Everton – Young Boys 3-1

Mynd: Everton FC.

Everton liðið afgreiddi FC Young Boys í kvöld í Europa League með sannfærandi 3-1 sigri (7-2 samanlagt) en fyrir utan smá skrekk í upphafi var þetta aldrei í hættu.

Uppstillingin: Howard, Garbutt, Alcaraz, Jagielka, Coleman, Gibson, Barry, McCarthy, Mirallas, Naismith, Lukaku. Bekkurinn: Joel, Baines, Kone, Besic, Osman, Barkley, Browning.

Leikurinn fór rólega af stað og ekkert að gerast fyrstu 10 mínúturnar, rúmlega, sem hentaði Everton mjög vel, enda með þriggja marka forskot úr fyrri leiknum.

Young Boys settu góða pressu á Everton frá upphafi, enda þurftu þeir á mörkum að halda (og það þó nokkuð mörgum) og þeir fengu eitt á 12. mínútu þegar Howard varði skalla vel en frákastið fór beint á sóknarmann Young Boys, sem virtist kolrangstæður (endursýning sýndi að hann var það ekki) og potaði inn. 0-1 Young Boys. Þeir áttu svo skalla í neðanverða slá á 20. mínútu — munaði mjóu að sá hefði farið í netið og þá hefði aldeilis farið um mann. En við önduðum léttar.

Á 24. mínútu felldi markvörður Young Boys Naismith inni í teig. Spurning með rautt spjald en við kvörtum ekki því Lukaku skaut í vinstra hornið og skoraði og Everton átti öll færi leiksins þaðan í frá. Annað mark Everton kom eftir fyrirgjöf frá Garbutt frá vinstri og Lukaku skaut í fyrstu snertingu. Alltaf að fara að skora þar. 2-1 Everton.

Stuttu síðar varð greinilega allt vitlaust á pöllunum á Goodison en í ljós kom örskömmu síðar að Liverpool hefði klúðraði víti í Istanbul og væru þar með úr leik í Europa League.

Everton liðið fékk þrjú dauðafæri undir lok hálfleiks, fyrst á 38. mínútu þegar Alcaraz var næstum búinn að skalla inn eftir aukaspyrnu. Mirallas komst svo einn á móti markverði utarlega í teig (eftir að okkar menn höfðu unnið boltann óvænt á miðju) og náði flottu skoti sem markvörður varði vel. En síðasta dauðafæri hálfleiksins skilaði Everton marki. Gibson með algjörlega brilliant stungusendingu upp völlinn af löngu færi, beint á Mirallas sem tók á sprettinn og komst einn á móti markverði og afgreiddi boltann í netið.

3-1 fyrir Everton í hálfleik, alveg eins og í fyrri leiknum.

Seinni hálfleikurinn var því ekkert annað en formsatriði enda fengu Young Boys engin almennileg færi eftir skot í slá á 20. mínútu, eins og áður sagði.

Everton skiptu fljólega Lukaku út af í seinni (á 48. mínútu) fyrir Kone, líklega til að hvíla hann fyrir næsta deildarleik, og Besic kom inn á á 60. mínútu fyrir McCarthy (og Osman mikið síðar inn á fyrir Naismith á 79. mínútu).

En í millitíðinni var Mirallas nálægt því að skora á 51. mínútu. Markvörður Young Boys bjargaði þeim frábærlega og var reyndar, eins og endursýning sýndi, heppinn að frákastið færi ekki í netið.

Mirallas átti svo flotta sendingu af hægri yfir á vinstri kant á 63. mínútu sem setti Kone inn fyrir en skot hans varið.

Nokkrum mínútum síðar átti Garbutt frábæra sendingu fyrir mark og Mirallas var óheppinn að skora ekki. Garbutt var þó ekki hættur — því hann átti aðra eitraða sendingu stuttu síðar fyrir mark en skotið frá Kone fór í stöngina. Young Boys stálheppnir að fá ekki á sig enn eitt markið.

En 3-1 sigur Everton staðreynd. 7-2 samtals — alltof auðvelt, að mínu mati. En við tökum þessu með semingi. 🙂

8 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    heimskuleg uppstilling miðað við það að við eigum Arsenal á sunnudag. Bara mín skoðun 🙂

  2. Gunnþór skrifar:

    Flottur sigur, fáum alvöru mótherja í næstu umferð,vinnum þessa keppni ÁFRAM EVERTON.

  3. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Gunnþór. Það eru alvöru lið eftir í pottinum.

    Dynamo Moscow
    Zenit St Petersburg
    Besiktas
    Fiorentina
    Inter Milan
    Ajax
    Dynamo Kiev
    Villarreal
    Sevilla
    Wolfsburg
    Torino
    Roma
    Aalborg BK Club Brugge
    Dnipro
    Napoli

    Væri gaman að fá Besiktas og slá þá út — eða Wolfsburg aftur. 🙂 Hvaða lið myndið þið velja sem mótherja, ef þið mættuð ráða?

  4. Ari G skrifar:

    Mundi vilja AALBORG bK stutt að fara. Góður leikur hjá Everton. Garbutt á eftir að vera betri en Baines stórkostlegur leikmaður. Lukaku maður leiksins og loksins sýndi Mirallas alvöru leik aftur. Kone lítur vel út. Coleman er að ná meira flugi aftur. Vörnin ok nema fyrstu 15 mín.

    • Finnur skrifar:

      Sorry, Ari G. Listinn (sem ég afritaði e-s staðar frá) innihélt Aalborg BK fyrir mistök. Þeir töpuðu stórt fyrir Club Brugge í síðustu umferð. Leiðréttist hér með.

      Umfjöllun um dráttinn í heild sinni er annars hér:
      http://everton.is/?p=8944

      Styttist í hann! 🙂

  5. ólafur már skrifar:

    hvað förum við langt í þessari keppni drengir ?? en geggjaður sigur

  6. Ari S skrifar:

    Besiktas fyrir mig.

    Flottur leikur hjá liðinu okkar í gær.

  7. Diddi skrifar:

    held að Garbutt sé að ljúka samningi við okkur og er hræddur um að við séum að klúðra framlengingu á þeim samningi eins og oft áður 🙂