyrir 50 millur enda finnst mér hann vera orðinn mjög kærulaus sendingin til baka á Howard var til skammar. Deulofey yfirburðamaður Everton í þessum leik.

  • Diddi skrifar:

   Stones hikaði og hefði átt að senda fyrr á Howard en ef Howard hefði hreyft sinn þunga rass strax og sendingin kom þá hefði hann náð boltanum langt á undan Ayew. En ef einhver kemur og býður 50 mills í Stones þá auðvitað seljum við hann. Mér finnst Barkley vera líka óttalegur dragbítur í sóknarleiknum hjá okkur, alltof seinn að hugsa og drepur oft niður flott hlaup hjá okkur. Hann má líka fara fyrir 50 mills mín vegna. Eeeeeeen við eigum allan daginn að vinna þetta swansea lið 🙂

   • Diddi skrifar:

    Terry var dæmdur rangstæður í leiknum á móti arsenal 🙂

   • Haddi skrifar:

    Þetta var alltaf Stones að kenna, röng ákvörðun hjá honum að senda á Howard, átti að fara til hægri hreinsa fram. Eins og það er gaman að sjá hvað hann hefur mikið sjalfstraust að halda boltanum og spila honum, þá tekur hann of oft rangar ákvarðanir.

    • Diddi skrifar:

     ég er ekki sammála því að þetta hafi bara verið Stones og þessi er það greinilega ekki heldur http://toffeetv.net/video-change-or-go-instant-match-reaction-everton-1-2-swansea-city/?

     • Finnur skrifar:

      Þrátt fyrir skemmtilegan scouser hreim þá meikaði ég ekki hlustað á þennan ágæta mann til enda… 🙂

      Það breytir því þó ekki að vítið er röð atvika sem fóru úrskeiðis og eins og Diddi bendir á þá er ekki bara Stones um að kenna. Þeir eiga báðir stóran þátt í þessu (bæði Stones og Diddi) 😉 en samt kannski mest Howard líklega.

      Jú, Stones bíður allt of lengi og tekur svo eitthvað hálf-feik á Swansea manninn áður en hann sendir slaka sendingu á Howard. Stones hélt hann hefði nægan tíma en þessi tími sem hann tók sér gaf Ayew færi á að pressa á Howard.

      Howard er svo allt allt allt of seinn á móti boltanum og þegar hann loks tekur eftir Ayew er ákvörðunin röng (að sparka boltanum frá). Ayew er ekki í færi, hann er alveg upp við endalínu og ef hann nær að stoppa boltann (en ekki missa hann aftur fyrir endalínu) þá er Howard í mjög góðum séns að kasta sér niður og hirða boltann af honum.

      En, þetta er búið og gert og verður ekki tekið aftur.

     • Diddi skrifar:

      Finnur, þú verður að horfa og hlusta á þennan snilling til enda 🙂

     • Haddi skrifar:

      Þessi er algjör snilld, ættum við ekki að hafa okkar eigin álitsgjafa sem sæi um svona ? Mér dettur Hallur frændi þinn í hug, kannski svona 5 mínútna vídeó þar sem hann gæti drullað yfir allt og alla.

     • Diddi skrifar:

      Hallur frændi eftir 12 bjóra 🙂

 12. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þarna er maður sem er að verða uppiskroppa með afsakanir.

  https://www.grandoldteam.com/2016/01/24/martinez-everton-players-fear-goodison-crowd/

  Þvílíkur fáviti!!

 13. Diddi skrifar:

  11 sigrar í síðustu 51 deildarleikjum ?? ekki er það neitt til að hrópa húrra yfir……OOOOg við erum að tala um besta lið sem við höfum haft síðan 1987, þetta er ekki í lagi 🙂 Moyes er á lausu 🙂

 14. Ari S skrifar:

  Mér fannst Deulofeu ágætur í seinni hálfleiknum… Barry var að gera fína hluti í leiknum og Pienaar var ágætur. Aðrir hræðilegir og Stones verstur. Auðvitað á Martinez stóran þátt í þessu. Leikmennirnir hljóta að eiga mjög stóran hlut líka og alls ekki síðri þátt en Martinez.. Vonandi lagast leikur liðsins í vikunni. Kær kveðja, Ari.

 15. Diddi skrifar:

  það þarf að dáleiða menn fyrir leiki og segja þeim að þeir séu á útivelli þegar þeir eru að fara inná Goodison Park.

 16. þorri skrifar:

  Ég er svolítið sammála þessu með Martínes. Þar af segja að láta hann fara hann hefur að mér finst ekkert gert fyrir félagið okkar.Við erum með góðan hóp til að vera með þeim bestu í deildinni í dag.Eigi þið góðan dag og ÁFRAM EVERTON. og þeir vinni manciti í deildarbikarum

%d bloggers like this: