Greiðslukeppni – niðurstaða

Mynd: Everton FC.

Dregið hefur verið í greiðslukeppni Everton klúbbsins en eins og tilkynnt var voru allir félagsmenn sem greiddu árgjöldin innan lokafrests (sem gefinn var) með í pottinum — en stjórnarmeðlimir (og fjölskyldur þeirra) þó undanskilin.

Sigurvegari keppninnar þetta árið er Erlendur Guðbjörnsson en að launum fyrir að styðja klúbbinn og borga árgjaldið á réttum tíma fær hann DVD disk með sögu og mörkum einnar mestu kempu Everton í Úrvalsdeildinni, Tim Cahill.

Við óskum Erlendi hjartanlega til hamingju með þetta og þökkum félagsmönnum öllum fyrir stuðninginn! DVD diskurinn mun berast inn um lúguna hjá Erlendi á næstu dögum.

3 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Flott framtak hjá ykkur,til hamingju Erlendur.

  2. þorri skrifar:

    þetta er æðislegt og flott framtak hjá ykkur stjórnarmönum þið eruð allir með tölu flottir.ÁFRAM EVERTON

%d bloggers like this: