Everton vs. West Ham

Mynd: Everton FC.

Annað kvöld, þriðjudag kl. 19:45, er stórleikur í FA bikarnum með leik Everton og West Ham í þriðju umferð FA bikarsins. Tölfræðin gegn West Ham lítur afskaplega vel út því þessi tvö lið hafa mæst 64 sinnum á Goodison Park (í öllum keppnum) og Everton unnið 41 þeirra (64%). Everton er jafnframt á 14 leikja röð án taps (10 sigrar og fjögur jafntefli) en á móti kemur þó að í FA bikarnum hefur Everton gengið illa á móti West Ham: enginn sigur í síðustu 5 tilraunum. En… reyndar er nokkuð mjög langt liðið frá síðustu tilraun (sem var árið 1991).

Liðin mættust síðast í deild nú í nóvember en þá tryggði Osman Everton 3 stig í 2-1 sigri á Goodison, sem var fyrsta tap West Ham síðan í september. Þeir hafa eitthvað verið að gefa eftir undanfarna leiki eftir frábæra byrjun á tímabilinu því þeir hafa ekki unnið síðustu þrjá leiki sína í deild. En, eins og við þekkjum vel, lítur sá samanburður við gengi okkar manna illa út fyrir Everton.

Alcaraz er í banni en James McCarthy og Steven Pienaar tæpir og verða metnir á leikdegi. Meiddir leikmenn eru allavega eftirtaldir: Howard, Osman, Hibbert, Gibson og Atsu og gott ef ekki fleiri sem maður er að gleyma, enda listinn óvenjulangur. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy/Besic, Barkley, Naismith, Mirallas, Lukaku. Spurning hvort Eto’o fái byrjunarleik hér; hann hefur ekki mikið sést að undanförnu. Geri ráð fyrir að Martinez hætti að hvíla Lukaku í þessum leik.

Hjá West Ham eru Diafra Sakho (þeirra markahæsti maður) og Cheikhou Kouyate frá þar sem þeir eru að taka þátt í Afríkubikarnum. Andy Carroll er því líklegur til að byrja í framlínunni hjá þeim þannig að það má búast við að þeirra leikjaplan felist í því að dæla boltum inn í teig.

Athugið að dregið verður í fjórðu umferð bikarsins í kvöld þannig að ljóst hver næsti andstæðingur Everton er, ef þeir sigra West Ham á morgun, og munum við uppfæra þessa frétt þegar drátturinn liggur ljós fyrir. Kíkið því aftur við.

Uppfært: Sigurvegarinn í þessari viðureign mætir Doncaster eða Bristol City á útivelli í fjórðu umferð (32ja liða úrslitum).

11 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég kýs að horfa á björtu hliðarnar og þakka fyrir að við dettum að minnsta kosti út fyrir öðru úrvalsdeildarfélagi.

  • Orri skrifar:

   Gleðilegt ár Ingvar.Ég gleðst yfir því að bjartsýni ráði rikjum hjá þér á árinu 2015.

 2. Diddi skrifar:

  3 – 1 fyrir okkur 🙂

 3. marino skrifar:

  Gleðilegt ár 🙂 vona svo innilega að hann hendi ekki half meiddum monnum inni liðið einsog stones mirallas við þurfum þá a moti city bara allgjort must að hafa stones og jags næstu helgi annars rúlla þeir yfir okkur, væri til að sja ungling i liðinu helst okkar eiginn og senda atsu heim

 4. Elvar Örn skrifar:

  Ég var að lesa þessar upplýsingar (í appinu Onefootball) tengt leik helgarinnar gegn Man City sem hafa gert mig úber svartsýna fyrir þann leik. Höfum samt staðið okkur vel gegn City seinustu árin en þó ekki undir stjórn Martinez.
  Læt þetta fljóta hér.

  Everton have recovered fewer points than any other team from losing positions in the Barclays Premier League (2).
  Manchester City are unbeaten in their last 11 Premier League matches (W9 D2 L0).
  The Toffees have lost six of their last eight Premier League matches (W1 D1 L6).
  Roberto Martinez’s side have failed to score in four of their last six league games.
  Yaya Toure has scored in six of his last eight Premier League appearances including the winner in a 1-0 win over Everton in the reverse fixture in early December.
  David Silva has scored five goals in his last six Premier League games.
  Roberto Martinez has faced Manchester City 11 times in the Premier League as a manager, and never been on the winning side (D1 L10).
  Everton have conceded 33 goals already this season after only letting in 39 in the whole of 2013-14.
  Everton have made a league high 11 errors leading directly to goals in the Premier League this season.
  Everton have committed fewer fouls than any other Premier League side (193) but have been fouled more often than any other team (260).

 5. Diddi skrifar:

  flott uppstilling nema að ég hefði prófað QPR miðjuna með Barkley og Besic og droppað Barry. Annars góður 🙂

 6. Gunni D skrifar:

  2-1

 7. Teddi skrifar:

  0-2 og haldið áfram að gráta í koddann.

 8. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin:
  http://everton.is/?p=8619

 9. Elvar Örn skrifar:

  Everton mun koma verulega á óvart í dag.

 10. Elvar Örn skrifar:

  Og þeir komu á óvart verð ég að segja, frábær barátta.

%d bloggers like this: