Everton vs. Tottenham

Mynd: Everton FC.

Á sunnudaginn kl. 14:00 mætast Everton og Tottenham á Goodison Park en þetta verður sérstakur leikur fyrir nokkurra hluta sakir því ekki aðeins er þetta síðasti leikur tímabilsins heldur verður Everton klúbburinn íslenski með frítt föruneyti á pöllunum að styðja okkar menn og leikmenn koma til með að sýna nýju treyjurnar sem leikið verður í á næsta tímabili. Stigin skipta kannski ekki öllu máli en sigur myndi þó vera kærkominn endir á ansi brokkgengu tímabili og tryggja að Everton ljúki tímabilinu í efri hluta Úrvalsdeildar. Ég ætla annars að reyna að hafa þetta stutt og hraðsoðið í þetta skiptið þar sem ég þarf að fara að pakka fyrir ferðina! 🙂

Ljóst er að Lennon verður ekki með þar sem hann er í láni frá Tottenham. Baines er jafnframt frá og líklegt að Oviedo, Pienaar, Gibson og Hibbert verða allir frá vegna meiðsla. Uppstillingin því mögulega þannig: Howard, Garbutt/Galloway, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, McGeady, Barkley, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að árshátíð Everton félagsins ytra lauk á dögunum og helstu afrek tímabilsins voru þar verðlaunuð. Það er skemmst að segja frá því að Phil Jagielka tryggði sér þrennuna en hann var valinn leikmaður ársins að mati bæði klúbbsins og leikmanna og átti jafnframt mark ársins en eins og við munum vel átti hann algjöran þrumufleyg upp í samskeytin af löngu færi í útileik við Liverpool — sem tryggði Everton stig á lokasekúndunum í derby leik og sló þögn á Kop stúkuna sem höfðu príma útsýni á boltann syngja í netinu.

John Stones var jafnframt valinn ungliði ársins sem og leikmaður ársins að mati stuðningsmanna, Brendan Galloway er leikmaður ársins úr U21 árs liðinu og Harry Charsley er leikmaður ársins úr U18 ára liðinu. Og Duncan Ferguson fékk Blueblood viðurkenninguna frá stjórnarmanni.

Af öðrum ungliðum er það að frétta að Everton U18 liðið þurfti að vinna síðasta leikinn á tímabilinu til að verja Englandsmeistaratitil sinn en töpuðu naumlega (1-0) á útivelli fyrir Man City U18. Vel gert engu að síður og framtíðin björt, sem áður. Af Everton U21 liðinu er það að frétta að þeir kláruðu sitt tímabil með 3-1 sigri á Tottenham U21. Mörk Everton skoruðu Jonjoe Kenny, Chris Long og Sam Byrne.

En, Tottenham eru næstir á sunnudaginn og leikurinn sýndur í beinni á Ölveri, fyrir þau ykkar sem ekki komust með. Muna að mæta tímanlega!

11 Athugasemdir

 1. Ari G skrifar:

  Alveg sáttur með að Phil Jagielka sé valinn besti leikmaður Everton þetta tímabilið. Hann hefur verið kletturinn í vörn Everton síðustu ár þótt hann hafi dalað aðeins í vetur. Stones er stórkostlegur leikmaður ein bestu leikmannakaup Everton síðustu ár ásamt Coleman þótt Coleman hafi ekki sýnt sitt besta þetta timabil. Gaman væri að sjá Gylfa spila með Everton mundi henta mjög leikstíl Everton og búa marktækifæri fyrir Lukaku.

 2. Ari G skrifar:

  Hvað finnst mönnum hér ef Everton mundi selja Baines höfum fullt af ungum leikmönnum í hans stöðu og kaupa Gylfa þurfum meiri fjölbreytni í sóknarleiknum og við höfum fullt af frábærum leikmönnum í stöðu Baines ekki betra ef við missum þá ungu til annarra liða. Baines er góður leikmaður en hann hefur dalað og núna er rétti tíminn að selja hann Everton vantar peninga til að kaupa alvöru leikmenn.

 3. Diddi skrifar:

  ég er alveg sammála þér Ari G að núna er rétti tíminn fyrir kynslóðaskipti í vinstri bak. Fáum fínan pening fyrir Baines og hann er ekkert að batna eftir þetta. Líka hroðalegt að missa Garbutt til nágranna okkar handan við garðinn. Nei það verður að fórna til að feta framávið.

 4. Elvar Örn skrifar:

  Er algerlega ósammála ykkur félagar. Baines er bara 30 ára og gæti hæglega átt 2-5 frábær ár eftir. Baines er án efa einn besti ef ekki besti vinstri bakvörður í deildinni.

  Distin er að fara, Alcaraz er að fara og hvað varðar vinstri bak þá eru góðar líkur á að Garbutt sé að fara og því galið að selja Baines. Oviedo er klárlega backup í þessa stöðu en hann hefur líka reynst vel fyrir framan Baines og því miður verið agalega mikið meiddur enda fótbrotnaði hann illa í fyrra.
  Þurfum klárlega klassa miðvörð til að létta undir Jagielka og Stones.

  Fyrir mér má Kone fara (hann er t.d. árinu eldri 31 en Baines og er í meira krefjandi stöðu).

  Fyrir mér má Steven Pienaar fara en hann er 33 ára, 3 árum eldri en Baines.

  Fyrir mér má Gareth Barry fara en hann er 34 ára, 4 árum eldri en Baines.

  Christina Atsu sem kom á láni var skelfilegur og við gætum fengið eitthvað mikið betra í staðin líkt og við gerðum með Deulofeu á seinustu leiktíð, gætum t.d. keypt Aaron Lennon sem hefur komið frábærlega út.

  Vil allan daginn halda öftustu línunni, Coleman (einn sá besti í hægri bak), jagielka (einn sá besti í miðverði), stones (efnilegasti miðvörður englands), Baines (einn allra besti vinstri bak í deildinni). Vil bara ekki hrófla við þessari línu, tel það alveg galið.

  Miðjan þarf endurskoðun og alveg spurning fyrir utan Barry hvort Besic sé nægilega góður, vil gefa honum ár í séns en hann hefur valdið mér vonbrigðum. Það á reyndar einnig við um Barkley en var þetta ekki bara second season syndrom sem hann var að glíma við?

  Nýjan framherja í staðinn fyrir Kone einnig.

  Nýr miðvörður, nýr miðjumaður, kaupa Lennon, nýjan sóknarmann, halda í alla (must að missa ekki Mirallas t.d.), en Distin,Aclaraz,Pienaar, Hibbert og Barry mega fara.

  Seinasta ár Osman líklega framundan, hann spilar mikið minna en á fína spretti inná milli.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Margir vilja McGeady burt og einnig Gibbson en ég tel þá báða eiga skilið séns á næstu leiktíð. McGeady á það til að eiga magnaðar úrslitasendingar og getur meira en hann hefur sýnt. Gibbson mikið meiddur en þegar hann hefur komið í liðið hefur áferðin á spilinu og yfirvegun orðið meiri. Fá næsta season í séns frá mér amk.

 6. Finnur skrifar:

  Vel mælt, Elvar.

 7. halli skrifar:

  Góða skemmtun ì Liverpool og þið verðið okkur til sòma à Goodison à morgun öskri ùr ykkur lungun til hvatningar á liđiđ okkar.

  Èg ætla að skjóta á 2-1 sigur þar sem Belgarnir okkar skora sitt hvort markið.

  Kveđja góð til ykkar allra þarna ùti

 8. Ari G skrifar:

  Þegar ég átti við að selja Baines þá mundi Everton kaupa annan í staðinn. Af hverju er Garbutt að fara því hann fær ekki að spila með Everton það er ástæðan héld ég. Menn geta ekki haldið öllum ef liðið þarf meiri breytt þarf að fórna einhverju. Alveg sammála Elvari með að losa við þá eldri sem eru ekki nógu góðir. Hef mikla trú á Besic ef hann fær fleiri tækifæri framtíðarmaður. Hissa að enginn talar um að reyna að kaupa Gylfa. Ef Baines fer þarf annan sem getur tekið aukaspyrnur í hans gæðaflokki Gylfi uppfyllir þau. Mirallas er eini alvöru vængmaður Everton í dag. Hinir heilla mig ekki Lennon er ok ef hann fæst ódýrt. Væri til að fá Ragnar í miðvörðinn með Jagielka og Stones.

 9. Diddi skrifar:

  ég var líka að meina að ef Baines verður áfram þá eru yfirgnæfandi líkur á að mjög efnilegur (góður) ungur bakvörður fari frá okkur. Á einhverjum tímapunkti verður að taka ákvarðanir fyrir liðið og ég tel að þetta sé einn af ideal tímapunktum. Selja Baines en aðeins ef það gerir að verkum að Garbutt verði áfram 🙂

 10. Elvar Örn skrifar:

  Baines var með 9 stoðsendingar á tímabilinu, just saying.

  Leighton Baines, takes the left-back spot. The 30-year-old made the most assists (9) and the most key passes of any defender (61). He was also the third most fouled defender, drawing 49 in total.

  Sjá þessa grein hér:
  http://www.evertonpodcast.com/2015/05/28/two-blues-in-best-team-of-the-season-statistically-speaking/?

 11. Diddi skrifar:

  Baines var nefnilega að spila í vetur en Garbutt ekki 🙂

%d bloggers like this: