Árgjöld og heimsókn á Goodison Park!

Mynd: Everton FC.

Uppfært 8. okt: Leikurinn við Crystal Palace var færður til og því koma upplýsingarnar hér að neðan til með að breytast. Sjá nánar hér.

Þér gefst núna tækifæri á að fara í bráðskemmtilega ferð með Everton klúbbnum á Íslandi til Englands að sjá Everton mæta Crystal Palace á Goodison Park í byrjun desember. Þessar ferðir hafa alltaf verið frábær skemmtun og þessi verður örugglega ekki síðri og ekki úr vegi að minnast á að hér gefst einnig frábært tækifæri til að klára jólaverslunina í leiðinni!

Smáatriðin varðandi ferðina eru eftirfarandi:

 

[uppfært 20. okt: Tók smáatriðin út þar sem þau breyttust, sjá nýjustu upplýsingar um ferðina hér]

 

 

Félagsgjöld fyrir tímabilið 2015/16

Ekki er heldur úr vegi að minnast á félagsgjöldin þar sem nýtt tímabil er hafið. Árgjaldið í ár er óbreytt — 3000,- kr. og hefur stjórnin, ykkur til hægðarauka, sett inn valkröfu í heimabanka allra félagsmanna (rétt rúmar 3000 kr. — þar sem bankinn leggur ofan á smá þóknun). Einnig er hægt að millifæra beint inn á reikning félagsins (reikningsnúmer: 331-26-124, kennitala: 5110120660, upphæð: 3000,- kr).

Með því að borga árgjaldið…

– Ert þú fullgildur meðlimur í Everton klúbbnum og hefur kosningarétt á aðalfundi.
– Hjálpar þú til við að mæta kostnaði við vefsíðuna og allan almennan rekstur á félaginu.
– Sýnir þú stuðning þinn í verki við stjórnina sem sinnir þessu algjörlega í sjálfboðavinnu, til dæmis með reglulegum greinaskrifum á everton.is og skipulagningu utanlandsferða.
– Máttu eiga von á greiðslugjöf inn um lúguna hjá þér.

… en kannski það mikilvægast af öllu er að með því að sýna stuðning þinn í verki leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar við að halda uppi öflugu félagsstarfi Evertonklúbbsins á Íslandi. Við þurfum á þér að halda. Sýndu stuðning þinn í verki! Áfram Everton!

14 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ég kem vonandi, þarf að fá frí úr vinnu ekki komið á hreint… 🙂

    Diddi hvað með þig? (þetta er áskorun 🙂 )

  2. Teddi skrifar:

    Hvað á að setja í skýringu í millifærslu árgjalds?

  3. Finnur skrifar:

    Gott að setja kt félagsmanns þar, en skiptir svo sem ekki öllu – nema borgað sé fyrir annan.

  4. Georg skrifar:

    Það er klárlega kominn tími á að fara á leik. Ég er allavega hrikalega líklegur.

    Svo var ég rétt í þessu að greiða árgjaldið.

  5. Georg skrifar:

    Svo er kannski verðugt að nefna að þið eruð að standa ykkur frábærlega í stjórninni og eigi stórt hrós skilið fyrir alla umgjörð í kringum evertonklúbbinn á Íslandi.

  6. halli skrifar:

    Það er alveg klárt að ég er að fara í þessa ferð (Staðfest)

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég mæti með læti.

  8. Einar Gunnar skrifar:

    Ég er líklegur í þessa ferð. Og já, hrós til stjórnar!

  9. Finnur skrifar:

    Það eru töluvert góðar líkur á að ég mæti líka.

  10. Hallur skrifar:

    Var bara að taka eftir því að ég er akkúrat í frí þegar þessi ferð verður ég held að ég sé buinn að plata Hadda með i þetta treysti á Didda frænda minn að hann mæti

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Bara af því að ég er forvitinn, eru margir búnir að skrá sig?

  12. Jónatan skrifar:

    Það er búið að færa leikinn fram á mánudagskvöld.

  13. Finnur skrifar:

    Já, rak augun í þetta áðan. Við þurfum að setjast yfir þetta og sjá hvað er hægt að gera…

  14. Finnur skrifar:

    Nýjustu upplýsingar um ferðina komnar inn:
    http://everton.is/?p=10057