Everton – Chelsea 3-1

Mynd: Everton FC.

Frábær sigurleikur gegn Englandsmeisturum Chelsea að baki þar sem Naismith einfaldlega slátraði þeim með þremur glæsilegum mörkum, tveimur í fyrri hálfleik og einu í þeim seinni. Chelsea bitlausir gegn sterkri vörn Everton og áttu fá svör.

Uppstillingin: Howard, Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Besic, Barkley, Kone, Lukaku. Varamenn: Robles, Mirallas, Lennon, Naismith, Deulofeu, Osman, Funes Mori.

Leikurinn byrjaði rólega, fyrst á 9. mínútu sem eitthvað gerðist þegar Besic komst upp endalínu og náði næstum sendingu fyrir mark en varið. Hann haltraði af velli stuttu síðar og Naismith kom inn á. Og það átti eftir að reyna þvílíkur happafengur því Naismith náði að skora tvö mörk á innan við korteri.

Það fyrra kom þegar Naismith lék á varnarmann fyrir utan teig miðjan, sendi á vinstri kantinn á Galloway, sem sendi hann svo bara beint á kollinn á Naismith aftur sem skallaði inn rétt undir slá. 1-0 Everton.

Chelsea voru stálheppnir að lenda ekki tveimur undir þegar Coleman sendi fyrir og Kone skallaði í átt að hliðarnetið fjær en Begovic með fingurgóma á boltanum og varði glæsilega í horn. Flott pressa frá Everton fylgdi og McCarthy átti flott skot en varið í horn.

Annað mark Naismith kom á 22. mínútu þegar Barkley sendi á Naismith utan teigs og Naismith átti fast skot af löngu færi niðri í hornið hægra megin utan af velli á 22. mínútu. Óverjandi fyrir Begovic. 2-0 fyrir Everton!

Chelsea átti skot í Stones og hliðarnetið á 25. og hinum megin var Lukaku í dauðafæri eftir flotta skyndisókn og fyrirgjöf frá Kone.

Ekkert að gerast þangað til Matic tók skot af löngu færi og algjörlega smellhitti boltann í samskeytin. Óverjandi fyrir Howard. 2-1.

Chelsea með þessu aftur komnir inn í leikinn (höfðu ekki átt skot á rammann fram að því) og náðu í kjölfarið pressu á Everton en tókst ekki að jafna.

2-1 í hálfleik.

Engin breyting á liðum í hálfleik en Everton byrjuðu hálfleikinn á djúpri vörn og voru sáttir við að leyfa Chelsea að dóla með boltann. Everton með aðeins 33% possession í seinni hálfleik en fengu samt bestu færi hálfleiksins.

Everton fékk fyrsta færið þegar Barry vann boltann á miðjunni og sendi stungu á Lukaku sem tók á sprettinn inn í teig vinstra megin, hlóð í skotið en Begovic varði vel. Kone átti skot á 62. mínútu utan teigs en beint á Begovic. Lukaku nokkru síðar með ágætt skot innan teigs hægra megin en Begovic fljótur að kasta sér niður og verja.

Chelsea fengu frábært færi á 69. mínútu, komust í skyndisókn en Costa allt allt allt of lengi að þessu og varnarmenn Everton náðu að eyða hættunni, sem betur fer.

Kone út af fyrir Lennon á 71. mínútu og stuttu síðar (77. mínútu) meiddist Coleman og inn á kom Funes Mori í sínum fyrsta kappleik, Stones þar með hliðrað til í hægri bakvörðinn.

Sterk pressa frá Chelsea síðasta korterið en ekkert gekk hjá þeim að skapa færi. Aðeins tvö skot rötuðu á rammann frá þeim í öllum leiknum.

Það var hins vegar Everton sem kláraði leikinn og innsiglaði sigurinn. Barkley aftur með stoðsendingu — í þetta skipti stungu innfyrir vörn Chelsea, á Naismith sem afgreiddi boltann framhjá Begovic og fullkomnaði þrennuna sína.

3-1 lokastaðan í leiknum. Galloway og Barkley (tvær) með stoðsendingar fyrir Naismith og áttu allir frábæran leik, líkt og restin af liðinu. Lítið að gera hjá Howard í leiknum enda vörnin frábær. Naismith klárlega maður leiksins, með þrjú skot í leiknum og allt rataði inn. Barry eins og herforingi á miðjunni.

Meira svona. Everton stekkur upp í þriðja sætið tímabundið við sigurinn en Chelsea menn tveimur stigum frá fallsæti með einum leik fleiri en botnliðin. Hver hefði spáð því við fimmtu umferð?

Einkunnir Sky Sports: Howard (7), Coleman (7), Stones (8), Jagielka (7), Galloway (7), McCarthy (7), Barry (7), Besic (5), Barkley (8), Kone (7), Lukaku (7). Varamenn: Naismith (9), Funes Mori (6), Lennon (6).

Leikmenn Chelsea flestir í 6-um, tveir með 7 og Begovic með 8.

22 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Enn og aftur stillir hann upp með þrjá varnarmiðjumenn

  • Diddi skrifar:

   Já óþolandi

   • Ari S skrifar:

    Sem betur fer eruð þið ekki stjórar hjá Everton hehe kær kveðja, Ari 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

     Sammála, rugl neikvæð í hehehe

    • Diddi skrifar:

     Byrjaði Naismith inná Ari ??? Nei og er það þá rétt liðsval 🙂

     • Ari S skrifar:

      Ég er ekki að rífast við þig og mun aldrei gera það framar… er bara feginn að þið í neikvæðu deildinni eruð ekki stjórar Everton hehe 🙂

      kær kveðja,

      Ari

 2. Ari S skrifar:

  Þetta er ástæðan fyrir því að Martinez seldi ekki Naismith 🙂 tvö mörk núþegar 🙂

 3. Ari S skrifar:

  Funes Morei kom vel út þann stutta tíma sem hann var með. Sýndi smá sjálfstraust þegar hann brunaði upp með boltann og nældi í gult spjald á Costa. Virkar vel Funes Mori 🙂

  Frábær dagur í dag hjá okkar mönnum, Chelsea áttu eitt skot á markið í öllum leiknum sem að sýndi yfirburði okkar manna. Vissulega var Chelsea mikið með boltann en lítið sem ekkert kom úr spili þeirra. 3-1 sigur 🙂

  Til hamingju með daginn Everton stuðningsmenn 🙂

 4. Eiríkur skrifar:

  Frábær sigur hjá okkar mönnum, allir að standa sig enn samt enginn betur enn Steven Naismith. Þvílík snilld.
  Þetta er kannski hans staða að vera á miðjunni, þvílík vinnusemi í drengnum. 🙂 🙂 🙂

 5. Elvar Örn skrifar:

  Sá sem vildi selja Naismith má vinsamlegast svara fyrir sig hér. Hefði verið bilun að selja hann eins og ég sagði þá. Þvílík frammistaða í dag. Everton með 9 skot á ramma en Chelsea með 2. Go EVERTON.

  • Gestur skrifar:

   Naismith hefur alltaf skorað mörk og mun gera það áfram, hvort sem hann er hjá okkur eða ekki. Ánægður að hann skori og sérstaklega að setja þrennu, það eru ár og dagar síðan að Everton leikmaður gerði slíkt. En þetta er bara einn leikur og Naismith verður að halda áfram þessum klassa til að ég segi hann hefði ekki átt að fara. Sá ekki leikinn en frábær úrslit

   • Gunni D skrifar:

    Bara dugnaðurinn í honum réttlætir veru hans íhópnum. Enginn duglegri.

 6. Orri skrifar:

  Frábær sigur hjá okkur í dag liðið var að spila vel ídag en ég er sammála Eiríki að Naismith var fremstur meðal jafningja.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta var frábært. Ég átti alls ekki von á þessu og er fegin að hafa haft rangt fyrir mér.

  • Georg skrifar:

   Kemur mér á óvart #sagðienginn

  • Diddi skrifar:

   Við Ingvar (í neikvæðu deildinni) erum extra ánægðir að hafa rangt fyrir okkur. Reyndar var ég kokhraustur í vikunni við vinnufélaga mína og spáði okkur sigri 🙂 En tilfinningin er góð 🙂

   • Gunni D skrifar:

    Við eigum alltaf að vera kokhraustir, sérstaklega við vinnufélgana.

 8. Georg skrifar:

  Frábær leikur hjá okkur. 9 skot á rammann gegn 2 segir mikið. Stones frábær, Barkley frabær, Naismith frábær, algjör unun að horfa á hann, hans besti leikur og allt liðið flott. Vorum bara miklu betri og lykilmenn hjá Chelsea sáust ekki. Liðið fær 9 hjá mér

 9. Finnur skrifar:

  Um leið og ég sá greiningu Executioner’s Bong…
  https://theexecutionersbong.wordpress.com/2015/09/13/tactical-deconstruction-everton-3-1-chelsea/
  … mundi ég að mér láðist að minnast á einkunnir leikmanna skv. Sky Sports í leikskýrslu. Hef uppfært hana þannig að þær má sjá hér að ofan. Skemmst frá því að segja að þær voru mjög góðar, enda frammistaða leikmanna til fyrirmyndar og voru leikmenn Everton rúmur þriðjungur leikmanna í liði vikunnar að mati BBC:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/34238096
  (Stones, Galloway… og Naismith að sjálfsögðu)

 10. Finnur skrifar:

  Ég held að hjólin séu að losna undan vagninum þarna hjá bláu bræðrum okkar…
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/chelseas-jose-mourinho-four-letter-10047006

  Það er annars enginn skortur á skemmtilegum fréttum þessa dagana… Hér er til dæmis skemmtileg greining frá Sky Sports um Stones…
  http://www.skysports.com/football/news/11671/9990304/john-stones-was-immense-in-evertons-3-1-win-over-chelsea

%d bloggers like this: