Örfáir miðar eftir!

Mynd: Everton FC.

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að við höfum náð að tryggja okkur örfá sæti í viðbót til að sjá Everton mæta Tottenham á Goodison Park eftir um mánuð. Viðtökurnar hafa verið góðar og var upphaflegur miðafjöldi alveg við það að seljast upp þegar við náðum að tryggja okkur fjóra auka miða til að koma í veg fyrir að seldist upp. Þið hafið því enn nokkra daga til að tryggja ykkur miða og rétt að vekja athygli á því að einn ferðalangur er eins og er stakur og því mögulega hægt að deila kostnaði við gistingu.

Fresturinn til að panta hefur jafnframt verið framlengdur til loka þessarar viku — þeas. í síðsta lagi föstudaginn 24. apríl, nema miðarnir klárist fyrir þann tíma.

Allar nánari upplýsingar eru að finna hér.

Comments are closed.

%d bloggers like this: