Síðasti séns að panta bol og helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Áður en við förum yfir helstu fréttir er rétt að minnast á að lokafrestur til að panta Everton polo-bol er í dag.

Martinez staðfesti eftir leikinn að Alcaraz væri meiddur og myndi vera frá um nokkurt skeið. Hann lenti illa á leiknum gegn Swansea og meiddist á öxl og þar með eru tveir af miðvörðum okkar meiddir (Stones og Alcaraz) sem er ekki alveg það sem maður hefði kosið með jafn marga leiki sem framundan eru og raun ber vitni.

Hann hafði þó ekki áhyggjur af þeim sem fyrir eru, en bæði Tyias Browning og Distin eru til reiðu; Browning þegar búinn að spila tvo leiki, og Distin, þrátt fyrir brösuga byrjun á tímabilinu, hjálpaði til við að halda hreinu á móti Lille og þekkir það út og inn að spila við hlið Jagielka.

Einnig kom fram að Arouna Kone myndi ekki verða leikfær fyrr en í janúar en hann hefur verið sérdeilis óheppinn með meiðsli frá því hann kom frá Wigan.

Í öðrum fréttum er það helst að U21 árs liðið tapaði fyrir Manchester City U21 á útivelli, 3-1, en mark Everton skoraði Hallam Hope. Oviedo var í byrjunarliðinu í þeim leik sem er gott að sjá og vonandi að hann nái sama formi og hann sýndi áður en fótbrotið átti sér stað. U18 ára liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool U18, 1-1 á útivelli, en mark Everton skoraði George Newell. Everton hefðu getað tekið öll þrjú stigin en létu verja frá sér víti en U18 eru þó enn ósigraðir í síðustu 6 leikjum.

4 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Upp um eitt sæti í dag án þess að spila leik. 🙂

  2. Diddi skrifar:

    Nei, helv. tottenham fengu gefins stig í dag og fóru upp fyrir okkur 🙂