Stoke vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Áður en við fjöllum um Stoke leikinn er rétt að minna á lokafrest sem rennur út í dag til að skrá sig í gistingu fyrir árshátíð Everton á Íslandi og lokafrest á að skrá sig í sjálfa árshátíðina sem rennur út á fimmtudaginn. Ekki missa af því! Allar nánari upplýsingar er að finna hér. En þá að leiknum:

Everton mætir Stoke á Brittania Stadium vellinum annað kvöld klukkan 19:45. Þeir eru á góðri siglingu í deild, en í síðustu 6 leikjum hafa þeir aðeins tapað einum (gegn City) og unnið fjóra. Þess má geta að City tapleikurinn þeirra var jafnframt eini tapleikur þeirra á árinu á heimavelli.

Útileikjaform Everton er afleitt þessa dagana: Einn sigur frá byrjun nóvember í 10 tilraunum en á móti kemur reyndar að prógrammið var líka afar erfitt því á þeim tíma var liðið að spila við Chelsea, City, Arsenal, Southampton og Tottenham (fimm af sjö efstu liðunum í deildinni).

Það eru 11 leikir til loka tímabils og lítið annað eftir en að tryggja sér 40 stig til að deildin sé frá og leikmenn geti einbeitt sér að Europa League. Fjórir sigurleikir af þeim 11 leikjum sem eftir eru nægja til þess.

Baines er líklegur til að missa af leiknum við Stoke, líkt og þeim síðasta og Martinez var sagður hafa úr sama hóp að velja sem þýðir að McGeady, Pienaar, Hibbert og Oviedo eru allir frá (meiddir) og Atsu veikur. Líkleg uppstilling: Howard, Garbutt, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Mirallas, Naismith, Lukaku.

Hjá Stoke er fyrirliðinn, Ryan Shawcross, meiddur sem og Marc Muniesa, Peter Odemwingie, Stephen Ireland og sóknarmaðurinn Bojan.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 liðið missti af tækifæri til að jafna stigafjölda liðanna á toppi deildar þegar þeir töpuðu 4-0 fyrir Tottenham U21 á útivelli. Einnig töpuðu Everton U18 3-1 á útivelli gegn Stoke U18 en mark Everton skoraði Calum Dyson.

Í lokin má geta þess að hinn 17 ára miðjumaður Liam Walsh gerði atvinnumannasamning við Everton á dögunum en hann hefur verið í akademíunni frá 5 ára aldri og á þessu tímabili leikið með bæði U18 og U21 árs liðunum.

Leikurinn er í beinni á Ölveri. Ykkar spá?

12 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  ég vil fá 4 4 2 uppstillingu með Robles; Coleman,Stones,Jag,Baines(Garbutt); Lennon,Besic,McCarthy,Mirallas; Kone,Lukaku. Sýna að við höfum pung. 0-3 með þessu liði 🙂

 2. Gestur skrifar:

  af hverju setjum við ekki upp 3 4 3 Howard Alkaraz Jakielka Stones , Coleman McCarty Besic Gardutt, Mirallas Lukaku Naismith

 3. Diddi skrifar:

  Chris Long er á láni frá okkur hjá Brentford og skoraði tvö í kvöld (stubbur 169cm á hæð) 20 ára. Conor McAleny skoraði líka fyrir Cardiff þar sem hann er í láni, hann er 22 ára þannig að við eigum fullt af góðum strákum 🙂

 4. Ari G skrifar:

  SPÁI 2:1 fyrir Everton Lukaku og Barkley með mörkin. Vill skipta um markvörð, vörn Stones, Jagielka, Garbutt og Browning. Miðja MaCarthy, Besic, Naismith, Atsu og Mirallas og Lukaku fremstur svona vill ég hafa liðið ef Baines er meiddur. Svo má setja Barkley inná í seinni hálfleik Ovieto og Kone. Vill ekki sjá Lennon er ekki hrifinn af honum.

  • Diddi skrifar:

   Atsu er sagður óleikfær ennþá vegna flensu 🙂 en þetta er fín uppstilling. Það eru fullt af möguleikum fyrir þennan frábæra framkvæmdastjóra sem við höfum. Vonandi velur hann rétt 🙂 Þú verður orðinn hrifinn af Lennon kl. hálftíu í kvöld 🙂

 5. Gestur skrifar:

  Þar sem Stoke er 11 stigum á undan Everton, hafa skorað 2 mörkum minna og fengið á sig 3 mörkum færra , markatala heima 17-17 , spái ég 1-1.

 6. Finnur skrifar:

  Vil mjög gjarnan sjá sigur en ég spái því sama og Gestur: 1-1 jafntefli á erfiðum útivelli.

  Þetta verður drama leikur — Stoke menn skora líklega fyrst en svo loksins sér dómarinn górillugrip varnarmanna Stoke inni í teig og dæmir víti. Mirallas klikkar ekki í þetta skiptið. 1-1.

  Tökum í staðinn sigurleik í deild á Newcastle, á árshátíðarhelginni! 🙂

 7. Halli skrifar:

  Ég spái að það sé komið að því að vinna útileik í deild 0-2 öruggur sigur nei heyrðu Howard er í búrinu 1-2 Coleman og Naismith eru á markalistanum í kvöld

 8. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin:
  http://everton.is/?p=8996

 9. þorri skrifar:

  sælir félagar við verðum nú að fara taka stígin 2. ég legg ekki út í þessu veðri. Vonandi skemmti þið ykkur í ölveri í kvöld.Við stöndum saman sem sannir Everton menn. Seigum svo allir sem einn ÁFRAM EVERTON koma svo.

%d bloggers like this: