Dundee vs. Everton (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Annað kvöld, klukkan 18:30 leikur Everton við skoska liðið Dundee en þetta er næstsíðasta æfingaleikur undirbúningstímabilsins. Það eru ekki nema tvær vikur í fyrsta leik tímabilsins (gegn Watford) þannig að línurnar eru aðeins farnar að skýrast hvað liðsuppstillingu varðar.

Besic, Deulofeu, Gibson, McGeady og Pienaar munu missa af leiknum vegna meiðsla en sá síðastnefndi mun einnig missa af byrjun tímabilsins, eins og tilkynnt var í dag. Oviedo, hins vegar, virtist, ef dæma má af síðasta leik, í góðu formi eftir löng meiðsli.

Rétt er að geta þess að hægt verður að horfa á leikinn í beinni hér.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 lentu 2-0 undir á móti Southport U21 á útivelli en þeir bitu aldeilis í skjaldarrendurnar og náðu að svara með þremur mörkum, einu frá Conor Grant og tveimur frá Antony Evans. Lokaniðurstaða því 2-3 sigur Everton en hægt er að sjá helstu leikatriði í vídeói hér.

Comments are closed.