Everton vs. Stoke

Mynd: Everton FC.

Stoke mæta okkar mönnum á Goodison Park á morgun, öðrum degi jóla, kl. 15:00.

Tony Hibbert, Leon Osman og Darron Gibson þykja líklegir til að missa af leiknum (og næsta leik á eftir) en James McCarthy og Kevin Mirallas eiga góðan séns. Lánsmaðurinn Christian Atsu er á lang-legunni og óvíst hvenær hann lætur sjá sig aftur. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Naismith, Eto’o, Lukaku. Hjá Stoke eru Peter Crouch og Stephen Ireland tæpir.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton U18 töpuðu sínum fyrsta leik í 10 leikjum þegar þeir mættu Derby U18 á útivelli en leikurinn fór 4-1, Derby í vil.

9 Athugasemdir

 1. Orri skrifar:

  Sælir félagar.Það er nú fátt annað í stöðuni en að vinna þennan leik fyrir okkur.Þó að við höfum oft lent í strögli með Stoke þá spái ég 3-1 sigri Everton.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Leitt að segja það en við eigum ekki séns. Spái 0-4 tapi.

 3. Teddi skrifar:

  Ætla’ð horfa á Burn-Liv, skemmtilegt að sjá litla bróður tapa stigum ! 🙂

 4. Elvar Örn skrifar:

  Það kemur nú ekkert annað til greina en sigur í þessum leik. Vona að McCarthy og Mirallas verði leikfærir fyrir þennan leik. Gleðilega hátíð strákar og þakka fyrir boltastundirnar á árinu.

 5. Diddi skrifar:

  ég held að við töpum 1 – 2 🙂

 6. Kiddi skrifar:

  Okkar menn munu girða í brók og landa næsta auðveldum sigri á lánlausum röndóttum banditum sem hafa oftar en ekki stolið ósanngjörnum stigum á leiktíðinni. Barkley er að komast í fanntaform og vel studdur af Mirallas sem mætir ferskur til leiks. 4 – 0 þar sem Barkley setur tvö, Mirallas eitt og Naismith eitt.
  Hittumst ferskir í Ölver á eftir

 7. Ari S skrifar:

  3-0 sigur hjá Everton, Coleman hristir af sér slenið og gerir mark. Lukaku að sjálfsögðu með hin tvö.

 8. Ari G skrifar:

  Spái 3:2 fyrir Everton. Vonandi hlustar Martinez á mig og spili bara með einn varnarmiðjumann Besic þangað til MaCarthy er tilbúinn. Spái að Lukaku skori 1 Naismith 1 og Barkley 1. Þurfum að kaupa vængmann í janúar eða leigja á móti Mirallas hinir hafa ekki heillað mig Gready upp og niður Atsu vonlaus Pineer? Veit ekki.

 9. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin. Kærkomin andlit þar að detta inn!
  http://everton.is/?p=8557

%d bloggers like this: