West Ham vs. Everton

Mynd: Everton FC.

West Ham og Everton eigast aftur við í þriðju umferð FA bikarkeppninnar á þriðjudagskvöldinu kl. 19:45 en þessi lið áttust við fyrir nokkrum dögum þar sem Everton liðið lenti undir á heimavelli en jafnaði af harðfylgi rétt fyrir lokin.

Vart þarf að fjölyrða um þennan endurtekna leik — ekki mikið sem hefur breyst síðan í upphitun síðast, nema hvað það sem við erum að sjá á velli í síðustu tveimur leikjum er meira eins og Everton liðið sem við þekkjum það.

Við vitum nokkurn veginn hvernig liðin stilla upp, þ.e.a.s. svipað og fyrir um viku síðan þegar þau áttust við á Goodison Park en hjá okkur eru Distin, McCarthy, Pienaar, Gibson, Osman, Howard og Hibbert allir frá. Svipað og síðast þá er Diafra Sakho (þeirra markahæsti maður) meiddur og Alex Song sagður veikur. Andy Carroll, sem búist var við að yrði í framlínunni á móti okkur síðast en var ekki, er orðinn heill heilsu og er líklega klár í þennan leik (spilaði síðasta leik og skoraði) þannig að þeir fá aukinn meðbyr af því, væntanlega, sem og af því að leika á heimavelli fyrir framan sína stuðningsmenn. Okkar menn eru hins vegar að vakna af sínum Þyrnirósarsvefni og það verður fróðlegt að sjá hvort þessi leikur verði ekki áframhald á því.

Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, Besic, Barkley, Mirallas, Naismith, Lukaku.

Spái þriðja 1-1 jafnteflinu en að okkar menn taki þetta í vítaspyrnukeppni. Hver er ykkar spá?

12 Athugasemdir

 1. Ari G skrifar:

  Everton vinnur 3:1 Lukaku með öll mörkin.

 2. Teddi skrifar:

  0-3 klikkar alltaf

 3. Diddi skrifar:

  Teddi, þetta er að verða eins „örugg“ spá hjá þér og 1-2 spáin mín var 🙂 Ég segi að við vinnum 0 – 3 🙂

  • Teddi skrifar:

   Satt segirðu.

   Það er allt notað, fáninn á eldhúsborðinu, armbandið hengt á sama stað og almanakið, sama sætið og svo mætti lengi telja.

   Nei nei, ég er ekkert hjátrúarfullur. 🙂

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Vonandi að menn haldi áfram að spila eins og gegn city og þá verður allt í lagi. Í versta falli dettum við út með sæmd.

 5. Orri skrifar:

  Ég verð að vera bjartsýnn eftir þessi skrif hjá Ingvari.Ég spái okkur 4-1 sigri í leiknum.

 6. Elvar Örn skrifar:

  Mæti á Ölver, sé vonandi sem flesta þar. Held ég sé búinn að hitta á tapleiki í 3 síðustu skiptin sem ég hef mætt á Ölver. En nú verður breyting á, spái klárlega Everton sigri í dag.
  Ég vona að Everton haldi hreinu í dag en spái þó bara 1-2 sigri Everton.

  • Finnur skrifar:

   Eitthvað rámar mig í það að menn hafi verið gerðir útlægir af Ölveri norðursins (betri stofu Elvars) fyrir ekki meira en *einn* tapleik. Ég segi því bara að það er eins gott að okkar menn vinni í kvöld, því þú ferð bráðum að klára sénsana! 😉

   Ég spái þriðja 1-1 jafnteflinu, Coleman með síðbúið jöfnunarmark og Robles hetja okkar í vító og kemur okkur áfram.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Já og ég vona svo innilega að Lukaku muni skora í ljósi atburða vikunnar. Hann myndi fagna eins og enginn væri morgundagurinn.

 8. Halli skrifar:

  Þetta verður baráttuleikur. 1-2 er mín spá og Lukaku er allan tímann að fara að skora bæði mörkin okkar og jafnvel fleiri.

%d bloggers like this: