Everton vs. Stoke

Mynd: Everton FC.

Það er ekki langt að bíða næsta leiks en hann er á morgun, kl. 15:00 gegn Stoke á Goodison Park. Stoke liðið er á ágætis skriði undanfarið, en þeir unnu bæði United og City 2-0 heima nýlega en hafa verið heldur brokkgengari á útivelli, með einn sigur, eitt tap og tvö jafntefli í undanförnum fimm útileikjum sínum. Þeir eru í 11. sæti, með jafn mörg stig (26) og okkar menn í níunda sæti, en eru með 0 í markatölu á móti +8 hjá Everton. Everton hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í 20 leikjum gegn Stoke; og aldrei fleiri en eitt mark í hverjum leik. Hafa verður þó í huga að þetta er ekki sama liðið og undir Tony Pulis en Mark Hughes hefur verið að gera ágæta hluti með liðinu.

Engin ný meiðsli litu dagsins ljós hjá Everton eftir leikinn við Newcastle og má því búast við svipuðu liði og í síðasta leik, þó líklegt þyki að mannskapnum verði eitthvað róterað vegna leikjaálags á næstu vikum. Phil Jagielka, Steven Pienaar, Bryan Oviedo, James McCarthy og Steven Naismith eru allir nálægt endurkomu. Líkleg uppstilling: Howard, Galloway, Mori, Stones, Coleman, Barry, Cleverley, Mirallas, Barkley, Lennon/Deulofeu, Lukaku.

Hjá Stoke ættu Geoff Cameron og Glenn Whelan að vera orðnir heilir af sínum meiðslum eftir að hafa haltrað af velli í síðasta leik en þeir verða pottþétt án Marc Muniesa, Peter Crouch og Stephen Ireland. Mögulega Shay Given líka.

11 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  sá á Skysports að okkar leikur er annar af tveimur leikjum í úrvalsdeild sem er talinn líklegur til að frestast vegna úrhellis. Vonandi verður hægt að leika hann á morgun og ég spái 4-0 fyrir okkur þó að við séum með hundleka vörn og bara heppni að við komumst frá Newcastle með 3 stig. 🙂

  • Diddi skrifar:

   og þið fyrirgefið mér vonandi þó að ég óski ekkert frekar eftir Jagielka til að þétta vörnina hjá okkur það þarf að taka til í skipulaginu og það er þjálfaranna að gera það áður en tímabilið fer í vaskinn. Jagielka tók þátt í fyrstu 11 leikjunum plús 50 mín í þeim tólfta og í þessum leikjum fengum við á okkur 17 mörk. Í þeim rúmu 10 leikjum sem hann hefur ekki verið til taks höfum við fengið á okkur 12 mörk og ég er að tala um deild og bikar. Það er voða lítil huggun að halda boltanum í 65% og vera með 90% heppnaðar sendingar ef við þurfum ekki nema tvær hornspyrnur á okkur til að fá á okkur 1-2 mörk. Og elsku Ari S ekki fara að tala um neikvæðni í sambandi við þetta…….. gerðu það fyrir mig. Höldum okkur bara við staðreyndir og það er allt í lagi að gagnrýna OKKAR klúbb þegar betur er hægt að gera. Jólakveðja Diddi

   • Orri skrifar:

    Sæll diddi.Ég tek undir þetta allt hjá þér.Það er vekefni þjálfarans að laga varnarleik liðsins,vörnin lagast ekkert við það að Jagielka komi þar inn það þó ég geri ekki lítið úr honum.Þjálfarinn verður bara vinna vinnuna sína.

   • Gunnþór skrifar:

    Sammála þér diddi í þessu öllu þetta er ekki alveg nógu gott hjá okkur varnalega þurfum að laga þetta sem fyrst.

   • Ari S skrifar:

    Nei alls ekki neikvætt Diddi minn þetta eru bara staðreyndír. 🙂

 2. Teddi skrifar:

  Þó að Stoke sé ekki djók, þá er bara ca.mánuður síðan að þeir töpuðu 2-0 fyrir Sunderland.
  Spái Everton 3-0 sigri og vonandi verður spilaður fótbolti en ekki sundknattleikur.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta leggst ekkert voðalega vel í mig. Ég held að við töpum þessum leik 1-3 einfaldlega vegna þess að við nýtum ekki færin okkar nógu vel og svo er vörnin okkar alls ekki nógu góð, sérstaklega í föstum leikatriðum og fyrirgjöfum.

 4. Gunni D skrifar:

  Shawcross fær loksins verðskuldað rautt og við rennum þessu í höfn.

  • Teddi skrifar:

   Verð að breyta spánni fyrst að við verðum einum fleirri.(Gunni segir:) )
   5-0.
   Mirallas með 2 mörk, Lukaku, Baines og Mori hver með eitt stykki.

 5. Finnur skrifar:

  Stoke hefur ekki skorað meira en tvö mörk í leik frá því þeir unnu Liverpool 6-1 undir lok síðasta tímabils. Þeir hafa aðeins náð að skora 1 mark í öllum útileikjum sínum á tímabilinu, fyrir utan 2-2 jafntefli við Tottenham í upphafi tímabils. En á móti kemur líka að þeir fá ekki á sig mörg mörk. Þetta kemur því til með að verða tæpt.

  Ég held og vona að við komum til með að sjá svipaða frammistöðu frá Everton og í undanförnum leikjum, dóminerandi í fyrri hálfleik og með fullt af færum. Ef við skorum í fyrri hálfleik hef ég ekki áhyggjur af því að við náum að landa þessu en að öðrum kosti gætu Stoke potað inn einu í seinni og skellt svo í lás í vörn.

  En annars, uppstillingin er komin:
  http://everton.is/?p=10337

 6. Orri skrifar:

  Ég held að þetta verði tæpt en við höfum það 2-1.

%d bloggers like this: