Mirallas skrifar undir nýjan samning

Mynd: Everton FC.

Enn berast gleðifréttir af framlengingum á samningum en í dag skrifaði Mirallas undir samning til júnímánaðar árið 2018. Hann hefur verið Everton mikilvægur hingað til, skoraði 11 mörk á síðasta tímabili og hefur samtals skorað 29 mörk í 85 byrjunarliðsleikjum og 25 sem varamaður.

McCarthy skrifaði einnig undir framlengingu í gær og gott ef ekki allar framtíðarstjörnur liðsins eigi núna töluvert langt í lok síns samnings. Alltaf gott að sjá þegar vel gengur að semja. Aðeins einn dagur í fyrsta leik!

16 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Snilld!!
  Mikið væri nú gaman að fá fréttir af kaupum á nýjum leikmönnum.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Eftir allar kjaftasögurnar og bullið þá ætlar einn okkar allra mikilvægasti maður (Mirallas) að vera áfram með Everton, þetta eru svakalega góðar fréttir. Eitt af því sem Everton má ekki missa eru þeir sem skora flestu mörkin, veit ekki betur en að Mirallas sé að jafnaði að skoða næst flest mörkin fyrir okkur (á eftir Lukaku).

  Sammála Ingvari, nú er bara að festa kaup á helst 2 mönnum til viðbótar en það er nú margir dagar þar til glugginn lokar og var ekki annað að heyra á Martinez en að unnið væri á fulli við að fá nýja leikmenn og með það frá að framlengja við McCarthy og Mirallas (sem eru frábærar fréttir) þá ætti allur þungi að geta farið í að fá nýja leikmenn til liðsins.

  Hafa menn hugsað út í það hversu margir af okkar fastamönnum í dag eru bara að hefja sinn ferill eða eru mjög ungir (þó með mikla reynsu) og hefur hópurinn yngst um fjölmörg ár samanborið við fyrir um 4 árum síðan.
  Stones (21), Barkley (21), McCarthy (24) , Lukaku (22), Oviedo (25), Cleverley (25), Mirallas (27), Besic (23), Deulofeu (21), Coleman (26), Browning (21) og margir ungir við dyrnar (McAlaney, Garbutt ofl). Þetta er þvílík endurnýjun og þetta eru gríðarlega öflugir ungir leikmenn verð ég að segja, framtíðin er björt og það er ljóst að menn eru ekkert á því að yfirgefa okkar góða klúbb. Go Everton.

 3. Georg skrifar:

  Nú eru allir lykilleikmenn í liðinu með langtíma samning sem eru frábærar fréttir fyrir okkur. Það er ákveðinn sigur ef við klárum þennan glugga og höldum öllum lykilmönnum eins og það stefnir í. Búið að vera orða bestu leikmenn okkar burtu allan gluggann og þá sérstaklega Stones.

  Ég hallast á að Martinez muni ekki selja Stones til Chelsea sama hvað þeir bjóða þar sem að hann er alls ekki sáttur með aðferðir Chelsea í sambandi við hvernig þeir nálgast þessi mögulegu kaup, með að nota fjölmiðla ósapart, þar sem bæði Mourinho og aðrir leikmenn séu að tala um Stones í fjölmiðlum.

  Við erum búnir að bæta við okkur tveimur sterkum leikmönnum, eða þeim Deulofeu og Cleverly. Ekki má gelyma að við erum ekki í evrópukeppni í ár eins og í fyrra og því töluvert færri leikir sem við spilum. Þannig að ef við bætum við okkur þrem leikmönnum í viðbót þá má segja að við séu með stærri hóp en í fyrra en færri leiki sem ætti að gefa okkur tækifæri að gera bæði vel í deild og bikarkeppnum.

  Eins og ég hef sagt áður þá finnst mér mikilvægt að bæta við okkur einum miðverði og einum framherja. Þar að auki væri svo hægt að skoða leikmann eins og Shaqiri sem er örfættur leikmaður sem getur spilað á vinstri kant, hægri kant og sem sókndjarfur miðjumaður, semsagt leikmaður sem gæti leyst af allar stöður framar á vellinum. Þar værum við með hreinræktaðan örfættan leikmann sem ég tel að okkur gæti vantað, höfum alltaf verið að notast við réttfætta leikmenn á vinstri kantinn.

 4. Finnur skrifar:

  Ef mér skjöplast ekki þá er samningastaðan í ágætis horfi. Það eru nokkrir gamlingjar sem hafa verið að fá árs framlengingu í einu (Hibbert, Osman, Pienaar) en Oviedo, Gibson og Kone eru allir á lokaári síns samnings — nema samið verði um meira. Óvíst náttúrulega með þá þrjá, enda búnir að vera nokkuð mikið meiddir. Helst Oviedo sem hefur nýst en kæmi mér ekkert á óvart þó hinir fengju ekki framlengingu nema á pay-as-you-play.

  Líklega er verið að skoða að framlengja við Oviedo, Browning og McAleny (og mögulega Gibson og Kone) en resting er samningsbundin til 2018, 2019 og jafnvel 2020… (listanum hér að neðan er raðað lauslega eftir stöðu og svo hvaða ár samningur þeirra rennur út — aldur innan sviga).

  Howard (36) 2018
  Robles (25) 2018

  Oviedo (25) 2016
  Hibbert (34) 2016
  Browning (21) 2017
  Baines (30) 2018
  Jagielka (32) 2018
  Stones (21) 2019
  Coleman (26) 2019
  Garbutt (22) 2020
  Galloway (19) ????

  Gibson (27) 2016
  Osman (34) 2016
  Pienaar (33) 2016
  Barry (34) 2017
  Barkley (21) 2018
  Mirallas (27) 2018
  Deulofeu (21) 2018
  McGeady (29) 2018
  McCarthy (24) 2019
  Cleverley (25) 2019
  Besic (23) 2019

  Kone (31) 2016
  McAleny (22) 2017
  Naismith (28) 2019
  Lukaku (22) 2019

  • Diddi skrifar:

   þið Elvar viljið báðir hafa McCarthy 25 ára en hann er bara 24, tók bara eftir þessu vegna þess að þegar hann skrifaði undir í gær var sagt að hann væri 24.

   • Finnur skrifar:

    Takk fyrir það. Ég tók þetta beint frá Elvari, sá að hann hafði sparað mér smá vinnu. Búinn að leiðrétta hjá okkur báðum.

    • Elvar Örn skrifar:

     Já ég var bara að hugsa um það hve ungt Everton er að verða og renndi á Evertonfc síðuna til að skoða aldur leikmanna og þar er bara fæðingadagur og McCarthy verður 25 ára eftir 3 mánuði enda meinti ég að hann væri á 25 aldursári 🙂

    • Diddi skrifar:

     Elvar ýkir alltaf smá 🙂

 5. Elvar Örn skrifar:

  Ýmsir miðlar eru að tala um að Everton sé að reyna að fá Shaqiri að láni (með möguleika á permanent deal) í vetur og aðrir að Everton sé að bjóða í kappann. Vona að þessar fréttir reynist réttar og hann sé á leið í Bláa treyju Everton.

  Já og ég held ég fari bara að sofa þar sem Enski boltinn byrjar á morgun, þetta verður svakalegt.

 6. Ari G skrifar:

  Ég er mjög bjartsýnn fyrir næsta tímabil. Spái Everton 4 sætinu EF Everton kaupir eða leigir 3 góða leikmenn í viðbót 1 sóknarmann 1 vængmann og 1 miðherja og þá meina ég að þessir 3 verða að vera nógu góðir annars er vonlaust að ná 4 sætinu og svo má auðvitað ekki selja neinn lykilmann.

  • Elvar Örn skrifar:

   Já góð grein.
   Hugsið ykkur með Lukaku frammi og Deulofeu og Mirallas þjótandi upp kannata og Barkley fyrir aftan Lukaku, þvílíkur hraði, tækni og geta hefur ekki sést í fremstu línu Everton í langan tíma. Og hvað sem hver segir þá eru Baines og Coleman í bakverðinum frábær stuðningur við sóknina.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Nú er önnur hver frétt á netmiðlum þess efnis að Everton stefni að því að fá Shaqiri til liðsins, ég er að segja ykkur það, þetta er að gerast.

 8. þorri skrifar:

  Ánæður að sjá að Mirallas hafi gert samning við Everton.erum við ekki áfram hjá ölveri að horfa á Everton þar. Mig hlakkar ekki smá til að sjá okkar menn að spila.kemst kanski ekki alveg viss Áfram everton við vinnum í dag

 9. Finnur skrifar:

  Uppstillingin fyrir fyrsta leik komin:
  http://everton.is/?p=9680

  Þetta er að bresta á!

%d bloggers like this: