Af ungliðum og undirbúningstímabili

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn tilkynnti að Conor Grant hefði skrifað í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Everton en í sömu frétt kom fram að fimm aðrir ungliðar hefðu skrifað undir atvinnumannasamning við Everton: Markvörðurinn Mateusz Hewelt, bakvörðurinn James Yates (enskur U17 landsliðsmaður), kantmaðurinn Michael Donohue — sem allir skrifuðu undir tveggja ára samning. Miðvörðurinn James Graham (velskur U19 landsliðsmaður) og bakvörðurinn Antonee Robinson skrifuðu undir árs samning. Þeir bætast svo við Jordan Thorniley og Delial Brewster sem skrifuðu undir atvinnumannasamning á dögunum.

Í framhaldi af þessu má geta að Peter Cavanagh, 33ja ára leikmaður Southport, hefur, skv. frétt BBC, lagt skóna á hilluna og tekið við þjálfunarstarfi í akademíu Everton.

Leikjauppröðunin fyrir undirbúningstímabilið er ljós en fyrsti leikurinn er 11. júlí á móti Swindon Town. Stuttu síðar fer Everton til Singapúr til að taka þátt í fjögurra liða bikarkeppni ásamt Arsenal, Stoke og Úrvalsliði Singapúr. Liðið heldur svo til Skotlands í lok júlí og leikur þar við Hearts og Dundee, og svo við Leeds í byrjun ágúst en daginn eftir er leikur við Villarreal sem er jafnframt svokallaður testimonial (góðgerðar-)leikur fyrir Duncan Ferguson (sjá skemmtilegt vídeó af nokkrum af mörkum hans). Hér að neðan má sjá tímasetningarnar fyrir undirbúningstímabilið.

Swindon Town vs Everton — laugardagur 11 júlí, kl. 14:00.
Everton vs Stoke City — miðvikudagur 15 júlí, kl. 10:00.
Everton vs Arsenal eða Singapore úrval XI — laugardagur 18 júlí, (tími auglýstur síðar).
Hearts vs Everton — sunnudagur 26 júlí, kl. 14:00.
Dundee vs Everton — þriðjudagur 28 júlí kl. 18:30.
Leeds United vs Everton — laugardagur 1 ágúst, kl. 14:00.
Everton vs Villarreal — sunnudagur 2 ágúst, kl. 14:00.

Fyrsti leikurinn í ensku hefst 8. ágúst en við getum tekið forskot á sæluna því hægt verður að horfa á nær alla leikina í tölvunni og býður klúbburinn upp á 6 leikja pakka til sölu á £17.99 en einnig er hægt að kaupa einstaka leiki (Singapúr bikarleikirnir eru seldir á £1.99 stykkið en hinir fjórir á £3.99 stykkið).

Eins og sjá má hér að ofan eru þetta þó sjö leikir en aðeins er til sölu 6 leikja pakki því síðasti leikurinn (gegn Villarreal) stendur okkur líklega ekki til boða, enda um testimonial leik að ræða. Hinir leikirnir verða allir í beinni útsendingu, fyrir utan leikina tvo í Singapúr (Stoke og Arsenal/Singapúr XI) en hægt er að horfa á þá fjórum klukkutímum eftir að flautað hefur verið til leiks, í samræmi við reglur þeirrar bikarkeppni.

Comments are closed.

%d bloggers like this: