Árshátíð Everton á Íslandi – lokafrestur

Mynd: Everton FC.

Dagskráin fyrir árshátíð Everton á Íslandi, sem haldin verður á Akureyri þann 14. mars, liggur nú fyrir og rétt að minna þau ykkar sem þurfa gistingu á að lokafrestur til að skrá sig í gistingu er runninn út er í dag en eftir það er ekki hægt að tryggja ykkur herbergi. Skráningu í sjálfa árshátíðina þarf svo að vera lokið á fimmtudaginn í dag en þá þarf stjórnin að vita endanlegan fjölda til að ganga frá bókun á veislumat.

Dagskrá

Fös 13.03. kl. 22:00 – Keilukvöld í Keiluhöllinni við Drottningarbraut (Kaffi Jónsson).
Lau 14.03. kl. 17:00 – Heimsókn í Víking bruggverksmiðjuna við Hjalteyrargötu (við hliðina á Hagkaup).
Lau 14.03. kl. 20:00 – Árshátíðarmatur í veislusal á Strandgötu (á móti Pollinum).
Sun 15.03. kl. 14:00 – Krakkakeila í Keiluhöllinni við Drottningarbraut — muna að mæta í bláu!
Sun 15.03. kl. 16:00 – Horfum saman á Everton – Newcastle í Keiluhöllinni eftir keiluna. Mæta í bláu!

Veislan

Árshátíðin verður haldin á Strandgötu, Akureyri, í veislusalnum til móts við Pollinn. Salurinn rúmar 70 manns og boðið verður upp á steikarhlaðborð sem meðal annars inniheldur ofnbakað lambalæri, kalkúnabringu og viðeigandi meðlæti. Í eftirrétt verður boðið upp á súkkulaðitertu með rjóma.

Athugið að enginn bar verður á staðnum en árshátíðargestum er frjálst að mæta með áfenga drykki að eigin vali.

Árshátíðarmiðinn kostar 6500 krónur per gest.

Gisting

Stjórnin leitaði tilboða í gistingu og fékk inni á Icelandair hótelinu, á Þingvallastræti 23 (við sundlaug Akureyrar).

Þar er boðið upp á tveggja manna herbergi með morgunmat á 15.000 (7500 kr. mann) og greiðir hver og einn á staðnum við brottför.

Þess má geta að hótelið er með Happy Hour á milli 16-18 á föstudeginum og 16-19 á laugardeginum.

Ef stakir í herbergi óska þess getur stjórn verið innan handa með að reyna að finna herbergisfélaga til að deila kostnaði. Endilega hafið samband: everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com. Það væri frábært ef fólk af suðvesturhorninu, sem og annars staðar af landinu, gæti séð sér fært að mæta og fagna með okkur.

Skráning

Gisting: Smellið hér til að skrá ykkur í gistingu. Og athugið að síðasti séns er í dag til að tryggja herbergi!

Árshátíð: Þið getið staðfest skráningu á árshátíð með því að millifæra 6.500 krónur (per gest) inn á reikning félagsins (331-26-124, kennitala: 5110120660). Síðasti séns til að skrá sig á sjálfa árshátíðina er svo í dag á fimmtudaginn!

8 Athugasemdir

  1. Hallur skrifar:

    Sælar stelpur ég lagði inn á ykkur fyrir árshátíðinni áðan sjáumst gríðarlega hressir
    Hallur

  2. Diddi skrifar:

    hæ stelpur, búinn að leggja 13000 inná fyrir mig og mína spúsu 🙂

  3. Elvar Örn skrifar:

    Munið að á fimmtudeginum er fyrri leikur liðsins gegn Dynamo Kiev í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar (fyrir þá allra hörðustu).
    Hlakka til að taka hitta ykkur „stelpur“.

  4. Baldur J,. skrifar:

    búinn að greiða minn miða 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Ég er búinn að því líka. Klikka ekki á svona tækifæri. 🙂

  6. Halli skrifar:

    Ég var búinn að borga og ég veit að Ofur-Baddi er líka búinn að borga

  7. Tryggvi Gunnarsson skrifar:

    Allt klárt hjá mér .búinn að borga … hlakka til að sjá ykkur.

  8. Halli Gísla segir skrifar:

    Ég líka búinn. Hlakka mikið til 🙂