Everton – Dagenham & Redbridge 2-0 (FA bikar)


Mynd: Everton FC.

Meistari Sigurgeir Ari (Ari S) sá um skýrsluna í fjarveru ritara. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:

Martinez gerði 8 breytingar frá síðasta leik en getur samt spilað fram sterku og reynslumiklu liði gegn Dagenham og Redbridge.

Steven Pienaar er kominn inn í liðið og spilar sinn fyrsta leik síðan í apríl á síðasta ári. Og Phil Jagielka tekur við fyrirliðabandinu á nýjan leik eftir tvo og hálfan mánuð frá vegna meisla. Þeir þrír leikmenn sem voru með í síðasta leik gegn Man City og spila í dag eru Robles, Funes Mori og Besic.

Liðið sem spilar í dag er því þannig:

Robles, Oviedo, Galloway, Jagielka, Funes Mori, Gibson, Besic, Lennon, Pienaar, Mirallas, Kone. Varamenn: Howard, Deulofeu, Barkley, Osman, Rodriguez, McAleny, Pennington.

Arouna Kone og Kevin Mirallas skoruðu mörk Everton í dag.  Kone skoraði þegar rétt voru liðnar 30 mínútur af leiknum og Mirallas skoraði úr víti þegar fáeinar mínútur voru eftir.  Leikurinn í dag var notaður af Martinez til að spila leikmönnum sem hafa lítið getað spilað annað hvort vegna meiðsla eða formleysis.

Everton stjórnaði leiknum en þetta var samt ekkert sérstakur leikur hjá þeim og barátta hjá leikmönnum D & G gerði það að verkum að ekki voru skoruð fleiri mörk. Funes Mori fékk gat á höfuðið og kom Matthew Pennington í hans stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og er þetta hans fyrsti leikur á Goodison Park.

Þá lék Leandro Rodriguez sinn fyrsta alvöru leik fyrir Everton í dag. Leon Osman kom inn á fyrir Steven Pienaar á 75. mínútu og mjög gleðilegt að sjá þann síðarnefnda ná heilum 75 mínutum í spilatíma.

Lokastaðan: Everton 2 – Dagenham & Redbridge 0. Dregið verður á mánudaginn í 4. umferð bikarkeppninnar.

Skemmtilegt atvik gerðist líka þegar að svart-hvítur köttur hljóp inn á völlinn og tafði leik í nokkrar mínútur og var það markvörður Everton, Joel Robles, sem greip hann og kom honum í réttar hendur.

21 Athugasemdir

  1. Einar Gunnar skrifar:

    Kone fremstur – þetta verður eitthvað!

  2. Ari S skrifar:

    Búinn að skora… Arouna Kone 32. mín. 1-0

  3. Ari S skrifar:

    Búið. 2-0. Seinna markið skoraði Mirallas úr víti.

  4. Ari G skrifar:

    Stórkostlegur sigur að halda hreinu. Núna eru bjartir tímar framundan og árið 2016 verður gott hjá Everton. Sá ekki leikinn en mjög skynsamlegt hjá Martinez að hvíla flestu bestu leikmennina. Núna verðum við öll bjartsýn hér og árangurinn kemur hvort sem koma titlar þetta árið. Það kemur í ljós en skemmtanagildi fótboltans skiptir oft meira máli en leiðinlegur fótbolti og kannski einn lítill bikar á 20 ára fresti.

  5. Ari S skrifar:

    Robles greip köttinn og knöttinn.

  6. Egill (bróðir Ara) ;) skrifar:

    Ari var „heppni“ bróðirinn þegar við fengum að velja lið á sínum tíma … 😉 Til hamingju Everton þið eruð bara flottir!
    My second favorite team …. ég er nebblega QPR kall!!

    • Ari S skrifar:

      Ha ha góður, takk kæri bróðir 🙂

    • Finnur skrifar:

      Takk fyrir það, Egill. 🙂 Nú er bara að koma QPR upp í Úrvaldsdeildina aftur og þá opnast sá möguleiki á að þið bræður getið tekið fótboltaferð til Englands saman (að sjá sama leikinn). 🙂

  7. Georg skrifar:

    Miðað við highlight þá var þetta algjör einstefna. https://youtu.be/rTsPpEDxEp4

    Flott að fá Jagielka og Pienaar til baka og margir leikmenn sem hafa lítið spilað að fá mikilvægar mínútur á vellinum. Oviedo spilaði í dag í hægri bakverði og þótti standa sig mjög vel, hann virðist geta leyst margar stöður á vellinum sem er gott, þarf að fara haldast heill.

    Mirallas fiskaði vítið og skoraði og fékk loksins 90 mínútur. Vonandi að hann springi út seinni hluta tímabilsins því hann er frábær leikmaður.

    Besic hefur verið frábær eftir að hann kom til baka úr meiðslum og gríðarlega mikilvægt að fá hann inn núna, sérstaklega með McCarthy og Cleverley meidda.

    2 sigurleikir í röð og mega fleir sigurleikir fylgja í kjölfarið

    • Finnur skrifar:

      Takk fyrir linkinn, Goggi! Sammála öllu, sérstaklega þessu með Besic. Miðað við síðasta leik og það sem maður sá af honum í þessu yfirliti þá virðist hann vera að blómstra.

      Perfect timing, segi ég nú bara. 🙂

  8. halli skrifar:

    Væri ekki bara fínt að fá Exeter í næstu umferð ?

