Reading vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Reading á útivelli í þriðju umferð deildarbikarsins, annað kvöld (þriðjudag) kl. 19:00. Þar sem Everton er ekki í Evrópukeppni í ár má gera ráð fyrir að meiri áhersla verði lögð á þessa bikarkeppni en til dæmis í fyrra en þó má gera ráð fyrir að einhverjir komi til með að hvíla. Ljóst er að Besic og Coleman munu missa af leiknum vegna meiðsla og Mirallas er í banni, sem ekki verður áfrýjað. Martinez gaf það út að líklegt væri að Leandro Rodriguez, nýi sóknarmaðurinn, myndi spila og líkurnar á því jukust þar sem hann lék ekki með U21 árs liðinu í kvöld, eftir að hafa skorað með því liði í síðustu tveimur leikjum í röð. Erfitt er þó að spá fyrir um uppstillingu þar sem ljóst er að einhverjir úr aðalliðinu verði hvíldir.

Hvað eigum við að skjóta á? Til dæmis: Robles, Galloway, Funes Mori, Stones, Browning, Barkley, McCarthy, Osman/Gibson, Deulofeu, Naismith, Rodriguez. Ýmislegt sem kemur þar til greina og væri gaman að sjá ykkar ágiskun.

Reading eru í 6. sæti B deildarinnar ensku (play-off sæti) og hafa aðeins tapað einum leik af síðustu 9 í öllum keppnum, þar af unnið fjóra af síðustu fimm þannig að þeir koma fullir sjálfstrausts í leikinn, og á heimavelli að auki. Leikmenn Everton þurfa því að vera tilbúnir í verkefnið og ekki ljóst að hægt verði að vinna upp tveggja marka forystu aftur, eins og í síðasta deildarbikarleik.

Ekki er ljóst hvort leiknum verði sjónvarpað beint hér á landi, mér sýnist sem Ölver sé ekki með leikinn á dagskrá en kannski hægt að ná honum á netinu. Ef ekki verður leikskýrslan líklega ekki mjög ítarleg.

Af ungliðunum er það að frétta að miðjumaðurinn ungi Tom Davis (17 ára) skrifaði undir atvinnumannasamning við Everton.

U18 ára liðið var yfir 1-0 í derby leiknum gegn Liverpool U18 en þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli þar sem Liverpool náðu að jafna rétt áður en flautað var til leiksloka. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem U18 ára liðið vinnur ekki.

Og U21 árs liðið (án Rodriguez) tapaði fyrir Man United U21 3-1 en mark Everton skoraði Callum Dyson.

2 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Svona leikir eru alltaf erfiðir. En af mínu mati er þetta skyldu sigur.

  2. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9904

%d bloggers like this: