Everton mætir Young Boys

Mynd: Everton FC.

Dregið hefur verið í útsláttakeppni (32ja liða) í Europa League fyrir 2014/15 og drátturinn lítur svona út í heild sinni:

Young Boys (Sviss) – Everton
Torino (Ítalíu) – Athletic Bilbao (Spáni)
Sevilla (Spáni) – Borussia Mönchengladbach (Þýskalandi)
Wolfsburg (Þýskalandi) – Sporting (Portúgal)
Ajax (Hollandi) – Legia Warschaw (Póllandi)
Aalborg (Danmörk) – Club Brugge (Belgíu)
Anderlecht (Hollandi) – Dinamo Moskva (Rússlandi)
Dnipro (Úkraínu) – Olympiakos (Grikklandi)
Trabzonspor (Tyrklandi) – Napoli (Ítalíu)
Guingamp (Frakklandi) – Dinamo Kiev (Úkraínu)
Villareal (Spáni) – Salzburg (Austurríki)
Roma (Ítalíu) – Feyenoord (Hollandi)
PSV (Hollandi) – Zenit (Rússlandi)
Liverpool (Englandi) – Besiktas (Tyrklandi)
Tottenham (Englandi) – Fiorentina (Ítalíu)
Celtic (Skotlandi) – Inter Milan (Ítalíu)

Miðað við Evrópustuðul UEFA er þetta fjórða léleagsta liðið sem Everton hefði getað mætt (af 13 liðum samtals), eins og fram kom hér.

Leikurinn ytra við Young Boys fer fram 19. febrúar á næsta ári en heimaleikurinn þann 26. febrúar á Goodison Park (báðar dagsetningarnar eru fimmtudagar).

Hvað segið þið? Sátt við þetta?

4 Athugasemdir

 1. Gunni D skrifar:

  Þetta ætti að vera „auðvelt“ fyrir okkar menn, en ég verð hinsvegar aldrei sáttur svo lengi sem 3.sæti í CL gefur sæti í þessari keppni.

 2. Ari S skrifar:

  Lið sem eru komin þetta langt í Evrópukeppni eru ekki auðveld lið, held ég.

  Vissulega eru Svisslendingar ekki hátt skrifaðir svona almennt séð og á pappírunum eigum við að vinna… og fyrirfram myndi ég halda að Wolfsburg, Lille og Krasnodar væru sterkari en Young boys.

  Ég er samt mjög sáttur við þennan drátt.

  kær kveðja,

  Ari

 3. Finnur skrifar:

  Mér fannst meira vit í að hafa eina Evrópukeppni (bara) fyrir bikarhafa og eina fyrir meistarana frekar en að vera að blanda þessu svona saman eins og gert er. Europa League er í dag eins konar þröskuldur fyrir lið sem eru að reyna að brjótast inn í elítuklúbbinn (Meistaradeildina). Það að missa af fjórða sætinu og enda í því fimmta er svolítið eins og refsing — þú rétt misstir af gullna tækifærinu og endar því með stóraukið leikjaálag sem gerir liðinu enn erfiðara fyrir á næsta tímabili að endurtaka leikinn.

  Ég myndi vilja sjá liðum fækkað í Europa League (binda það kannski bara við bikarmeistarana – og runners-up ef bara ein bikarkeppni í landinu) og fjölga á móti riðlunum í Meistaradeildinni (að fleiri sæti í deild gefi Meistaradeildarsæti — og jafnframt að ekkert sæti í deild gefi Europa League sæti). Þar með dreifist Meistaradeildar-auðurinn á fleiri lið en alltaf þessi sömu fjögur lið og kannski verður deildarkeppnin meira spennandi fyrir vikið.

  Finnst auk þess lítið vit í að færa úrhrak einnar keppni yfir á aðra — keppnin sem tekur við þeim liðum er um leið gjaldfelld svolítið með því.

  Ég tek samt öllum keppnum fagnandi fyrir hönd míns liðs og styð liðið glaður í gegnum hvern leik. Finnst hálf undarlegt að heyra að sumum stuðningsmönnum finnst fyrir neðan sína virðingu að spila í Europa League (tala nú ekki um eftir sneypuför í Meistaradeild). En það er aftur á móti annað mál (þeirra mál).

%d bloggers like this: