Crystal Palace vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Crystal Palace á útivelli á morgun kl. 15:00 en Palace menn eru með Alan Pardew við stjórnvölinn sem er í leit að fimmta sigrinum í röð frá því að hann tók við félaginu. Martinez viðurkenndi að Crystal Palace liðið hefði undanfarið verið ákveðin grýla hvað Everton varðaði því þeir hafa unnið síðustu tvo leiki 3-2 gegn okkar mönnum á Goodison Park. Á móti kemur reyndar að Palace hafa aðeins unnið Everton einu sinni á eigin heimavelli í síðustu 5 tilraunum og eru með versta árangur í að verjast mörkum á heimavelli í Úrvalsdeildinni (eitt og hálft mark per leik). Sjálfstraustið hjá þeim verður þó í botni og allir að reyna að sanna sig fyrir nýjum stjóra, þar á meðal nýju leikmenn þeirra: miðjumaðurinn Jordon Mutch frá QPR og Shola Ameobi (sem reyndar er ekki heill fyrir þennan leik).

Það berast jákvæðar fréttir úr meiðsladeildinni hjá okkur en Besic og Mirallas, sem báðir voru teknir út af vegna meiðsla í 0-0 jafnteflisleik gegn West Brom, eru taldir heilir í leikinn gegn Crystal Palace. Og að auki styttist í að við sjáum James McCarthy á velli aftur en hann verður að teljast lykilmaður í okkar liði (sérstaklega þegar tölfræðin er skoðuð á tímabilinu: aðeins 2 sigurleikir án hans). Einnig eru Darron Gibson og Sylvain Distin farnir að æfa aftur en Howard, Osman og Pienaar eru enn frá, því miður.

Hvað uppstillinguna varðar þá væri gaman að sjá hvernig Besic og McCarthy ná saman í hjarta miðjunnar hjá okkur en þó grunar mig að Barry haldi sinni stöðu áfram. Líkleg uppstillingin því: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Naismith, Lukaku.

Fréttamiðlum ber ekki saman um hverjir séu frá hjá Palace en sumir segja að einingis Jonathan Williams sé frá (langtímameiðsli) en aðrir að kantmaðurinn Jerome Thomas sé meiddur hjá þeim og að Yannick Bolasie og Mile Jedinak séu enn með landsliðum sínum. Hallast að því að enginn þeirra muni spila leikinn á morgun.

9 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    frábært að Mutch sé kominn í Cp akkúrat fyrir þennan leik en það var einmitt hann sem braut ógeðslega á Mirallas í leik gegn qpr um miðjan des. og gerði það að verkum að hann er fyrst núna að ná sér eftir það. Vonandi verður Mutch ekki með í þessum leik 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég kalla það gott ef við fáum eitt stig út úr þessum leik.

  3. Diddi skrifar:

    legg til að klúbburinn skjóti saman í falleg sólgleraugu handa hinum yfirmáta bjartsýna (raunsæja) vini okkar Ingvari. 🙂 😉

  4. Diddi skrifar:

    ég spái því að við komum ferskir og einbeittir úr fríinu og vinnum loksins sannfærandi 0-2 sigur 🙂

  5. þorri skrifar:

    enga svartsýni auðvitað vinnum við þennan leik.Strákar skemmtið ykkur vel á ölveri í dag. ég kemst sennilega ekki. ÁFRAM EVERTON. við vinnum 3-0

  6. Halldór Sig skrifar:

    Er Barry ekki kominn í bann? En ég trúi ekki öðru en að okkar menn komi mjög einbeittir í þennan leik og ætli sér að ná í 3 stig og snúa við blaðinu. Við erum jú komnir óþægilega nálægt botninum. Ef það verður ekki rauniní dag og leikmenn verða andlausir og hugmyndasnauðir inná vellinum að þá er nokkuð víst að Martines sé að missa tökin og er ekki að ná þessu í gang aftur. En vonum það besta. Ég spái sigri 2:1 Mirallas með bæði!

  7. Teddi skrifar:

    Lyktar frekar mikið eins og 1-1.
    Gayle og Jagielka skora.

  8. þorri skrifar:

    sælir félagar eru ekki allir í stuði. MÆTIÐ sem allir á ölver og hvetjið okkar menn. Kemst því miður ekki ÁFRAM EVERTON

  9. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8704