Grillveisla í Guðmundarlundi

Myndir: FBÞ

Everton klúbburinn á Íslandi fagnaði því að 20 ár eru liðin frá stofnun og hélt af því tilefni upp á tímamótin með grillveislu í Guðmundarlundi, Kópavogi, þann 16. maí. Spáð var algjörlega afleitu veðri þessa helgi en sú spá reyndist ekki rétt því við fengum afbragðs vorveður og grillveislan var í alla staði vel heppnuð.

Klúbburinn sendi jafnframt frá sér fréttatilkynningu á afmælisdeginum sem birtist ekki bara á 433.is og fotbolti.net heldur einnig á baksíðu Morgunblaðins, eins og sjá má á þessu PDF skjali, þar sem tekið var viðtal við bæði ritara, Finn Breka, og stofnanda klúbbsins, Albert Gunnlaugsson.

Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá atburðinum (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu).

IMG_4006

Þorri og frú ásamt syni Hauks.

IMG_4010

Fjör við grillið

IMG_4011

„Já… er þetta hjá Luftguitar Pizzum? Mig langar að panta eina með öllum
áleggjunum sem þið eigið — fyrir utan ímynduðu ansjósurnar, það vill enginn borða þær…“

IMG_4013

Mönnum leiddist sko ekkert…

IMG_4017

Mæðgurnar sætar saman.

IMG_4019

Ari mættur á svæðið…

IMG_4029

Fagnaðarfundir…

IMG_4023

Ekki leiðinlegt…

IMG_4030

Eyþór og Halli öflugir við grillið.

IMG_4033

Baldvin og Trausti.

IMG_4034

Ari, Gordon og Halli.

IMG_4037

Litli kútur hans Einars Gunnars.

IMG_4041

Albert og barnabarnið, Albert.

IMG_4045

Emma Ósk að leika sér
með plasthanska.

IMG_4047

Mæðginin.

IMG_4049

Hjónakornin…

IMG_4050

Ennþá verið að afgreiða mat við grillið…

IMG_4056

Kona Hauks.

IMG_4057

Dóttir Alberts ásamt maka.

IMG_4063

Trausti á góðri stundu.

IMG_4108

Brugðið á leik eftir mat.

IMG_4121

„Litli landkönnuðurinn“, eins og Ari kallaði hana,
lét sig ítrekað hverfa og pabbinn þurfti að sækja.

IMG_4129

Ef grannt er hlustað má heyra fagnaðarlæti af Goodison Park…

IMG_4146

„Litli landkönnuðurinn“

IMG_4148

Einhverjir fleiri með borgara?

IMG_4150

Annar landkönnuður…

IMG_4153

Bjarki Freyr sáttur við sinn Svala eftir mat.

IMG_4154

Anna Sólrún.

IMG_4156

Baldvin.

IMG_4161

Hópmynd í lokin (mögulegt að einhvern vanti).

Everton klúbburinn á Íslandi þakkar öllum sem mættu til að fagna þessum tímamótum með okkur og vonumst við til að sjá ykkur sem flest á næsta merkisáfanga — og helst fyrr.

4 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Skemmtilegur dagur og fràbært myndir Finnur

  2. Klara skrifar:

    Flottar myndir 🙂

  3. Halldór Sig skrifar:

    Takk fyrir stórbrotna mynd af mér að panta pizzu hahaha

%d bloggers like this: