West Ham – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

West Ham menn höfðu aðeins unnið einn af síðustu 18 viðureignum við Everton og þeir náðu ekki að bæta þá tölfræði í dag, þrátt fyrir að hafa verið í mjög góðu formi á tímabilinu. 1-1 lokastaðan í dag og það líklega sanngjörn úrslit.

Uppstillingin: Howard, Galloway, Mori, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Kone, Barkley, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Robles, Gibson, Mirallas, Lennon, Naismith, Osman, Holgate.

West Ham menn áttu fyrsta skot leiksins á mark á 3. mínútu, boltinn rétt framhjá en Howard líklega með þetta allan tímann.

Lukaku fékk ágætt skallafæri stuttu síðar eftir flott hlaup og flotta fyrirgjöf frá Kone sem komst upp hægra megin en markvörður West Ham náði að slá frá.

Barkley átti flotta fyrsta snertingu, sneri sér flott utan teigs og komst í skotfæri á 15. mínútu rétt utan teigs en markvörður vel á verði og varði skotið.

En á 30. mínútu skoruðu West Ham menn úr eina skoti sínu á fyrri hálfleik sem rataði á markið. Þeir reyndu skot sem breytti um stefnu af Stones og hrökk af Andy Carroll og aftur út í teig. Þar kom á siglingu Lanzini nokkur sem vippaði af vítateigsjaðrinum alveg upp í samskeytin hægra megin, óverjandi fyrir Howard.

Funes Mori reyndi skalla eftir hornspyrnu Barkley á 39. mínútu en rétt framhjá stöng. En rétt fyrir hálfleik náði Lukaku að svara fyrir Everton, á markamínútunni, 43., eftir algjörlega geggjaða stungusendingu frá Deulofeu upp miðjan völlinn. Hann setti þar með Lukaku á hlaupinu einan á móti markverði og það reyndist einfalt fyrir Lukaku að komast í fyrstu snertingu framhjá markverði í úthlaupi vinstra megin og skora í autt netið. Staðan 1-1. Og þannig var það í hálfleik.

Liðin skiptust á færum í seinni hálfleik en náðu hvorugt að skora. Lanzini átti skot af löngu sem Howard varði í horn á 63. mínútu sem ekkert kom úr.

Mirallas kom inn á fyrir Kone á 64. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Reid átti skalla á 73. mínútu, rétt yfir mark, úr hornspyrnu West Ham.

Lennon kom svo inn á fyrir Deulofeu á 82. mínútu og náði heldur ekki að setja mark sitt á leikinn á þessum fáu mínútum sem hann fékk.

Jenkinson átti fast skot á 83. mínútu utan teigs. af löngu færi en beint á Howard.

Everton fékk tvö færi undir lokin til að stela sigrinum, það fyrra á 84. mínútu þegar Lukaku var næstum búinn að pota boltanum inn eftir flotta sendingu eftir jörðinni inn í teig frá Galloway á 84. mínútu. Boltinn sleikti utanverða stöngina og vantaði aðeins herslumuninn.

Barry setti svo Mirallas inn fyrir vörnina með stungusendingu á 93. mínútu en markvörður aðeins fljótari í boltann og eyddi þeirri hættu.

Jafntefli því staðreynd og líklega sanngjörn úrslit.

Einkunnir Sky Sport: Howard (6), Galloway (6), Mori (5), Stones (6), Coleman (6), Barry (6), McCarthy (6), Kone (6), Barkley (6), Deulofeu (6), Lukaku (7). Varamenn: Mirallas (5), Lennon (5). West Ham menn með mjög svipaðar einkunnir.

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jafntefli var kannski sanngjarnt en mér fannst þetta aulamark að fá á sig. West Ham maðurinn fékk allt of langan tíma til að leggja boltann fyrir sig, miða og skjóta.

  2. Finnur skrifar:

    Deulofeu og Lukaku í liði vikunnar að mati BBC :
    http://m.bbc.com/sport/football/34762656

  3. Orri skrifar:

    voru þessi úrslit ekki bara í takt við stigafjölda liðana.Ég sá ekki leikinn en ekki ósáttur við úrslitin.En ég vill sigur og ekkert nema sigur í næsta leik.

  4. Diddi skrifar:

    Dellarinn var með þrennu fyrir u21 spán í kvella 🙂