Everton – Lille 3-0 (Europa League)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Distin,Hibbert, Barry, McCarthy, Osman, Naismith, McGeady, Lukaku. Bekkurinn: Joel, Gibson, Eto’o, Besic, Atsu, Pienaar, Barkley.

Everton byrjaði með látum og fengu þeir næstum draumabyrjun þegar Lukaku náði skot á mark á upphafsmínútu leiksins en vel varið hjá markverði Lille. Eftir það var þetta mest megnis Everton sem voru með boltann fyrstu 10 og að leita að glufum í vörn Lille. Lítið að gerast í framlínunni hjá Lille.

Naismith komst í skallafæri eftir aukaspyrnu Baines (sem McGeady vann upp við hornfána) en skallaði yfir markið.

Lille komust aðeins betur inn í leikinn eftir um stundarfjórðung, áttu horn sem var hreinsað frá og skot upp úr því sem Howard varði í horn. Einn af fáum sénsum sem Lille bjuggu til í fyrri hálfleik.

Everton voru ekki á því að hleypa Lille inn í leikinn og skelltu bara marki í andlitið á þeim. Lukaku átti flotta sendingu (e. flick) á McCarthy sem sendi upp til hægri á McGeady sem gaf fyrir. Yfir tvo Everton menn en á Osman sem tók hann á kassann, lagði hann fyrir sig og þrumaði inn. Innsiglaði árs framlengingu á samningi sínum með marki. 1-0 fyrir Everton eftir um 25 mínútna leik.

McGeady skapaði svo strax annað dauðafæri með fyrirgjöf af hinum kantinum. Lukaku skallaði þann bolta yfir (náði ekki að stýra honum almennilega) en hefði líklega átt að láta boltann vera því Naismith var óvaldaður í enn betra færi fyrir aftan hann.

Lukaku kom svo boltanum í netið á 33. mínútu þegar hann komst einn á móti markverði eftir flotta stungusendingu en dæmdur rangstæður, réttilega.

Það kom þó ekki að sök því ekki var langt í næsta mark. Naismith komst í dauðafæri á 41. mínútu, fékk stungu inn fyrir vörnina — gerði vel að halda sér réttstæðum — en glæsilega varið frá honum í horn. Og úr horninu skoraði Jagielka. Einfalt og auðvelt. 2-0 fyrir Everton.

Origi reyndi að svara með skalla eftir horn rétt fyrir lok hálfleiks en lítill kraftur í skallanum og ekkert mál fyrir Howard.

2-0 í hálfleik. Everton með tögl og haldir á leiknum og litu mjög vel út í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur var rólegri, minna um færi og spennu enda Everton nánast búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þeir kláruðu þó dæmið endanlega með marki frá Naismith á 60. mínútu. Undirbúningurinn svipaður og í fyrsta markinum, Lukaku framlengdi á Baines upp vinstra megin sem gaf lága sendingu fyrir á Naismith sem sneri af sér varnarmann og þrumaði í slána og inn. 3-0. Game over.

Það var svo sem ekki mikið markvert annað sem gerðist, nema kannski að Barry var skipt út af fyrir Gibson en Barry virtist meiðast í tæklingu og haltraði af velli. Vonandi ekki alvarlegt.

Svo kom Lukaku boltanum aftur í netið á 75. mínútu (circa), og allt eins og í fyrra skiptið, stunga inn fyrir vörnina, Lukaku með flott hlaup og komst einn á móti markverði en dæmdur rangstæður. Aftur réttilega.

3-0 sigur í höfn. Flott staðan í riðlinum…


uefa_europa_league_H_4

9 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    Flottur leikur og aldrey spurnig um sigur.En nú vantar mig 2 miða á næsta heimaleik Everton, þann 22. á móti West ham. Getur klúbburinn ekki reddað því fyrir mig í tæka tíð?

  2. Gunnþór skrifar:

    Flottur leikur ekki mikil fyrirstaða í kvöld,núna er bara fylgja eftir þessum flottu úrslitum í deildinni á sunnudagin.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Einn besti leikur Everton í vetur áns nokkurs vafa.
    Naismith var ótrúlegur fannst mér og markið magnað og átti annað frábært skot sem var frábærlega varið.

    Var ekki alveg viss með Lukaku en þegar betur er skoðað þá átti hann t.a.m. geggjaða sendingu á Baines sem gaf markið hjá Naismith og Lukaku átti frábært skot á fyrstu mínútu sem var frábærlega varið og hann skoraði einnig löglegt mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Svo heilt yfir var Lukaku að standa sig vel.

    Hibbert var magnaður líka sem og öll vörnin og McCarthy var klárlega besti maður leiksins að mínu mati, þvílíkur vinnuhestur.

    Besti leikur Osman á leiktíðinni og klárlega annar Osman sem mætti í þennan leik en þann seinasta um liðna helgi.

    Gibson kom frábærlega inn fyrir Barry og Besic átti flekklausan leik en Atsu var svona lala eftir að hann kom inná (eins og leiktíðin hefur reyndar verið að spilast hjá garminum).

    Frábær úrslit, slys ef við komumst ekki áfram úr þessum riðli og héldu markinu sannfærandi hreinu og menn líklega ekkert of þreyttir eftir þennan leik sem ætti að skila mönnum hressum í leikinn á sunnudaginn.

    Voru menn eitthvað að pæla í mannskapnum á bekknum?
    Gibson, Eto’o, Besic, Barkley, Atsu, Pienaar, Robles.
    Klárlega besti bekkur sem ég hef séð hjá Everton í fjöldamörg ár. Ekki má heldur gleyma að frá eru menn eins og Mirallas, Stones, Alcaras, Kone o.fl.

    Við erum að fara að klára Sunderland á sunnudaginn er ég viss um.

    Enn og aftur, frábær leikur í kvöld.

  4. Teddi skrifar:

    Jibbý Jolly Cola, frábær leikur þar sem vel spilandi lið vann leiðinda varnartaktík.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Flottur sigur hjá okkar mönnum en mikið agalega var leiðinlegt að heyra lýsandann staglast á því hvað Lille væru latir, áhugalausir og hugmyndasnauðir.
    Þeir voru einfaldlega yfirspilaðir af miklu betra liði.
    Nú er bara að fara til Sunderland á sunnudag og taka 3 stig.

  6. Ari S skrifar:

    Ingvar horfðir þú á stöð2sport? Þeir eru oft svona, gera lítið úr þeim sem eru lélegir (eðlilega segja sumir) og minna úr þeim sem eru góðir, þeir gera það án þess að vita af því held ég. Þeim finnst þetta eigi að vera svona.

    Ég sá leikinn á stöð2 sport í fyrri hálleik en kláraði síðari hálfleikinn á elrlendri rás. Lýsandinn var ekki samt ekki sem verstur… 🙂

    Já frábær leikur hjá okkar mönnum, Osman kúl í fyrsta markinu, Jagielka flottur í örðu markinu og þriðja markið… vá! Þvílík spilamennska, algert rúst…. Baines-Lukaku-Baines-Naismith búmm!

    McCarthy er alltaf að minna mig meira og meira á Paul Bracewell frábær leikur hjá honum, maður tekur kannski ekki alltaf eftir honum og hann skorar kannski ekki mikið (Martinez tók hann ekki til sín frá Wigan til þess að skora hehe) en hann vinnur sína vinnu kallinn, það er nokkuð ljóst. Gareth Barry er þá Peter Reid. Þvílík áhrif sem eldri kallarnir eru að gefa þeim yngri í þessu liði. Barry talar og talar á velinum, alltaf að gefa ráð og láta heyra í sér.

    Naismith, maður leiksins að mínu mati.

    rakst á einkunnir leikmanna á mail online:

    Howard 6.5
    Hibbert 6.5
    Jagielka 7
    Distin 7
    Baines 7.5
    McCarthy 7.5
    Barry 6.5
    McGeady 8
    Osman 7.5
    Naismith 8
    Lukau 7

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Já ég sá leikinn þar, trúlega hefur þetta verið poolaragarmur sem lýsti leiknum og verið hundfúll yfir því að þessi Origi er ekkert spes.

  7. Ari G skrifar:

    Besti leikur Everton í vetur. Allt liðið spilaði vel samt fannst mér MaCarthy og Jagielka bestu menn Everton. Heimta Distin byrji í öllum leikjum þangað til Stones kemur aftur.