Everton – West Brom 0-0

Mynd: Everton FC.

Þessa leiks verður minnst fyrir atvikið sem átti sér stað þegar Mirallas tók víti af Baines (þrátt fyrir mótmæli samherja) og klúðraði því snyrtilega. Everton í sókn allan leikinn og lítið sem ekkert að gerast hjá West Brom en færin sem okkar menn fengu of fá og ekki nógu góð.

Uppstillingin: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, Besic, Barkley, Mirallas, Naismith, Lukaku. Varamenn: Griffiths, Garbutt, Alcaraz, Hibbert, Oviedo, Kone, McAleny.

Everton hafði tögl og haldir í fyrri hálfleik alveg frá upphafi, tölfræðin sýndi 79% possession eftir 15 mínútur enda West Brom varla náð að setja saman tvær vel heppnaðar sendingar í röð en þeir voru með 20 og eina heppnaða sendingu eftir 18 mínútna leik! Það er rétt rúmlega ein heppnuð sending per mínútu. Fyrir vikið áttu West Brom ekki skot að marki fyrstu 40 mínúturnar, á móti 7 tilraunum frá Everton (þremur sem rötuðu á mark). En færin létu á sér standa hjá Everton gegn þéttum varnarmúr West Brom, sem vörðust skipulega og vel.

Mirallas og Baines áttu báðir langskot á fyrstu tíu mínútunum en bæði varin nokkuð auðveldlega. Baines vann aukaspyrnu á 23. mínútu sem Mirallas tók. Hefði sungið í netinu við samskeytin en markvörður West Brom vel á verði — greinilega búinn að horfa á vídeóið frá West Ham leiknum og mættur til að taka boltann.

West Brom fengu dauðafæri en dæmdir rangstæðir í undirbúningnum en lítið annað sem gerðist — þangað til Lescott reyndi að gefa Everton leikinn, snerti boltann með hendi inni í teig. Ekkert annað en víti. Mirallas, einhverra hluta vegna, steig á punktinn — og setti boltann í utanverða stöngina vinstra megin og út af. Andvarp. 0-0 í hálfleik.

Mirallas fékk að fjúka út af í hálfleik (skipt út af fyrir Oviedo) og leiddu þulir leiksins líkum að því að það væri vegna þess að hann hefði tekið vítið af Baines og klúðrað því. (Uppfært: Martinez sagði eftir leik að Mirallas hefði verið skipt út af þar sem hann hefði fundið til í lærvöðva). Og við söknuðum hans í kvöld, þó hann hefði ekki verið jafn öflugur og á móti West Ham í bikarnum.

Yacob var heppinn að sleppa við að gefa Everton annað víti í leiknum þegar hann tók Naismith í górillugripið þegar sá síðarnefndi var að komast í færi, en dómarinn ekki á því. Yacob var þá þegar búinn að slá Naismith inni í teig áður en hornið var tekið og setti hann í górillugripið strax eftir að dómarinn hafði gefið honum tiltal. Alltaf slapp hann.

Everton var mikið til í sókn allan seinni hálfleikinn en reyndust algjörlega bitlausir frammi. Allt of hægt, Barkley of mikið að reyna að sóla, Baines skelfilegur í hornspyrnum, Naismith með sendingarmiðið skakkt.

Lukaku komst reyndar í flott færi eftir að Stones vann boltann í vörninni, brunaði fram, gaf á Oviedo sem framlengdi á Naismith sem í fyrstu snertingu setti boltann á Lukaku í teig en aðeins aftan við hann, því miður. Skotið því aðeins yfir markið og færið forgörðum.

Á 78. mínútu ákvað Martinez að gera breytingu og blása til sóknar. Hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar. Kone að hita upp og margir möguleikar til að skipta inn á: Barkley, Barry, Naismith og Lukaku allir búnir að vera lélegir. En við göptum þegar Besic var skipt út af; hafði verið langbestur á vellinum fram að því. Og áhorfendur létu Martinez heyra það, réttilega að mínu mati. (Uppfært: Skýringin fékkst eftir leik — einnig skipt út af vegna meiðsla).

Og það er eiginlega skemmst frá því að segja að það gerðist ekkert markvert eftir þetta. Stöðug pressa frá Everton en engin færi. Vinnuhesturinn okkar á miðjunni kominn á bekkinn, vinstri vængurinn stýfður við brottför Mirallas og West Brom náðu því sem þeir stefndu að, einu stigi. Þeir áttu tvær tilraunir á mark, hvorug sem rataði á réttan stað. Og fengu eitt horn.

Einkunnir Sky Sports koma síðar.

36 Athugasemdir

 1. Teddi skrifar:

  Alltaf fjör í mánudagsleikjum, þessi verður ekki frábrugðinn en því miður bara 1 gefins víti sem skilur að.
  1-0. Baines(’50 pen)

 2. Steini skrifar:

  Enginn Etoo? Maðurinn sem átti að hjálpa ykkur nær meistaradeildarsætinu bara flúinn eftir örfáa mánuði 🙂

 3. Gunni D skrifar:

  Þetta ætlar að verða erfið fæðing…

 4. Teddi skrifar:

  SELDUR Á MORGUN !!!
  Tekur ekki víti þegar að Baines er inná.

 5. Gunnþór skrifar:

  það eru komin álög á Everton liðið þetta er að verða með ólíkindum.

 6. Diddi skrifar:

  Steini, Etoo er bara ekki nógu góður fyrir okkur og þá leyfum við honum bara að fara…….þið ættuð líka að leyfa þeim að fara sem eru ekki nógu góðir 🙂

 7. Gunnþór skrifar:

  Diddi þá næðu þeir ekki í lið.

 8. Diddi skrifar:

  gleymdi því Gunnþór 🙂 en held að Martinez hafi drepið Mirallas í leikhléi 🙂

 9. Gunnþór skrifar:

  hvað er í gangi hjá okkar mönnum þetta er ransóknarefni.

 10. Diddi skrifar:

  vil Barry út og Kone inn. Ef hann skiptir Besic á undan Barry þá verð ég brjálaður

 11. Gunnþór skrifar:

  Það varð allt brjálað líka á goodison.

 12. Diddi skrifar:

  Tony Pulis er snillingur, en ömurlegur 🙂

 13. Gunnþór skrifar:

  Er orðlaus,nú þarf að fara gera eitthvað róttækt.Þetta gengur ekki svona.

 14. Gunnþór skrifar:

  Grunar að of margir leikmenn séu komnir með hugann eitthvað annað,það lítur þannig út menn ekki 100%einbeittir og vítið maður minn hvað er í gangi allir að rífast inná vellinnum.Ekki gott ekki gott.Þeir eru að fara yfir þetta á sky núna þeir sem ná því.

 15. Ari G skrifar:

  Blessuð sé minning gamla góða Everton sem maður sá á síðasta tímabil. Gleymið ensku þetta er búið þar´kannski kemur óvænt kraftaverk í UEFA ALDREI AÐ AFSKRIFA EVERTON ÞAR.

 16. Gestur skrifar:

  Ég segi enn og aftur Martinez burt

 17. Diddi skrifar:

  ég fullyrði að það hefðu ekki mörg lið skorað á móti WBA eins og þeir lögðu leikinn upp í gær. Þess vegna var glæpsamlegt að rífa boltann úr höndunum á vítaskyttu nr. 1. Vona að Mirallas láti þetta sér að kenningu verða og verði pínulítið gjafmildari á boltann framvegis. Hann er að mínu mati allt of eigingjarn í sínum leik. Nú förum við og hlöðum rafhlöðurnar í Qatar (sennilega verður farið á leik í handboltanum) og svo mæta menn á móti CP og vinna þá örugglega. CP eru mun opnari undir Pardew en þeir voru hjá Warnock og það verða glufur fyrir okkur í þeim leik. Koma svo !!!!

 18. Gunnþór skrifar:

  vei mælt Diddi.

 19. Elvar Örn skrifar:

  Ég er núna búinn að sjá eitthvað úr þessum leik og svakalega vorum við miklir klaufar við vítateig andstæðinganna.
  Everton klárlega betra liðið og ég sá innskot á c.a. 70 mínútu að Everton hafi átt 17 skottilraunir en WBA 4 (ef ég tók rétt eftir).

  Eitt er þó klárlega jákvætt úr þessum leik,,,þurfti nokkuð mikið að hafa fyrir því að finna það. Everton og Robles héldu hreinu í dag, víííí. Tilefni til að fagna, þannig séð.

  Sá ekki atvikið með Mirallas en ekkert endilega óeðlilegt að hann hafi viljað taka vítið þar sem hann hefur verið okkar sterkasti maður í vetur og Baines klikkaði í sinni fyrstu vítaspyrnu fyrr á leiktíðinni ef ég man rétt. Ef Baines á alltaf að taka vítin þá þarf Martinez bara að koma þeim skilaboðum til allra.

  Mér skylst að fyrri hálfleikur hafi verið eign Everton en lítið komið út úr því samt sem áður, held ég verði nú að kíkja á leikinn til að meta þetta sjálfur.

  Eitt finnst mér vanta í Everton í dag,, og það er Hr.Everton. Hver er leaderinn, hver er aðal kallinn? Er það Mirallas (sem er ekki búinn að framlengja samning), er það Jagielka (þar sem hann er kafteinn), er það Lukaku (sem dýrasti framherjinn okkar,,,,ever) eða hver?
  Ég veit amk alveg klárlega hver var Mr.Everton og hann heitir Tim Cahill. Djöfulli vantar okkur svoleiðis nagla og hann er 35 ára í dag og er enn að:
  http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2015/01/22/cahill_skaut_astrolum_afram/

  Nú hefur Barry klárlega verið að spila betur (tel ekki þennan leik með þar sem ég ekki séð hann í heild) í þremur leikjum á undan þessum en þar á undan var hann viðbjóður. Aftur á móti hefur Besic verið að bæta sig og bæta en alltaf er honum skipt útaf, ekki alveg að skilja það. Nú var mikið púað þegar honum var skipt útaf og menn klárlega viljað Barry frekar útaf en ég sá að hann Besic fékk gult spjald rétt fyrir skiptingu sem gæti verið ástæðan. Annars vil ég að Besic spili frekar allan leikinn en Barry eins og þeir eru að spila í dag.

  Klárleg batamerki á vörninni með Jagielka og Stones í miðverði en Stones á það þó til að taka alltof mikla sénsa og vitlausar ákvarðanir, en hann er nánast ungabarn og er gríðarlega efnilegur tappi.

  Hvað með Barkley, er hann að spila sína réttu stöðu? Hvað finnst ykkur? Er Kone að fá nógu mikinn séns?

 20. Elvar Örn skrifar:

  Jeminn eini, viljið þið sjá markið sem Tim Cahill skoraði fyrir Ástrali í Asíu keppninni, klikkað?
  http://www.foxsports.com.au/football/socceroos/video-socceroo-tim-cahills-overhead-goal-stunned-australia-but-hes-done-it-before/story-e6frf4l3-1227193930978?&nk=7bb1195f545143756670a0ebf2a8f158

  Það má síðan segja að McCarthy komist næst því að vera Mr.Everton í dag, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við þegar hann kom til okkar. Við þurfum klárlega að fá hann aftur.

 21. Finnur skrifar:

  Já, vissulega jákvætt að halda hreinu og halda öllum boltum frá West Brom frá marki.

  Varðandi Besic: Það er auðvelt að sitja fyrir framan skjáinn og dæma Martinez fyrir kjánalega skiptingu (I know I did) þar sem Besic átti stórleik en enn og aftur erum við stuðningsmenn að draga rangar ályktanir af þeim fáu upplýsingum sem við höfum úr að moða. Honum var nefnilega skipt út af vegna meiðsla, kom í ljós eftir leik. Sama með Mirallas.

  Ekki jafn hrifinn af Barkley á kantinum og í miðjunni að hlaupa á varnir andstæðinga. Veit ekki með Kone, við höfum voða lítið úr að moða þar — þyrftum að sjá hann reglulega á æfingu til að sjá hvort hann eigi skilið að vera í liðinu. 🙂 En af því litla sem ég hef séð af honum á velli myndi ég segja að Lukaku ætti að vera fyrsti valkostur.

 22. Gestur skrifar:

  Nú þurfa menn að ná þreytunni úr sér í Qatar, gengið í síðustu 13 leikjum er ekki gott, 1 sigur 4 jafntefli og 8 töp í öllum keppnum.
  Það er alveg óásættanlegt að hafa ekki náð betri úrslitum og það er ekkert annað en sigur á laugardaginn annars er bullandi botnbarátta framundan og þar viljum við ekki vera.

 23. Diddi skrifar:

  það er nú ólíkt meiri spenna að vera í botnbaráttunni en að vera í einhverju miðjumoði 🙂

 24. Gestur skrifar:

  já það er það en ekki ef liðið fellur á er betra að vera seif í miðjumoði. Ekki væri gaman að vera í fyrstu deild. Everton er lið sem er búið að vera lengst í efstu deild, við viljum ekki missa þann titil.

 25. Orri skrifar:

  Sæll Gestur.Everton á ekkert erindi í fyrstu deild,enda erum við ekkert á leið þangað.

 26. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerist ef við föllum.
  Ef það gerist er ég hræddur um að mér endist ekki aldur til að sjá Everton koma upp aftur.

 27. Diddi skrifar:

  svona, svona Ingvar, það er óþarfi að fremja sjálfsmorð þó að enskt lið falli um deild 🙂

 28. þorri skrifar:

  Strákar eigum við ekki að hætta að röfla svona og taka okkur bara saman og standa með okkar liði. Það er bara smá lægð hjá okkur. Og smá meiðsli líka. Við vitum það að það býr miklu meira í liðinu hjá okkur og verum svolítið jákvæðir og stöndum með okkur mönum og liðinu okkar sem er EVERTON ekki satt

 29. Elvar Örn skrifar:

  Eto’o er farinn til Samdoria, staðfest. Hvað finnst mönnum um það?

  • Orri skrifar:

   Sæll Elvar.Er bara nokkuð um það að segja,ég held ekki.Við fáum vonandi einhvern í staðinn.

  • Gestur skrifar:

   Það er bara fínt og vonandi fáum við hungraðan mann í staðinn.

 30. þorri skrifar:

  ég held að það sé bara gott. fyrir alla. Hann bara féll ekki inn í hópin því fór sem fór. Vonandi kemur einhver í staðinn.Áfram everton

%d bloggers like this: