Arouna Kone með sinn fyrsta leik í heilt ár

Mynd: Everton FC.

Meistari Ari S fylgdist vel með fréttum í kvöld og tók eftir því að Arouna Kone virðist orðinn alfarið heill af sínum meiðslum. Ari sendi eftirfarandi grein á Everton.is sem ég kem hér með á framfæri:

Arouna Kone lék í gærkvöld sinn fyrsta leik í heilt ár eftir erfið meiðsli. Leikurinn var með U-21 árs liði Everton en þar er leyfilegt að notast við einn þrjá útileikmann og einn markmann sem eru eldri en 21 árs eins og Martinez ákvað að gera í kvöld.

Kone sem er 31 árs var keyptur til Everton í júlí 2013 á 5 milljónir punda frá Wigan og hefur verð mjög óheppinn með meiðsli; er eiginlega búinn að vera meiddur síðan hann kom en hefur þó náð að spila 5 leiki fyrir félagið.

Hann lék allan fyrri hálfleikinn gegn Celtic eins og áætlunin var og stóðst hann álagið og kláraði sínar mínútur. Búast má við að Kone verði valinn í hópinn á næstu vikum en mikið leikjaálag er framundan til áramóta.

Kone átti gott skot á fyrstu tíu mínútum rétt yfir slána og náði síðan vel saman við Chris Long þegar þeir sköpuðu færi fyrir Conor Grant og skapaði síðan gott færi fyrir miðjumanninn Liam Walsh… þannig að hann virðist hafa komist vel frá þessum leik.

Þessar fyrstu fréttir af leiknum lofa góðu og vonandi — fyrir stuðningsmenn, þjálfara, leikmenn og ekki síst fyrir hann sjálfan — mun hann ná sér á strik. Spennandi verður þó að fylgjast með næstu dögum um það hvernig hann hefur komið líkamlega frá þessum leik.

Vonum það besta 🙂

4 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  reyndar leyfilegt að nota þrjá eldri útileikmenn + markmann eftir því sem ég best veit 🙂

 2. Ari S skrifar:

  Já það er rétt hjá þér, takk fyrir að benda á það Diddi mín mistök 🙂

 3. Finnur skrifar:

  Það kom mér svolítið á óvart en hann er í hópnum sem flaug út til að mæta Wolfsburg.
  http://www.evertonfc.com/news/2014/11/26/blues-depart-for-wolfsburg

  Líklega vegna þess að Naismith meiddist, en gott að fá hann til baka engu að síður.

 4. Ari S skrifar:

  Ef hann getur spilað í 45 mínútur þá getur hann spilað 5 mínútur í þessum leik. Það er nóg til þess að skora sigurmarkið 🙂

  Svona í alvöru talað þá vonar maður það besta fyrir hann.

%d bloggers like this: