Árshátíð – allra síðasti séns að skrá sig

Mynd: FBÞ.

Við minnum á að í dag, 5. mars, er síðasti séns til að skrá sig á árshátíð Everton á Íslandi, sem haldin verður á Akureyri þann 14. mars. Enda ekki seinna vænna því það styttist í þetta — aðeins 9 dagar í veisluna. Þetta verður fjölmennasta árshátíðin líklega frá stofnun klúbbsins þannig að ekki missa af þessu!

Athugið að skráningarfrestur fyrir gistingu rann út í gær (4. mars) en það lítur út fyrir að við séum með einn stakan í herbergi þannig að það er smá möguleiki að pláss sé fyrir einn í viðbót í gistingu svo við getum fullnýtt plássið. Hafið samband á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com ef þið hafið áhuga á að skoða það.

Til að skrá sig þarf að leggja inn 6500 per gest inn á reikning félagsins (331-26-124, kennitala: 5110120660) eigi síðar en í dag (5. mars).

Allar nánari upplýsingar um árshátíðina, svo sem matseðil og dagskrá er að finna hér. Koma svo!

16 Athugasemdir

 1. Georg skrifar:

  Ég er búinn að greiða. Hlakka til að sjá ykkur

 2. Elvar Örn skrifar:

  Ég er búinn að greiða. Hlakka til að sjá ykkur

 3. Halli Gísla segir skrifar:

  Ég bættist við gekk frá þessu áðan. Hlakka til að sjá ykkur félagar

 4. albert gunnlaugsson skrifar:

  Búinn að borga, en verð einn! Kærastan er að vinna þessa helgi!
  Sjáumst

 5. Elvar Örn skrifar:

  Hvað eru margir skráðir eins og staðan er núna?

 6. Finnur skrifar:

  Fáum endalega tölu frá gjaldkera í fyrramálið, geri ég ráð fyrir.

 7. Albert s skrifar:

  Eg verð erlendis á vegum vinnunar helvítis fokking fokk

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég verð að segja pass (Sideshow Bob yrði nú ánægður með það), á ekki heimangengt. Segi bara góða skemmtun.

 9. Gestur skrifar:

  Ég kemst ekki en segi góða skemmtun. Reyni að komast næst og kynnast ykkur, það væri miklu skemmtilegra að þekkja ykkur.

 10. Finnur skrifar:

  Já, leiðinlegt að heyra (Albert S, Ingvar og Gestur). Það hefði verið gaman að hitta á ykkur, en þetta er ekki síðasti séns. 🙂

 11. Diddi skrifar:

  ég sé ekki Gunnþór vin minn á gestalistanum?????? Ætlar þú kannski að vera leynigestur ????

  • Finnur skrifar:

   Gunnþór þurfti að afboðað sig á síðustu stundu, því miður. En til öryggis myndi ég halda mig í hæfilegri fjarlægð frá öllum stórum kökum, sérsaklega í miðju salar.

 12. þorri skrifar:

  því miður kemst ég ekki. Annars hefði ég komið. Er viss um að það verði mjög gaman að hitta þá þarna fyrir norðan. Og segjum hverjir eru bestir?! Góða skemmtun félagar!

 13. Gunnþór skrifar:

  Diddi minn ég kem,var á leið til london óvænt í nokkra klukkutíma þannig að ég afboðaði mig en tók svo snarpa u beygju og ákvað að taka árshátíðinna fram yfir.

 14. þorri skrifar:

  Ég veit það að þið eigið eftir að skemmta ykkur þarna fyrir norðan á Akureyri.Og ég treisti ykkur til að hugsa hlítt til okkar manna þrátt fyrir brosótt gengi.Og áfram EVERTON þeir eru flottir og bestir.

%d bloggers like this: