West Brom – Everton 2-3

Mynd: Everton FC.

Mjög kaflaskipt í kvöld. Everton liðið fór í raun ekki í gang fyrr en í stöðunni 2-0 en þvílíkt comeback hjá Everton. Maður hafði varla tíma til að átta sig á stöðunni 2-0 þegar Everton minnkaði muninn og gaf svo í af krafti og keyrðu yfir West Brom.

Uppstillingin fyrir West Brom leikinn: Howard, Galloway, Funes Mori, Jagielka, Browning, Barry, McCarthy, Barkley, Deulofeu, Naismith, Lukaku. Varamenn: Robles, Gibson, Oviedo, McGeady, Osman, Lennon, Kone.

Arfaslakur hálfleikur hjá báðum liðum, lítið sem ekkert að gerast lengi vel, West Brom mun meira með boltann fyrstu 15 mínúturnar, næstum 60% sem er ekki það sem maður átti von á. Þeir áttu líka fyrsta skotið (Morrison), utan teigs, á 7. en beint á Howard. Þykkum Pulis varnarmúr reyndist ekki of erfitt að brjóta niður sóknir Everton.

Everton fékk þó gullið tækifæri til að komast yfir úr skyndisókn, Deulofeu gaf fyrir frá hægri, tveir leikmenn Everton inni í teig upp við mark í dauðafæri, bæði Barkley og Naismith en Barkley skaut með óskiljanlegum hætti yfir. Þar átti staðan að vera 0-1. Mjög mjög illa farið með gott færi. Browning fékk svo gott færi upp úr horni, frían skalla nánast en skallaði yfir.

West Brom refsuðu okkar mönnum grimmilega. Á 41. mínútu gerðu leikmenn Everton sig seka um tvö einstaklingsmistök í röð. Mori fór með boltann úr vörninni upp vinstri kant, fór framhjá einum West Brom manni en missti boltann of langt frá sér. Næsti West Brom maður fyrir aftan náði því að tækla boltann af Mori sem barst beint á Barry sem hafði séns að hreinsa en missti boltann í staðinn beint á West Brom mann sem framlengdi á Berahino inni í teig sem tók skotið. Howard mjög nálægt því að verja, boltinn í hann og inn. Ekkert að frétta og svo staðan allt í einu orðin 1-0 fyrir West Brom.

Það lifnaði aðeins yfir Everton við markið. McCarthy átti skot af löngu á 43. en varið í horn. Deulofeu átti svo flott hlaup upp hægri kantinn og fyrirgjöf að marki sem enginn náði að setja í netið.

Nú eins gott að menn spýti í lófann og taki bikarleik á þetta (vinni upp markamuninn og nái að sigra). Allavega bjóst maður við mun betru frá Everton í seinni hálfleik.

Það leit þó ekki vel út til að byrja með, West Brom í góðu færi með skot á upphafsmínútunum en yfir markið. Fletcher fékk svo sæmilegan séns eftir fyrirgjöf upp úr horni en það kom bara annað horn út úr því. Og úr því skoruðu West Brom menn sitt annað mark. Dawson með skalla úr horni, Barkley týndi honum í dekkuninni og Browning hljóp frá fjærstöng.

Lukaku svaraði þó strax fyrir Everton, Deulofeu með sendingu inn í teig, beint á hausinn á Lukaku sem skallaði inn. Þeir reyndu svo sama leikinn aftur örfáum mínútum síðar en Lukaku náði ekki að stýra boltanum á mark.

Tvöföld skipting á 72. mínútu og hún átti eftir að skila sínu: Gibson og Kone inn á fyrir Browning og Naismith.

Því Kone jafnaði á 74. mínútu. Lukaku hélt boltanum vel á hægri kanti, bar hann að miðju og átti algjörlega frábæra stungu inn fyrir vörnina, Kone með geðveikt flott hlaup og hárfínt réttstæður. Mátti ekki tæpara standa. 2-2 og Everton allt í einu komið inn í leikinn.

Og Everton voru ekki hættir því Deulofeu átti aftur frábæra sendingu inn fyrir vörnina, Lukaku tók hann niður, lagði hann til hægri en missti hann næstum röngu megin við stöng en náði að spretta úr spori og þruma inn áður en markvörðurinn komst í hann. 2-3 Everton! Lukaku kominn með tvö mörk og stoðsendingu og ekki þurftu West Brom neina kynningu á því hvað Lukaku getur.

Fimm mínútum bætt við — Lambert í dauðafæri hinum megin, skaut rétt framhjá stönginni en þar með fjaraði þetta út fyrir West Brom sem virtust ráðlausir í lokin.

Rétt fyrir lok komust Everton meira segja í skyndisókn, fjórir á tvo varnarmenn en Deulofeu átti arfaslaka sendingu til hliðar sem varnarmenn náðu að komast í og eyða hættunni.

Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Galloway (7), Jagielka (7), Funes Mori (6), Browning (6), McCarthy (7), Barry (6), Deulofeu (8), Barkley (6), Naismith (6), Lukaku (9). Varamenn: Kone (8), Gibson (7), Lennon (6). Tvær sjöur hjá West Brom, annars fimmur og sexur á línuna.

En fimmta sætið er nú okkar og þessi sigur setur okkur í skemmtilega stöðu fyrir derby leikinn um næstu helgi!

23 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    þessi leikur fer 0-4 og hana nú. Lukaku tvö, Naismith og Mori með mörkin 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Mér sýnist þetta stefna í 4-0 fyrir heimaliðið…

  3. Ari S skrifar:

    Komin 4 mörk…

  4. Ari S skrifar:

    Ég segi mig úr neikvæða klúbbnum… komnir í 2-3!!!!

    • Finnur skrifar:

      Nei, ekki segja þig úr honum núna — þú ert greinilega akkúrat það sem vantaði í neikvæða klúbbinn. 🙂

  5. Diddi skrifar:

    frábær sigur okkar manna, góðir hlutir gerast hægt 🙂

  6. Ari S skrifar:

    Yndislegt 🙂

  7. þorri skrifar:

    Sællir félagar okkar menn vöru hreint út sagt frábærir.Í seinnihálfleik.það voru nokkrir sem mér fanst bera af Deyfo var heint magnaður. Kone var mjög góður þegar hann kom inná. og svo hann Lukakó var magnaður og er sannur framherji. Og svo fanst mér nýi maðurinn okkar hann Mori. Mér fannst hann standa sig mjög vel. OG EINS OG VENJULEGA ÁFRAM EVERTON

  8. Finnur skrifar:

    BBC bentu á að þetta er í fyrsta skipti sem Tony Pulis tapar leik eftir að vera tveimur eða fleiri mörkum yfir og fyrsta sinn í þrjátíu ár sem Everton gerir hið gagnstæða (gegn Ipswich árið 1985).

    • halli skrifar:

      Þà er bara horft á ùtivelli í deild en liđiđ kom til baka međ sigur à móti Wimbledon á heimavelli veturinn 95 en frábært að koma til baka og ná í stigin

      • Finnur skrifar:

        Rétt skal vera rétt. Takk fyrir það. 🙂

      • Diddi skrifar:

        það var í maí 1994 Halli, við björguðum okkur frá falli, þetta var lokaleikurinn 🙂

  9. Gestur skrifar:

    Frábær sigur, átti von á erfiðum leik þannig að þessi sigur kemur okkar mönnum í gang

  10. Finnur skrifar:

    Af Mogganum…
    „Arouna Kone jafnaði met­in á 75. mín­útu eft­ir frá­bæra stungu­send­ingu Lukaku en Kone setti bolt­ann vinstra meg­in við How­ard sem gat ekk­ert gert.“

    • Diddi skrifar:

      af Everton.is „Tvöföld skipting á 42. mínútu og hún átti eftir að skila sínu: Gibson og Kone inn á á 42. mínútu fyrir Browning og Naismith.“ Ha, ha 🙂

      • Finnur skrifar:

        Takk fyrir það. Búinn að laga prentvilluna yfir í 72. mínútu, eins og þetta átti að vera.

        • Finnur skrifar:

          Gaman að sjá samt að menn gera sömu kröfur á everton.is og einn stærsta fjölmiðil landsins. Tökum því sem hrósi. 🙂

          (svo megið þið geta hvor „fjölmiðillinn“ var á undan að leiðrétta sína villu) 🙂

          • Diddi skrifar:

            ég geri almennt engar kröfur á moggann, ekki merkilegt rit í mínum huga, allavega ekki þegar everton.is er annars vegar

  11. Ari G skrifar:

    Frábært hjá Everton að vinna leikinn spá heppni en hún þarf líka að vera með. Mjög ánægur með Mora kemur mjög vel út nema ein slæm mistök sem kostuðu mark með hjálp Barry líka. Deulofey sendingar hans eru stórkostlegar vonandi byrjar hann aftur í næsta leik fannst hann bestur hjá Everton. Lukaku var mjög góður síðastu 30 mín. Galloway verður örugglega stórstjarna mjög góður í þessum leik.

  12. Finnur skrifar:

    Ég get bara ekki hætt að lesa um þennan leik og er ennþá að ná mér niður. 🙂

    Finnst magnað að hugsa til þess að við erum með tvo í bakvarðarstöðunum sem flokkast nánast undir kjúklinga sem eru að standa sig mjög vel í þessum leikjum, sérstaklega Galloway sem reddaði Howard einu sinni með glæsilegri blokkeringu og hleypur gjörsamlega þindarlaust ekki bara í vörn heldur í sókn líka. Greinilegt að uppeldisstarfið er að skila sínu.

    Einkunnirnar annars komnar hér að ofan.

  13. halli skrifar:

    Snilld ađ fá 3 stig í kvöld í leik sem manni fannst tapaður ì stöđunni 2-0. Mèr fannst einsog gæðin í leikmönnunum væru okkar megin og við ættum að klàra þetta sem menn gerðu. Fyrirfram fannst mér varnarlìnan ekki vænleg til àrangurs en þetta slapp. Browning er ekki ađ heilla mig í hægri bakk tekur ekki þátt ì sóknarleik og virkar hræddur en Galloway hinumegin Và Và Và flottur. Mori leit vel út gerđi mistök í fyrsta markinu en mèr fannst hann gòđur à boltanum. Jags er bara Jags. Mađur leiksins ég à rosalega erfitt međ ađ velja á milli Deulofeu og Lukaku en held að ég verði að velja Deulofeu þar sem hann spilaði vel í báðum hàlfleikjum en Lukaku bara í seinni

  14. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Flott að fá öll stigin en skrýtið að liðið skyldi ekki hrökkva í gang fyrr en það var lent tveimur mörkum undir.
    En hvaða klúbbur er þessi neikvæði klúbbur?

    • Ari S skrifar:

      Hann er ekki til Ingvar minn, þetta er bara í hausnum á mér. Ég bý klúbbinn til þegar mér finnst aðrir vera neikvæðir, (og stundum ég líka)

      kær kveðja,

      Ari