  9. Elvar Örn skrifar:

    Nú er bara að selja Naismith og McGeady og jafnvel Gibson og kaupa Yarmolenko í Janúar glugganum.
    Nýja árið byrjar með látum og nú er bara að fylgja þessu eftir en nú eru tveir erfiðir útileikir framundan gegn M.City í miðri vikunni og síðan Chelsea næstu helgi. Síðan mætum við Swansea heima áður en við tökum seinni leikinn í undanúrslitum deildabikarsins sem við ætlum okkur ekki að tapa.
    Flott að ná sigri í dag og halda hreinu ásamt því að hvíla marga af topp leikmönnum liðsins.

  10. Ari G skrifar:

    Ég er ekki alveg sammála að selja Naismith mundi frekar selja Kone og Osman og fleiri sem spila lítið. Þurfum alvöru sóknarmann ef Lukaku og Naimsith er skarri en Kone í því hlutverki. Sammála að kaupa Yarmolenki, kaupa hægri bakvörð Leeds og góðan markvörð þetta finnst mér vera forgangur.

  11. Ari S skrifar:

    Ég held að menn séu ekki kannski að segjast VILJA selja Naismith. Miklu frekar að hann sé sá eini sem hægt er að fá einhvern góðann pening fyrir. Eða svoleiðis hugsa ég.

    • Elvar Örn skrifar:

      Það er algjörlega þannig að við þurfum breiðan hóp og ég vil frekar selja Kone en Naismith t.d. en ég veit að Martinez vill frekar selja Naismith. Ég geri nú ráð fyrir að við þurfum að selja einhvern til að kaupa Yarmolenko en ég vil ólmur fá hann til Everton. Væri klárlega til í að halda öllum en held það sé óraunhæft.

      Besic loksins farinn að sýna eitthvað en held að Pienaar og Hibbert séu off vegna aldurs og líklega ekki mikið eftir af Barry þó hann hafi verið frábær í vetur að mínu mati. Spurning með Gibson líka. Annars er ég búinn að tyggja þetta áður og best að vera ekki að endurtaka sig um of.

      Yarmolenko til Everton og þá er ég sáttur við Janúar gluggann.

  12. Finnur skrifar:

    Til gamans er hér listinn yfir liðin í 32ja liða úrslitum en listinn er í röð eftir stöðu í deild sem sjá má innan sviga. Ef um endurtekinn leik er að ræða er raðað eftir stöðu liðs sem er ofar í deild. Vonandi engar villur í þessu, henti þessu bara upp í flýti. 🙂

    Arsenal (1) (núverandi FA bikarmeistarar)
    Leicester City (2) eða Tottenham (4)
    Manchester City (3)
    Manchester United (5)
    West Ham (6)
    Crystal Palace (7)
    Liverpool (8) eða Exeter City (109)
    Watford (9)
    Stoke (10)
    Everton (11)
    Bristol City (42) eða West Brom (12)
    Chelsea (14)
    Bournemouth (16)
    Aston Villa (20) eða Wycombe Wanderers (98)
    Derby County (22)
    Hull (23)
    Burnley (25)
    Portsmouth (96) eða Ipswich Town (26)
    Sheffield Wednesday (27)
    Reading (32) eða Huddersfield Town (38)
    Leeds United (33)
    Nottingham Forest (34)
    Blackburn Rovers (37) eða Newport County (112)
    MK Dons (40) eða Northampton Town (94)
    Peterborough United (50)
    Bradford City (57) eða Bury (58)
    Shrewsbury Town (64)
    Colchester United (67)
    Bolton (68) eða Eastleigh (121)
    Walsall (71)
    Oxford United (95)
    Yeovil (115) eða Carlisle United (102)

    Ef við skoðum líkurnar aðeins þá eru (ef þetta er rétt reiknað hjá mér):

    29% líkur á að Everton mæti liði sem er ofar á töflunni (í dag).
    42% líkur á að mæta öðru Úrvalsdeildarliði.
    58% líkur á að mæta liði úr neðri deildunum.

    Hér gef ég mér að lið sem er ofar á töflunni vinni sinn endurtekinn leik (eða leiki).

  13. Finnur skrifar:

    Svo er 20 mínútna útdráttur af leiknum við Dag and Red kominn á evertontv:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/archive/2016/01/09/everton-2-0-dag–red-20-minute-highlights

    Einnig hægt að finna 5 mínútna útdrátt og 3ja mínútna útdrátt (ef tíminn hjá ykkur er naumur) bak við hlekkinn í málsgreininni hér að ofan. 🙂

  14. Teddi skrifar:

    Veðja á útileik gegn Bolton í 32 liða. 🙂

  15. Einar Gunnar skrifar:

    The draw numbers:

    1 Watford
    2 West Brom or Bristol City
    3 West Ham
    4 Derby County
    5 Exeter City or Liverpool
    6 Tottenham or Leicester City
    7 Colchester United
    8 Peterborough United
    9 Northampton Town or MK Dons
    10 Arsenal
    11 Newport County or Blackburn Rovers
    12 Ipswich Town or Portsmouth
    13 Bournemouth
    14 Wycombe Wanderers or Aston Villa
    15 Sheffield Wednesday
    16 Oxford United
    17 Walsall
    18 Bury or Bradford City
    19 Manchester United
    20 Everton
    21 Crystal Palace
    22 Eastleigh or Bolton
    23 Nottingham Forest
    24 Carlisle United or Yeovil
    25 Chelsea
    26 Stoke
    27 Leeds United
    28 Shrewsbury Town
    29 Huddersfield Town or Reading
    30 Burnley
    31 Manchester City
    32 Hull

    Ties to be played across the weekend of 30/31 January.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Og við mætum Carlisle eða Yeovil á útivelli í 4 umferð FA bikars, gæti varla verið betra.