Af leikmannamálum

Mynd: Everton FC.

Elvar sendi inn eftirfarandi hugleiðingar sem súmmera ágætlega upp fréttir af leikmannamálum undanfarið. Gefum honum orðið:

Talið er 95% öruggt að Tom Cleverley sé á leiðinni til Everton en Sky Sports sögðu að hann væri í læknisskoðun á Finch Farm þannig að það mun væntanlega verða kynnt innan örfárra daga. Sé ekkert að því að fá hann á free transfer. Gareth Barry er orðinn of gamall, Besic er alveg óskrifað blað í Úrvalsdeildinni og Barkley átti skelfilegt tímabil. Auk þess hefur Gibson verið mikið meiddur. McCarthy verið mjög góður en missti út hluta af tímabilinu vegna meiðsla. Já og Osman verður náttúrulega ekkert yngri.

Cleverley er með mikla reynslu og hefur verið vel æfður hjá Man Utd geri ég ráð fyrir. Ég mun amk gefa honum séns.

Fréttir herma einnig að Aaron Lennon, sem var á láni frá Tottenham frá áramótum, hafi tjáð Tottenham að hann vilji bara fara til Everton, punktur. Gæti lækkað verðið á honum og aukið líkurnar á að Everton kaupi kappann.

Nokkuð sterkur orðrómur um að Deulofeu vilji koma aftur til Everton og að Barcelona sé tilbúið að láta hann fara. Ekki viss að þetta sé líklegt en væri gaman að fá kappann aftur í Everton.

Þetta verður forvitnilegt sumar hvað varðar leikmannakaup hjá Everton.

Takk fyrir þær hugleiðingar, Elvar. Og í lokin er rétt að geta þess að PhysioRoom tóku saman lista yfir meiðsli liða á síðasta tímabili og þar staðfestist að meiðsli voru óvenju áberandi hjá Everton sem endaði í öðru sæti yfir fjölda einstakra meiðsla (37 – aðeins United hærri með 39) og þriðja sæti yfir fjölda daga sem leikmenn voru frá (1423 dagar – og aðeins Arsenal og Newcastle með fleiri meiðsladaga).

Meiðsli eru alltaf svolítið tilviljanakennd og það er vonandi að þau verði minna áberandi á næsta tímabili.

2 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Vel skrifað, hehe.
    Já og enn og aftur erum við góðir að lesa í áreiðanleika miðlana.
    Þetta er nú staðfest officially á Everton FC síðunni.
    http://www.evertonfc.com/news/2015/06/05/everton-to-sign-cleverley

%d bloggers like this: