Leikirnir í fjórðungsúrslitum

Mynd: Everton FC.

Búið er að draga í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins:

Man City vs. Hull
Stoke vs. Sheffield Wednesday
Southampton vs. Liverpool
Middlesbrough vs. Everton

Sem sagt, útivöllur gegn liðinu sem var að slá út United á Old Trafford. Maður hefði viljað heimaleik eins og venjulega í bikarnum en þetta er ásættanlegt.

Leikið verður helgina 30. nóvember.

5 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Mér lýst vel á þennann leik, ekkert öruggur sigur en samt góðir möguleikar 🙂 kær kveðja, Ari.

 2. Halldór Sig skrifar:

  Úr því að við erum komnir svona langt, eigum við að nota okkar sterkasta lið og þannig vinnum við Middlesbrough ef allt er eðlilegt.

 3. Elvar Örn skrifar:

  Middlesbrough, svo Sheffield Wednesday eða Hull í undanúrslitum og mætum síðan Liverpool í úrslitaleiknum og vinnum hann og málið er dautt.
  Ef við komumst í gegnum þennan leik gegn Middlesbrough þá er það Wembley næst í undanúrslitum ekki satt?

  • halli skrifar:

   Þađ er spilað heima og heiman í undanúrslitunum í deildarkeppninni og final 4 á Wembley í fa cup

 4. þorri skrifar:

  jú er það ekki en vinnum Middlesbrough fyrst ekki satt?

%d bloggers like this: