Everton vs. Hull

Mynd: Everton FC.

Sem betur fer eru aðeins þrír dagar á milli leikja núna, sem er akkúrat það sem maður þarf til að ná afar svekkjandi tapleik gegn Tottenham úr kerfinu — leikur sem endaði átta leikja taplausri hrinu hjá Everton (í öllum keppnum) og fimm í Úrvalsdeildinni.

Því næst á dagskrá er heimaleikur gegn Hull sem virðast vera í frjálsu falli núna, hafa tapað fjórum leikjum í röð og ekki náð að sigra í síðustu 6 leikjum. Þeir duttu niður í fallsæti áðan þar sem Burnley náðu jafntefli á móti Newcastle og lyftu sér þar með upp fyrir Hull. Það er þó ekkert gefið í þeim efnum því gjafmildi Everton liðsins er vel þekkt, sérstaklega á móti vængbrotnum liðum. Hull hafa ekki náð að sigra á útivelli á tímabilinu frá því í þeirra fyrsta leik (gegn QPR) en einu stigin síðan þá hafa verið jafnteflisstig gegn Liverpool, Arsenal og Newcastle. Jelavic og félagar hans í sókninni hafa átt í miklum erfiðleikum með að skora undanfarið en þeir hafa jafnframt aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum.

Martinez sagði í viðtali að McCarthy myndi missa af leiknum og Gibson sömuleiðis en að Naismith ætti séns. Alcaraz og Stones eru eftir sem áður frá vegna meiðsla. Það var þó gleðiefni að sjá að Kone og Oviedo skoruðu báðir með U21 árs liði Everton í 3-2 sigri á móti Sunderland U21.  Ungliðinn Conor McAleny skoraði þriðja mark Everton en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli, líkt og þeir tveir fyrrnefndu. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, Osman, Mirallas, Eto’o, Barkley, Lukaku.

Hjá Hull er Gaston Ramirez í banni og Robert Snodgrass á meiðslalistanum en Abel Hernandez í barneignarleyfi.

Það er afar mikilvægt að ná þremur stigum úr þessum leik, því liðin sem maður bjóst við að myndu berjast við Everton um fjórða sætið virðast vera að rétta úr kútnum eftir slæma byrjun á tímabilinu. Það er kannski ágætt að búið er að tryggja fyrsta sætið í Europa League deildinni fyrir lokaleikinn í riðlakeppninni því þá er hægt að einbeita sér að því að klifra upp töfluna.

Hver er ykkar spá?

11 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Með sigri komumst við aftur uppfyrir Liverpoo á töflunni.
  Það þýðir bara eitt…. 1-2 fyrir Hull.

  • Diddi skrifar:

   okkur tókst nú samt einhvern veginn að komast upp fyrir liverp… fyrir nokkru síðan 🙂

   • Gunni D skrifar:

    Var það ekki á hinn veginn, þeim tókst að komast niður fyrir okkur.

 2. Orri skrifar:

  Burt með alla svartsýni.2-0 fyrir Everton.

 3. Halli skrifar:

  Það er svo gaman þegar enski boltinn er í fullum gangi. Það er eins og það séu alltaf leikdagar. Heimaleikur og það að rembast við að fylgja eftir liðunum í efri hlutanum kallar á sigur eigum við ekki bara taka 3-0 á þetta og Lukaku verður heitur með 2 og Coleman með 1.

  Sjáumst á Ölver.

 4. Halldór Sig skrifar:

  Þetta er alger skildusigur 3:0

 5. Ari S skrifar:

  5-1 sigur, Lukaku með þrennu.

 6. Diddi skrifar:

  Mirallas, Lukaku og Atsu klára 3 – 0 sigur í kvöld 🙂

 7. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin: http://everton.is/?p=8407

 8. Teddi skrifar:

  1-0. Lukaku.

%d bloggers like this: