Everton – Hull 1-1

Mynd: Everton FC.

Einhvers staðar las ég í dag að ef leikir í Úrvalsdeildinni á tímabilinu hefðu alltaf endað í hálfleik þá væri Everton í öðru sæti deildar í dag. Og það kom bersýnilega í ljós í þessum leik, hvað seinni hálfleikur er alltaf slakur hjá liðinu. Everton komst yfir í fyrri og — líkt og á móti Tottenham í síðasta leik — litu út fyrir að vera að fara að keyra yfir andstæðinginn. En, svo dettur botninn úr þessu í seinni hálfleik og sigurinn fer forgörðum.

Uppstillingin fyrir leikinn gegn Hull: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Besic, Barry, Mirallas, Barkley, Osman, Lukaku. Varamenn: Robles, Hibbert, Garbutt, Pienaar, Atsu, McGeady og Eto’o.

Leikurinn fór rólega af stað, Hull með góða pressu og litu vel út fyrstu 10 mínúturnar og náðu 50-50 possession sem er heldur meira en maður átti von á frá þeim á okkar heimavelli. Lítið um færi og þetta minnti mann um tíma á þann átakanlega hæga leik sem Everton sýndi í leiknum gegn Tottenham.

Lukaku átti langskot á mark á 13. mínútu — fyrsta færið í leiknum en engin hætta.

Pressan jókst þó statt og stöðugt á mark Hull eftir því sem á leið og eftir um 20 mínútur komst Lukaku komst í dauðafæri eftir þríhyrningaspil í gegnum vörn Hull (Osman og Barkley, ef ég man rétt) en skotið frá Lukaku fór í höndina á varnarmanni (ekki víti þó).

Mirallas átti lága en fasta fyrirgjöf frá hægri eftir um hálftíma leik sem Osman náði aðeins að stýra í átt að marki en ekki mikið meira, hafði lítinn tíma til að hugsa og niðurstaðan: engin hætta. Mirallas endurtók leikinn þó örskömmu síðar, lék á varnarmann og náði frábærri sendingu fyrir og þá var Lukaku mættur í teiginn að taka á móti, hafði hellings tíma og setti hann í netið. 1-0 fyrir Everton eftir rétt rúmlega 30. mínútur.

Everton fékk aukaspyrnu stuttu síðar og boltinn barst óvænt til Besic eftir skot frá Osman. Besic hlóð í fallbyssuna utan teigs og tók sveigbolta á fjærstöng en rétt framhjá.

Og færin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik, Everton með 7 tilraunir á mark, fjórar sem rötuðu á markið. Hull með 3 tilraunir á mark, allar framhjá. 61% possession í fyrri á móti 39% hjá Hull — allt annað að sjá til Everton en fyrstu tíu mínútur leiksins, gott flæði í leiknum og litu beittir út í framlínunni og náðu vel saman. Maður hlakkaði til seinni hálfleiks.

Hull byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega, líkt og þann fyrri. Diame komst í færi á upphafsmínútu en Jagielka blokkaði skotið.

Barry þarf greinilega að fara að drekka kaffi fyrir þessa leiki því hann var annan leikinn í röð sofandi í aftarlega á velli og hleypti andstæðingnum í boltann á hætulegum stað. Ætlaði að láta boltann renna út af við marklínu en sóknarmaður Hull stal af honum boltanum og sendi fyrir og við máttum þakka fyrir að einhver náði til knattarins áður en sóknarmaður Hull (Jelavic?) setti hann í netið.

Barry átti reyndar fínt svar við mistökunum þegar hann setti Lukaku inn fyrir vinstra megin út á kanti með flottri stungusendingu. Lukaku framlengdi á Mirallas sem hljóp í átt að vítateig og reyndi vippu en rétt yfir markið. Sá að markvörðurinn var framarlega. Þetta, dömur mínar og herrar, reyndist líklega besta og eiginlega eina færi Everton í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að vera með boltann töluvert í seinni hálfleik náði Everton ekki að skapa nein almennileg færi og það var jafn átakanlegt að fylgjast með þessu og í síðasta leik (gegn Tottenham, eftir mark Everton).

Og hvað gerðist næst? Jú, að sjálfsögðu fundu Hull loksins markið! Það tók þá ekki nema um klukkutíma (!) og reyndist eina skot þeirra á markið í öllum leiknum (!!). Og að sjálfsögðu tryggði það þeim 1 stig (!!!). Ég sver það. Sóknarmaður þeirra fór illa með Distin, eiginlega gekk framhjá honum, komst einn á Howard hægra megin og renndi honum framhjá í netið. 1-1 á 59. mínútu.

Hvað gerðist svo markvert næsta hálftímann (tæpar 40 mínútur reyndar, því 6 mínútum var bætt við vegna meiðsla)? Jú, Everton gerði tvær skiptingar og Lukaku átti skot innan teigs sem var blokkerað. That’s it. Já, þið lásuð rétt: rúmar 40 mínútur og eitt færi. (andvarp).

Einkunnir: Howard 6, Baines 6, Distin 5, Jagielka 6, Coleman 5, Besic 6, Barry 6, Osman 6, Barkley 6, Mirallas 7, Lukaku 6. Varamenn: McGeady 5, Pienaar 5. Fjórir með 7 hjá Hull, einn með 5, restin fékk 6.

22 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Alveg sáttur með þessa liðsuppstillingu. Svo geta Eto’o McGready og jafnvel Garbutt komið inná í seinni hálfleik.

  2. Ari S skrifar:

    Á fyrstu tveimur mínútum leiksins er Tim Howard sá sem hefur komið oftast við boltann af Everton leikmönnum… 🙂

  3. Gestur skrifar:

    Svakalega eru Everton lélegir

  4. Diddi skrifar:

    fyrsta skot á ramman og mark, hversu oft hefur þetta ekki gerst í vetur, ÖMURLEGT!!!!!!!!

  5. Ari S skrifar:

    Flottasta sem ég hef séð til Everton var spilamennskan í lok fyrri hálfleiksins þegar þeir spiluðu sín á milli úr öðru horninu og að miðjunni. … en skilaði að sjálfsögðu ENGU!

    Hefði frekar viljað sjá KICK AND RUN ÞAR!

  6. Gunni D skrifar:

    Eto inná, þetta er alveg skelfilegt á að horfa!!!

  7. Diddi skrifar:

    og ég sem hélt að það gæti ekki versnað 🙂

  8. Ari S skrifar:

    Eto’o vildi ekki koma inná. Hann hefði ekki breytt neinu.

  9. Gestur skrifar:

    Erum bara ekki fokking betri en 11 sætið

  10. Georg skrifar:

    Úfff ekki gott. Pienaar átti held ég ekki eina einustu heppnaða sendingu á þessum 30 mín sem hann spilaði. Alls ekki góð frammistaða á heimavelli i þokkabót.

    Hull gerði vel að pressa okkur framalega og virtust leikmenn hræddir við að spila boltanum í lappir.

    Distin var svolítið á hælunum í þessu marki og spurning hvort Howard hefði ekki átt að loka nærstönginni.

    Eto’o hefði alveg mátt koma inná fyrir Osman. Osman var mikið að missa boltann klaufalega í seinni hálfleik. Fannst Mirallas eitt af fáa jákvæða úr leiknum en eðlilegt að taka hann útaf þar sem hann er að koma úr meiðslum og spilaði á sunnudaginn.

    Lukaku hefur mikið bætt sig í að taka á móti boltanum og skýla honum og skila honum frá sér, með 80% heppnaðar sendingar sem er mjög gott hjá framherja. Fannast bara vanta alla greddu í sóknarleikinn. Vantar kraftinn frá McCarthy og Naismith.

    Okkar menn hljóta að fara rífa sig upp.

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef ég mætti segja tvö orð við Martinez þá yrði seinna orðið allavega off. Ég er gjörsamlega að gefast upp á þessu senda, senda tapa boltanum, tiki taka rugli.
    Ég held hreinlega að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að gera.

  12. Ari G skrifar:

    Þetta var hræðilegur leikur. Ég er í sjokki og orðlaus. Seinni hálfleikurinn er það versta sem ég hef séð frá Everton um árabil. Enginn á skilið að vera valinn bestur hörmung. Ég er orðlaus.

  13. Finnur skrifar:

    Skýrslan komin.

    Tek undir með Georgi; Lukaku flottur og hann og Mirallas það eina jákvæða í þessum leik. Vantar sárlega McCarthy og Naismith.

    Partur af mér skildi ekki af hverju uppbótartíminn var ekki tvöfalt lengri (5 innáskiptingar, 2 mörk, þrjár laaaaangar aðhlynningar vegna meiðsla)… En eftir á að hyggja held ég að okkur hafi bara verið greiði gerður með því að stytta kvölina.

  14. Ari S skrifar:

    Besic var fínn ekki gleyma honum, hannvar með skástu mönnum í gær og eiginlega voru hann og Mirallas bestu mennirnir. Ég er samt ekkert viss um að McCarthy og Naismith hefðu reddað einvherju eða breytt einvherju. Allt liðið var lélegt. Mér finnst eiginlega eins og að tímabilið sé farið eftir þennann leik. Auðvitað heldur maður áfram að fylgjast með en metnaðurinn fyrir 4. sætinu er farinn að mínu mati.k Aðeins eitt sem getur breytt því og það er sigur í næsta leik. Sem er ólíklegt aðmínu mati.

    Góðan dag Everton félagar 🙂

  15. Gestur skrifar:

    Martinez er maður sem ætlar ekki að kaupa neitt í janúar og treysta á ungu leikmenninna sem er bara fínt. En af hverju, eins og Everton spilaði í gær notar hann ekki allar skiptingarnar og eins var þetta á sunnudaginn síðasta. Minnir mikið á Moyes takta.

    • Finnur skrifar:

      Já, reyndar. Það er rétt hjá þér, Ari. Besic var fínn líka.

      Og já, ég hefði til dæmis viljað sjá Eto’o inn á líka. Að því gefnu að hann hafi verið metinn 100% fyrir leikinn (sem maður veit aldrei).

  16. halli skrifar:

    Èg veit ekki en 4 sigrar ì 14 deildarleikjum er bara ekki àsættanlegt viđ erum 9 stigum á eftir árinu ì fyrra og bùin ađ fá einhverjum 11 mörkum meira à okkur þannig að vandinn liggur ì varnarleiknum við erum bùin ađ skora 2 meira en ì fyrra. Stöpulinn aftast à vellinum er enginn ađ sjálfsögðu eru meiðslin mikil en hjálpi mér þađ byrja 11 inn á og menn verđa ađ gíra sig. Àfram Everton

  17. Gunnþór skrifar:

    málið er mjög einfalt liðinn eru farinn að lesa okkur eins og opna bók,sýnist markið vera eins hjá Hull og markið sem Soldado skoraði hjá okkur,maður sem hafði ekki skorað í nýju mánuði.Það eru eingar afsakanir teknar gildar, þetta er hrein hörmung í alla staði.Pollyana NEI TAKK.

    • Diddi skrifar:

      sammála Gunnþór, liðin eru farin að bíða í skotgröfunum og hirða boltann af Barkley sem getur ekki blautan skít, eða taka boltann af mönnum eftir hrikalega lélegar fyrstu snertingar (alls ekki sammála mönnum um að touchið hjá Lukaku hafi batnað, hann missir botann yfirleitt svona 3 metra frá sér) svo hlaupa þeir bara í gegnum vörnina hjá okkur 🙂

      • Georg skrifar:

        Diddi ég rökstuddi mitt comment með Lukaku með tölfræði úr leiknum svo ég get ekki verið sammála að hann sé ekki að bæta sig þar sem ég man ekki eftir leik sem hann hefur verið með 80% heppnaðra sendinga áður 🙂

        Vandamálið í þessum leik var aldrei Lukaku, vandamálið var að við vorum ekki að ná einu sinni að spila boltanum í seinni hálfleik fram yfir síðasta þriðjung svo það er seint að sakast við framherjann þegar liðið kemur ekki boltanum að framherjanum.

        Held að allir séu sammála um að þessi seinni hálfleikur var með því slakara sem maður hefur séð með Everton lengi. Við vorum alveg 15-20 mínútur í gang í þessum leik en vorum þó fínir fram að hálfleik og skoruðum gott mark, en þetta mark sem Hull skoraði virtist alveg fara í hausinn á mönnum.

        En lélegasta innkoma leikmanns í Everton treyjunni í mörg ár fær Pienaar þar sem hann átti varla heppnaða sendingu og missti boltann trekk í trekk á þessum 30 mín sem hann spilaði.

        • Diddi skrifar:

          Georg, ég var ekki að tala um heppnaðar sendingar heldur móttökuna hjá honum. Það telst ekki til misheppnaðra sendinga þegar boltinn spýtist langt frá manninum í stað þess að drepast á staðnum. Þetta hefur verið vandamál hjá fleirum en Lukaku en mjög algengt hjá Lukaku að geta ekki tekið á móti boltanum og drepa hann 🙂

          • Georg skrifar:

            Já hann þarf klárlega að bæta sig þar. Þ.e.a.s. að taka á móti boltan, skýla og koma honum frá sér en mér fannst ég sjá batametki á því í þessum leik enda hefur hann verið á aukaæfingum með King Duncan Ferguson. Hann er ennþá bara 21 árs og gleymir maður því oft en hann á klárlega bara eftir að verða betri.