Íslendingaferð Everton – Tottenham 24. maí 2015

Uppfært 30. apríl: Frestur til að skrá sig í ferðina er liðinn.

Everton klúbburinn á Íslandi stendur fyrir Íslendingaferð á Goodison Park eftir rétt rúman mánuð og þér gefst nú tækifæri á að upplifa frábæra ferð með okkur! Klúbburinn hefur staðið fyrir þó nokkrum ferðum í gegnum árin og alltaf hefur þetta reynst frábær skemmtun! Þessi ferð verður pottþétt ekki síðri en nú er ætlunin að horfa á leik Everton gegn Tottenham þann 24. maí sem er lokaleikur tímabilsins. Það er alltaf svolítið sérstök stemming á þeim leik þar sem hefð er fyrir því að liðsmenn og stjórinn taki hring um völlinn eftir leik með krökkunum sínum og þakki fyrir stuðninginn á tímabilinu.

Naismith eftir síðasta heimaleikinn 2013/14

ATHUGIÐ:

– Það er mjög svo takmarkað sætaframboð í flugferðina og aðeins örfá sæti laus. Fyrstir koma, fyrstir fá.
– Gera má ráð fyrir svipaðri klúbbferð og undanfarin ár — að því undanskildu að gisting er ekki innifalin í þetta skiptið.
– Mánudagurinn er annar í hvítasunnu þannig að við fáum fjögurra daga skemmtihelgi í Englandi fyrir aðeins einn frídag frá vinnu (föstudag).
– Ef einhver er búsett(ur) erlendis og vill skipuleggja sína ferð til Liverpool algjörlega sjálf(ur) þá tökum við að okkur að útvega miða á völlinn með hópnum. Hafið endilega samband ef þið viljið nýta ykkur það.

Goodison Park undir nýju flóðljósunum

Smáatriðin varðandi ferðina eru eftirfarandi:

Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út föstudaginn 22. maí kl. 7:40 og heim aftur þann 25. maí kl. 13:30 (mánudagur).

Gisting: Engin gisting er innifalin í verði. Fararstjórar eru tveir: Eyþór sem bókaði á Staybridge Suites og Finnur á gamla góða Jury’s Inn sem er næsta hús við hliðina á Staybridge (Jury’s er dýrara en bauð upp á þriggja manna herbergi sem þurfti í því tilfelli). Annar kostur rétt hjá er Holiday Inn Express en hægt er að sjá þessi hótel sem og nokkra aðra kosti á þessari yfirlitsmynd. Algengt verð í tvíbýli fyrir annan gestinn er 12-15þ krónur nóttin, en fer að sjálfsögðu eftir því hvar er pantað.

Leikdagur: Sunnudagur 24. maí kl. 15:00 (að breskum tíma).

Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 60.000 kr. en innifalið í því er beint flug til Manchester og til baka — og miði á Everton leikinn. ATH: þið þurfið sjálf að bóka gistingu.

Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is og þarf að bóka strax og ganga svo frá gistingu á netinu.

Skráningarfrestur: Skráningu lýkur um leið og sætin klárast en eigi síðar en 24. apríl. Rétt að ítreka aftur að það er takmarkað sætaframboð í þessa ferð þannig að ekki bíða með að panta. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.

Svo má að sjálfsögðu einnig hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.

Við viljum endilega sjá sem allra flest ykkar með í för þannig að ekki hika við að skrá ykkur. Uppfært 30. apríl: Skráningarfrestur er liðinn.

P1090207

6 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ég er búinn að leggja inn á Vita fyrir mig og mína en ég ætla nefnilega að fara með tvo af mínum krökkum (7 ára og 11 ára) sem bæði halda með Everton og hafa aldrei komið á völlinn.

  Eyþór er líka búinn að borga fyrir sig og sinn ferðafélaga.

  Væri gaman ef þið létuð í ykkur heyra hér ef þið eruð að spá í að koma með eða búin að millifæra.

 2. Finnur skrifar:

  Rétt að ítreka að ef einhver er ekki með herbergisfélaga en er að hugsa um að fara með þá erum við allir af vilja gerðir að hjálpa til við að finna einhvern til að deila kostnaði við gistingu.

 3. Finnur skrifar:

  Ef einhver stakur er að hugsa um að koma með okkur þá er akkúrat rétti tíminn núna til að láta í sér heyra því það var að opnast möguleikinn á að grípa ónýtt pláss í tveggja manna herbergi og helminga kostnað á gistingu. 🙂

 4. Diddi skrifar:

  djöfull vildi ég að þessi aumingjans maður myndi bara hugsa um liðið en ekki alltaf um sjálfan sig. Óþolandi hugsunarháttur 🙂 Að mínu mati skiptir engu fyrir Everton hvort hann skorar 11 eða 15 mörk á tímabili svo fremi sem liðið vinnur leikina sína. Hann ætti frekar að hugsa um að bæta stoðsendingarecordið sitt 🙂

  • Diddi skrifar:

   þetta átti að fylgja með :)http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-forward-kevin-mirallas-sets-9068785?

 5. ólafur már skrifar:

  hreinn skandall að komast ekki í ferðina með ykkur ég verð búinn í skólanum og rétt byrjaður að vinna þegar að þið farið út en þið skemmtið ykkur fyrir mig og drekkið nokkra kalda líka áfram bláir

%d bloggers like this: