Helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Stóru fréttirnar undanfarið hafa snúist um tilboð Chelsea í John Stones en þessi ungi miðvörður, sem Everton keypti árið 2013 fyrir aðeins 3 milljónir punda, hefur staðið sig svo vel að hann er nú fyrsti valkostur ásamt Jagielka í miðverði í liði Everton og rætt um hann sem lykilmann til framtíðar í vörn landsliðs Englands.

Chelsea eru sagðir hafa boðið 20 milljónir punda  og hafa með því að mati margra hagað sér ósiðlega, ekki síst vegna þess að þeir höfðu fengið að vita fyrirfram að Stones væri ekki til sölu heldur lögðu þeir fram tilboð og tilkynntu það fjölmiðlum til að freista þess að hafa áhrif á leikmanninn og þvinga fram sölu. Martinez var því að vonum mjög ósáttur við framgöngu Chelsea í málinu: „We pride ourselves on playing a certain way and educating our young players in a manner that they are going to always get attention from elsewhere and that is always a compliment. The other side is the disappointment of seeing a football club leaking such statements to the press and making it so open. That is not the way we would do it at Everton, we would not speak of a player who is registered at another club and there is no issue from our point of view – John Stones is an Everton player.“

John Stones, sem er samningsbundinn fram til ársins 2019, sagði við þetta tilefni að hann sé ánægður hjá Everton og framgang sinn hjá klúbbnum og að hann vilji áfram læra af til dæmis Jagielka, félaga sínum í landsliðinu. Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Steve Howey benti á að John Stones væri mikið betur settur með að vera hjá Everton þar sem hann er við það að geirnegla niður sæti í aðalliðinu, frekar en að sitja á bekknum hjá Chelsea.

Af ungliðunum er það að frétta að sigurganga U21 árs liðsins hélt áfram með fimmta sigrinum í röð, í þetta skipti á Bohemians U21 1-2, eftir að hafa lent undir í leiknum. Antony Evans og Calum Dyson skoruðu mörk Everton í leiknum. Þeir sigruðu svo einnig Glenavon U21 1-3 með mörkum frá Liam Walsh, Calum Dyson og Antony Evans.

Í lokin má svo til gamans geta að 200. einstaklingurinn „like-aði“ á dögunum Everton á Íslandi síðu okkar á Facebook. Skemmtilegur áfangi þar og minnum einnig á Google+ síðu okkar.

26 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ef Stones verður seldur þá yrði það staðfesting á algjöru getu og metnaðarleysi stjórnar EFC.

  En það kæmi mér ekki á óvart.

 2. Diddi skrifar:

  vona að mínir standi í lappirnar og spyrni við fótum 🙂

 3. Elvar Örn skrifar:

  Vona að enginn verði seldur bara og sýst að John Stones verði seldur.
  Finnst pínu fyndið að West Ham sé að bjóða 6 millur í Mirallas, í fyrsta lagi alltof lítið og í öðru lagi af hverju ætti Mirallasa að vilja fara í verra lið á Englandi?
  Okkur vantar ennþá miðvörð og sóknarmann að öllu óbreyttu. Sé ekki að Browning og Hibbert geti dekkað nokkurra leikja fjarverju Jagielka eða Stones og spurning hver hleypur í skarð Lukaku þegar hann er frá, er það Naismith eða Mirallas, sé amk Kone ekki geta mikið á því svæði, spurning með Deulofue í þeirri stöðu.

 4. Elvar Örn skrifar:

  Það er líka pínu synd að Everton hafi ekki pláss fyrir Aaron Lennon þar sem hann var fjandi góður hjá okkur þá leiki sem hann spilaði.

 5. Diddi skrifar:

  við eigum líka McAleny í Strikerinn, og ég býst við að Martinez sé enn með Lennon í sigtinu en ætli sér að bíða þar til á síðustu stundu til að fá hann ódýrari en það gæti verið of seint því Bilic er líka að spá í hann samkv. fréttum 🙂

 6. Elvar Örn skrifar:

  Já rétt Diddi, væri til í að sjá meira af McAleny, hann var frábær gegn Swindon. Held okkur vanti samt 1 stk reynslu striker.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Já og talandi um helstu fréttir:
  Wayne Rooney ætlar að taka þátt í testimonial fyrir Duncan Fegruson þar sem Everton spilar gegn Villareal þann 2 ágúst, áhugavert.

  • Diddi skrifar:

   átti þetta ekki að vera liður í okkar undirbúningi fyrir leiktíðina, vil ekki sjá þennan feita bólugrafna náunga í bláu 🙂

 8. Elvar Örn skrifar:

  Núna eru ýmsir miðlar að tala um að þriðja tilboð Chelsea sé væntanlegt og verði allt að 34m punda, hvað segja menn um það? Ég vona að hann verði ekki seldur en auðvitað verða menn að vera raunsæir líka. Martinez sagði nýlega að Everton þyrfti bara ekki að selja mann þeir væru vel stæðir fjárhagslega svo kannski verður þetta bara spurning um hvað Stones vill. Ef Stones er seldur á 34 millur væri hægt að kaupa Shaqiri og varnarmann fyrir 8 mills og jafnvel sóknarmann fyrir 14 mills (þá er ekki tekinn inn launakostnaður) en erum við ekki bara betur settir með Stones áfram?

  http://www.mbl.is/sport/enski/2015/07/20/chelsea_tilbuid_ad_bjoda_34_milljonir_i_stones/

  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/30338.html

  http://www.express.co.uk/sport/football/592564/Chelsea-transfer-news-gossip-John-Stones-Everton-increased-34m-bid

  http://www.nsno.co.uk/everton-news/2015/07/new-stones-bid-imminent/?

  • Ari S skrifar:

   Rio Ferdinand var seldur frá Leeds á sínum tíma á 30 milljón punda og það eru 13 ár síðan! 34 er alltof alltof lítið. Þegar rússneski mafíósinn fer að tala um 45 eða meira í milljónum punda þá er hægt að hlusta. Helst íkringum 50 milljónir.

   Ég vil samt ekki selja hann frekar en Ingvar vinur minn Bæringsson. Það myndir rífa mitt bláa Everton hjarta og sýna metnaðarleysi hjá stórn Everton.

 9. Diddi skrifar:

  ef Mirallas fer til West ham þá staðfestir það bara það sem ég hef vitað að þetta væri algjör hálfviti

  • Elvar Örn skrifar:

   Svona svona Diddi minn, Mirallas er enginn hálfviti. En líkleg ástæða þess að West Ham er að bjóða í hann er sú að hann á að best ég veit bara eitt ár eftir hjá Everton og ef samningurinn er ekki framlengdur er líklegt að Everton vilji fá einhverjar millur fyrir kappann í stað þess að hann renni út á samning.
   Vona bara að hann framlengi og ekkert kjaftæði.

   Varðandi Stones þá eru nokkrir miðlar að segja að Stones sé til í að skoða hvað Chelsea hefur að bjóða en ég tek lítið mark á þessu, hef ekki séð þetta frá stærri miðlunum.

 10. Elvar Örn skrifar:

  Deulofeu tognaði á æfingu á læri og verður líklega frá í 4-6 vikur skv. miðlum. Hann sýndi merki um verki í læri í lok fyrri hálfleiks gegn Arsenal en honum var skipt útaf í hálfleik ef ég man rétt.
  Djöfullegt að hann missi kannski af fyrstu leikjunum og enn verra að hann missi af helmingnum af Pre-Season ef þessar fréttir eru réttar.

  Annars held ég að það séu um 40 dagar eftir af leikmanna glugganum svo það gæti ýmislegt gerst á þeim tíma bæði gott og slæmt.

 11. Orri skrifar:

  Sæll Elvar.Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur.En vonandi verða bara góðar fréttir af leikmanna markaðnum.

 12. Georg skrifar:

  Ég vona innilega að Stones verði ekki seldur. Maður vill aldrei missa efnilegustu leikmennina. Það getur þó alltaf freystað þegar það er farið að bjóða óheyrilegar upphæðir í leikmenn sbr. Sterling.

  Mér líkar ekki við þá aðferð sem Chelsea er að nota með því að nota fjölmiðla í stað þess að ræða þetta á milli klúbbana. Þetta er nútíma aðferðin að reyna rugga leikmanninum sjálfum með því að láta fjölmiðla vita að það sé verið að bjóða í leikmanninn. Eftir þetta fjölmiðlafár og svarið frá Mourinho þá ætti bara klúbburinn að gefa það út að Stones sé ekki til sölu.

  Það má ekki gleyma því að við erum búnir að losa okkur við tvo miðverði í sumar (Distin og Alcaraz) og erum því þunnskipapir í miðvararstöðunni nú þegar og því megum við því ekki við því að missa Stones. Við þurfum að mínu mati allavega 1 reyndan miðvörð nú þegar. Ég held að Browning væri flottur sem 4. miðvörður. Hibbert getur leyst miðvarðarstöðu í neyð en hann hefur ekki hæðina.

  Leiðinlegar fréttir með meiðsli Deulofeu, hann er að vísu ekki ennþá kominn á meiðslalistann á evertonsíðunni þó það sé ekki alltaf að marka það (http://www.evertonfc.com/teams/injuries-suspensions).

  Það sem ég myndi vilja sjá núna væri nýr reyndur miðvörður til að vera nr 3. á eftir Jagielka og Stones, svo væri ég til í að sjá einhvern alvöru striker sem getur verið backup eða spilað með Lukaku frammi í vissum leikjum. Við eigum í erfiðleikum að fylla skarð Lukaku þegar hann meiðist. Kone hefur ennþá ekki sýnt neitt og er þolinmæðin gagnvart honum að renna út. Svo er alltaf spurningin með hreinræktaðan vinstri kantmann. Við erum alltaf að spila hægri kanmönnum eða miðjumönnum á vinstri kanti og Pienaar er bæði að renna á aldur og búinn að vera allt of mikið meiddur.

 13. Elvar Örn skrifar:

  Einhverra hluta vegna þá held ég að Aaron Lennon endi hjá okkur áður en gluggin lokar, fyrir svona 6 millur, bara finn það á mér. Okkur vantar samt ennþá miðvörð og sóknarmann, hmm.

 14. Georg skrifar:

  Mjög ángæjulegar fréttir voru að berast í dag. Baines og Oviedo munu bætast í hópinn sem ferðast til Skotlands og spilar leiki gegn Hearts á sunnudag og Dundee á þriðjudag. Þetta er mikill styrkur fyrir liðið að fá þessa tvo menn til baka og mjög mikilvægt að þeir fái smá tíma til að koma sér í stand fyrir komandi leiktíð.

  Kannski fáum við að sjá Baines og Oviedo saman á vinstri vængnum í vetur. Eins og ég kom inn á í síðasta commenti þá taldi ég okkur mögulega þurfa hreinrægtaðan vinstri kantmann, en ef Oviedo helst heill þá getur hann vel orðið fastamaður í þeirri stöðu. Hann er búinn að vera ótrúlega óheppinn með meiðsli og haltarð honum og liðinu mikið vegna þess. Ég vona innilega að Oviedo haldist heill á þessari leiktíð og stimpli sig inn í liðið.

 15. Georg skrifar:

  Svo staðfesti Martinez meiðsli Deulofeu. Hann telur þó að hann eigi raunhæfa möguleika að ná fyrsta leiknum í deildinni gegn Watford og vildi meina að þetta væri ekki það alvarlegt sem er jákvætt. .

 16. Georg skrifar:

  Svo staðfesti Martinez meiðsli Deulofeu. Hann telur þó að hann eigi raunhæfa möguleika að ná fyrsta leiknum í deildinni gegn Watford og vildi meina að þetta væri ekki það alvarlegt sem er jákvætt. .

 17. Elvar Örn skrifar:

  Beines fór í aðgerð í vor á ökkla en hann ku hafa verið að pirra hann seinasta vetur og því ákveðið að hann þyrfti í aðgerð.
  Oviedo braut ristarbein sem jafnan er ekki lengi að jafna sig og yfirleitt eru engir fylgikvillar eftir þau brot sem er mjög gott.
  Vona að þeir fái eitthvað að koma við sögu báðir í þeim leikjum sem eftir eru.
  Spurning hver staðan er á Gibson.

  Everton spilar gegn Hearts og Dundee í skotlandi á sunnudag og síðan strax á þriðjudag og því má gera ráð fyrir að margir leikmenn muni taka þátt í amk öðru hvorum leiknum.

  Seinasti leikur liðsins er síðan gegn Leeds á laugardaginn (um versló) en síðan er tistimonial leikurinn gegn Villareal daginn eftir, þ.e. sunnudaginn 2 ágúst. Spurning hverjir taka þátt í þeim leik.

  Annars er bara 16 dagar í fyrsta leik Everton í deildinni sem verður laugardaginn 8 ágúst heima gegn Watford, verður spennó.

 18. Elvar Örn skrifar:

  Ég væri til í að fá Edin Dzeko til Everton þar sem hann virðist ekki í plönum City. Hann er orðinn 29 ára og með mikla PL reynslu og kom til City á um 29 millur fyrir nokkrum árum.
  Líklega of dýr fyrir okkur og hef reyndar hvergi minnst á þennan möguleika /fyrir Everton) á netmiðlum sem mér þykir nokkuð áhugavert.
  Ég væri til í þennan kappa fyrir um 10 mills, hvað segið þið?

  • Diddi skrifar:

   ég er ekkert yfir mig hrifinn af Dzeko en ég væri alveg til í að fá Jovetic að láni með kaup í huga 🙂

 19. Elvar Örn skrifar:

  Væri líka mjög spennandi að fá Charlie Austin, hann er víst falur á um 15 mills.

 20. Ari G skrifar:

  Lýst best á Charlie Austin héld að Dzeko sé of dýr og vill fá há laun. Everton þarf að kaupa miðherja aldrei að vita ef Stones verður seldur ca 30-35 millur alls ekki minna. Þurfum vængmann og helst stjórnandi miðjumann treysti ekki alveg á Barkley.

 21. Finnur skrifar:

  Uppstillingin fyrir Hearts leikinn er komin:
  http://everton.is/?p=9608
  Athyglisvert að sjá að Martinez ætlar greinilega að spila með tvö framherja í liðinu.

%d bloggers like this: