Afrakstur félagaskiptagluggans

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugganum var lokað kl. 17:00 en félög sem voru með samninga í burðarliðnum fengu frest til 19:00 til að klára þá og Everton nýtti sér það í þetta skiptið með kaupum á Aaron Lennon frá Tottenham eins og fram kom hér á síðunni og á glugavaktinni.

Gera má ráð fyrir að öllum kaupum og sölum sé formlega lokið í bilið og lítum því aðeins yfir afraksturinn:

Forgangsatriði er alltaf að styrkja sig milli glugga og lykilatriði í því, er að halda í bestu og efnilegustu leikmennina. Í tilfelli Everton var mjög hart sótt að efnilegasta miðverðinum sem sést hefur lengi, John nokkrum Stones, en einnig bárust fregnir af tilboðum í Coleman og Naismith. Skemmst er frá því að segja að enginn af leikmönnunum úr aðalliðinu var seldur sem sendir sterk skilaboð um að Everton sé ekki söluklúbbur, eins og það er kallað. Hér er verið að byggja til framtíðar. Mjög gott mál.

Seldir:

Tveir leikmenn í eldri kantinum voru látnir fara: Sylvain Distin og Antolin Alcaraz (báðir á frjálsri sölu). Distin hafði verið lykilmaður um nokkurt skeið en missti sæti sitt í byrjun síðasta tímabils en Alcaraz alltaf annaðhvort meiddur eða ósannfærandi á jaðrinum. Báðir voru komnir á aldur og eðlilegt að láta þá fara. Þrír leikmenn voru jafnframt seldir úr U21 árs liðinu: John Lundstram, Chris Long og George Green.

Inn:

Í þeirra stað komu sjö leikmenn sem eru annaðhvort þegar með marga leiki með aðal-landsliði síns lands (t.d. tveir í enska) eða eru bráðungir og efnilegir og nýbúnir að spila sinn fyrsta leik með aðal-landsliðinu — Deulofeu með spænska landsliðinu og Mori því argentínska. Heildarlistinn lítur svona út:

Tom Cleverley frá United
Gerard Deulofeu frá Barcelona
David Henen frá Olympiacos
Mason Holgate frá Barnsley
Leandro Rodriguez frá River Plate Montevideo (Úrúgvæ)
Ramiro Funes Mori frá River Plate (Argentínu)
Aaron Lennon frá Tottenham

Distin og Alcaraz fóru út (eins og áður sagði) en Ramiro Funes Mori kemur í staðinn sem backup fyrir Jagielka og Stones (sem við héldum) og miðað við það sem maður hefur séð hingað til er greinilega kominn tími á að leyfa ungliðunum Tiyas Browning og Galloway að spreyta sig í Úrvalsdeildinni — og mögulega Mason Holgate líka.

Cleverley, Deulofeu og Lennon eru klárlega mjög góð breikkun á hóp á miðjunni og tveir ungir sóknarmenn koma inn, Rodriguez þó líklegri til að fá tíma í Úrvalsdeildinni en Henen. Goggunarröðin í framherjastöðuna er nú líklega: Lukaku, Kone, Naismith, McAleny, Rodriguez (þangað til hann hefur sannað sig), Henen — og rétt að rifja upp Mirallas og líklega Deulofeu geta leikið þar (til vara) einnig.

Á heildina litið er þetta klárlega styrking á liðinu. Fjórir nýir landsliðsmenn inn og Everton náði að halda öllum leikmönnunum sem liðið mátti ekki við að missa — sem og þeim sem eru partur af því sem Martinez kallar gullnu kynslóðina.

Mjög góður gluggi að mínu viti.

17 Athugasemdir

 1. Halldór Sig skrifar:

  Ég er sammála við erum klárlega sterkari. Það er líka snilld að halda Stones, mér finnst Martines hafa staðið sig frábærlega í þessu. Hvernig hann var staðfastur og hjálpaði honum að vinna stuðningsmenn félagsins til baka.

 2. Ingi skrifar:

  Tvennt var ekki nógu gott. 1. Engin 10 eins og Martinez hafði talað um að væri ì forgangi ì þessum glugga var keyptur. 2. Norwich bauð 8 milljòn pund ì Naismith og við sögðum nei, hallò, hvað er að frètta???

  • Elvar Örn skrifar:

   Nei nei Ingi. Það var bara eitt sem var ekki nógu gott.
   Engin 10 sem Martinez ætlaði sér (er sammála því) en þar sem hann var ekki keyptur þá væri bilun að láta Naismith fara, alger bilun.

   Allt annað var frekar gott eins og ég hef nefnt áður og klárlega meiri breidd í hópnum núna en fyrir lok gluggans.
   Deulofeu og Lennon styrkja klárlega vængina hjá okkur sem mér fannst akkúrat vanta þegar t.d. Mirallas var frá (Lennon kom einmitt sterkur inn þar í fyrra þegar hann var á láni).

   Tel að við getum vel notað t.d. Mirallas í tíunni og hef alltaf viljað sjá hann spila þá stöðu (jafnvel Deulofeu líka).

 3. Einar G skrifar:

  Bjartsýni strákar mínir, það þýðir ekkert að spáí það sem orðið er, við breytum því ekki. Ég held að kaupin í glugganum hafi bafa verið helvíti góð. Það að enginn framherji var keyptur gæti líka virkað sem boozt á Lukaku, hver veit. Hlakka til næstu leikja 🙂

 4. Ari G skrifar:

  Alveg sáttur með kaupin. Stundum leynast gullmolarnar þar sem maður á ekki von á t.d. Rodriguez óþekktur eins og Stones þegar hann var keyptur. Lennon er ágætur vonandi hendir hann Cleverly út úr liðinu meina verði aðeins notaður sem varaskeifa fyrir Barry alls ekki á vængnum algjör steypa. Getur notað Kone og Naismith til skiptis þótt ég hef alltaf verið hrifnari af Naismith. Kannski er hægt að nota Mora í vinstri bakvörðinn þekki það ekki.

 5. Finnur skrifar:

  Þegar ég las þetta fyrst hélt ég að þú værir að tala um að það væri steypa að nota Lennon á kantinum en þú meinar væntanlega: „Lennon er ágætur vonandi hendir hann Cleverly út úr liðinu [og að Cleverley] verði aðeins notaður sem varaskeifa fyrir Barry alls ekki á vængnum algjör steypa.“

 6. Georg skrifar:

  Ég er bara mjög sáttur með gluggann en glugginn hefði verið fullkominn hefðum við landað Yarmolenko.

  Við erum núna með breiðari og flottari hóp en í fyrra, missum bara Distin og Alcaraz úr aðalliðinu sem voru báðir ekki lengur á þeim standard sem við þurftum.

  Funes Mori gæti orðið lykilkaup í vetur, því að ef annaðhvort Stones eða Jagielka meiðast eða fara í bann þá vorum við ekki með næga breidd þar áður en að Mori var keyptur. Browining var flottur í pre-season og er flottur kostur sem 4. miðvörður. Martinez er klárlega að hugsa Mori sem framtíðar arftaka Jagielka í hjara varnarinnar. Mjög flott að fá örfættan miðvörð sem getur einnig leyst vinstri bakvörð ef það þarf.

  Martinez er að byggja upp ungt og flott lið og er helsti kjarninn í hópnum mjög ungur. Þannig ef við náum að halda þessum hóp næstu árin og byggja ofan á þetta þá eru spennandi tímar framundan.

  Það má ekki gleyma því að við erum núna með breiðari hóp en í fyrra og erum ekki í evrópudeildinni. Færri leikir og fleiri leikmenn, svo við ættum að geta keppt á öllum vígstöðum (úrvalsdeild, deildarbikarnum og fa cup).

  Þrátt fyrir að hafa ekki fengið þessa svokölluðu 10 þá erum við með marga leikmenn sem geta léttilega spilað þá stöðu: Barkley , Mirallas, Naismith og mögulega Deulofeu.

  Þetta er allavega vel ásættanlegur gluggir.

 7. Ari G skrifar:

  Finnur auðvitað átti ég við Cleverly vill alls ekki hafa hann á vængnum samt ok leikmaður. Lennon er ágætur til að hvíla Deulofeu. Fyrst allir eru að tala um meiri breidd þá verður Martinez að nota breiddina til að flestir fái að spila. Sé engan sem getur leyst af Barkley sem sé í sama gæðaflokki Osman getur spilað kannski síðustu 15-20 mín. Kannski er Besic rétti maðurinn virðist ekki vera í náðinni hjá Martinez skil það ekki. Vill alls ekki nota leikmenn nema í þá stöður sem þeir eru bestir í ef hægt er.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Howard var besti markmaðurinn í Evrópu í þessari viku, þar hafið þið það 🙂

  http://sportwitness.ning.com/forum/topics/everton-star-named-best-in-europe

  • Diddi skrifar:

   já en gamli Kendall segir að það sé ekki jákvætt fyrir Everton að markvörðurinn okkar sé valinn maður leiksins í leik eftir leik vegna þess að það sýni að það sé eitthvað að varnarvinnu liðsins, nokkuð til í þessu hjá þeim gamla 🙂

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það sem mér finnst jákvæðast eftir þennan glugga er auðvitað að hafa haldið Stones. Ég er líka ánægður með kaupin á Deulofeu og sáttur við Lennon. Ég var ekki sáttur við að fá Cleverly en hann hefur ekki verið eins slæmur og ég bjóst við svo ég býst við að það sé jákvætt.
  Ég veit ekkert um þessa tvo S-Ameríkumenn sem eru komnir en það er ekki uppörvandi það sem þessi Vickery hefur um Mori að segja. Finnst það hljóma eins og hann sé yngri og dýrari útgáfa af Alcaraz, og hinn kemur úr deild sem þykir ekki sérlega merkileg. En vonandi standa þeir sig.
  Það sem mér finnst neikvætt er auðvitað það að hafa ekki fengið þessa margumtöluðu tíu, hvort sem það hefði verið Yarmolenko eða einhver annar. Svo hefðum við þurft annann GÓÐANN sóknarmann til að keppa við Lukaku.
  Svo hefði verið fínt að losna við McGeady og Kone af launaskránni. Pienaar og Hibbert eru líka menn sem mín vegna mættu fara. Ég hef ekki trú á að þeir eigi eftir að leggja mikið af mörkum á þessu tímabili.
  Vonandi er svo einhver smá peningur eftir til að nota í janúar.

 10. þorri skrifar:

  mætta ekki allir á ölver á laugardaginn kl 1145.ÁFRAM EVERTON

 11. Finnur skrifar:

  Áðurnefndur Tom Vickery viðurkennir loks að hann hafi haft rangt fyrir sér varðandi Funes Mori:
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2015/11/vickery-wrong-funes-mori/

  „Clearly, he is considerably better than I had thought,” Vickery said.

%d bloggers like this: