Everton – Aston Villa 3-0

Mynd: Everton FC.

Everton virðist vera komið á sigurbrautina aftur eftir flottan 3-0 sigur á Aston Villa sem sáu sjaldnast til sólar og náðu aðeins tvö skot á mark Everton í öllum leiknum.

Uppstillingin: Howard, Baines, Alcaraz, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Osman, Barkley, Naismith, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Hibbert, Gibson, Besic, Pienaar, McGeady, Eto’o.

Sem sagt: Coleman, McCarthy og Barkley allir orðnir nægilega góðir til að fá sæti í byrjunarliðinu sem eru frábærar fréttir.

Leikurinn byrjaði rólega og lítið að gerast fyrsta korterið en á 15. mínútu áttu liðin sitt hvort skotið á markið, fyrst Cleverly hjá Villa sem átti slakt skot beint, að mig minnir, á Howard og svo glæsilegt skot hjá Barkley sem Guzan varði í horn. Baines tók hornið stutt, fékk hann aftur og sendi hann fyrir á Jagileka sem skallaði í netið. Einfalt og áhrifaríkt. 1-0 Everton.

Manni sýndist Villa ætluðu að komast betur inn í leikinn við þetta og þeir náðu að setja svolitla pressu á Everton. Í einni sókn náði sóknarmaður að skilja Osman eftir við vítateigshornið og halda með boltann í átt að D-inu en skaut svo hárfínt framhjá fjærstönginni á 25. mínútu. En það dó út hjá þeim og ekki mikið sem reyndi á sterka vörn Everton í leiknum.

Þung sókn Everton fylgdi hins vegar í kjölfarið, undir lok hálfleiks. Coleman átti glæsilegt skot sem var varið og boltinn virtist ganga hliðarlína á milli með háum sendingum fyrir framan markið sem og út í teig aftur fyrir varnarlínuna en færin létu á sér standa.

1-0 í hálfleik.

Það tók Everton aðeins tvær mínútur að bæta við marki í seinni hállfeik. McCarthy vann boltann af miklu harðfylgi við miðju, setti hann upp á kantinn á Barkley vinstra megin sem framlengdi á Lukaku við vítateiginn. Lukaku nýtti sér styrk sinn og hélt einfaldlega varnarmanni í ákveðinn fjarlægð frá sér og skaut föstu skoti. Guzan varði boltann en inn lak hann samt. 2-0 fyrir Everton.

Villa komu boltanum í netið á 55. mínútu en markið réttilega dæmt af fyrir bakhrindingu Benteke á Alcaraz. Everton svaraði með skoti frá Osman á 58. mínútu sem var varið.

Barkley skipt út af á 64. mínútu og Pienaar kom inn á. Fjórði maðurinn af meiðslalistanum sem kom við sögu í leiknum.

Á 75. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar Villa maður braut af sér utan eigin teigs. Osman var eldfljótur að taka aukaspyrnuna, sendi upp í vinstra horn á Baines sem sendi strax fyrir á Coleman sem læddist aftur fyrir varnarmann og laumaði boltanum inn. Aftur: einfalt og áhrifaríkt. Staðan orðin 3-0 og vel verðskuldað.

Villa menn fengu ágætis færi á 78 mínútu, sem reyndist seinna skot þeirra sem rataði á markið í öllum leiknum. Það var bylmingsfast svo að Howard kastaði sér fram og sló boltann áfram, beint á Baines sem var fljótur að hugsa og skallaði hann til baka og Howard kæfði það í fæðingu.

Eto’o og Gibson komu inn á á lokamínútunum fyrir Naimsith og Lukaku. Gibson komst í ákjósanlegt færi til að setja fjórða markið á þá en varið í horn og dómarinn flautaði leikinn af. Hefði verið gaman að setja fleiri mörk á þá en allir hákarlarnir sem þeir mættu eftir að hafa unnið Liverpool (Chelsea, City og Arsenal).

61% possession hjá Everton í leiknum og 6 tilraunir sem rötuðu á mark Villa á móti tveimur á mark Everton.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6 („had little to nothing to do“), Baines 8, Jagielka 7, Alcaraz 6, Coleman 7, McCarthy 7, Barry 6, Barkley 7, Osman 7, Naismith 7, Lukaku 7. Varamenn: Gibson, Eto’o og Pienaar, allir með 6. Rétt rúmur meirihluti hjá Villa með 6 (enginn yfir 6), þrír með 5 og tveir með 4. (!) Enda gjarnan sagð að liðin spila jafnvel og andstæðingurinn leyfir en Everton leikmennirnir alls ekki á þeim buxunum. Það hefur verið allt of lítið um að stigasöfnunin fylgi spilamennskunni en það gekk þó eftir í dag. Meira svona.

11 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Flottur leikur hjá Everton. Langbesti leikur Baines á tímabilinu maður leiksins að mínu mati. Gott að meiðslamennirnir séu farnir að spila aftur. Vörnin loksins frábær annars er meðalmennskan allsráðandi hjá leikmennum Everton.

  2. halli skrifar:

    Það var svakalega gaman á Goodison Park í dag uppselt og stemmingin frábær. Mér fannst við vera með leíkinn allan tímann. Það eina sem truflaði mig í dag var hversu hægir við vorum í uppspilinu en samt góðir á boltanum og öryggið uppmálað. Getur Jags bara ekki hætt að skora? Ekki það að ég vilji kvarta eitthvað undan því. Og eigum við ekki bestu bakverði deildarinnar?

    Kv
    Halli

  3. Ari S skrifar:

    Þá þurfum við nú ekki að hafa áhyggjur af næstu leikjum kæri nafni ef að þessi flotti sigur hjá Everton er meðalmennskan allsráðandi. Maður er strax farinn að hlakka til næsta leiks í Frakklandi og næstu leikja í deildinni 🙂

    Frábær dagur hjá okkar mönnum og sérstaklega gaman að sjá þá Barkley, Coleman og McCarthy byrja inná í dag. Alcaras stóð sig einnig vel. Á köflum yfirspiluðu okkar Everton menn andstæðinga sína í dag og vonandi er þetta það sem koma skal.

    Áfram Everton!

    ps.
    Það er rétt Halli við vorum með leikinn allann tímann. Hægt spil sem að endaði á Howard er bara hluti af yfirburðunum og með smá meiri frekju gat Everton skorað fleiri mörk en þetta var samt alveg nóg að mínu mati. 3-0 og Barkley byrjaður aftur, hvað getur maður beðið um meira?

  4. halli skrifar:

    Eruð þið sammála mér um að Lukaku var allt annar og betri leikmaður í dag eftir að hann skoraði sjálfstraustið hefur svo mikið að segja

  5. Ari S skrifar:

    Já ég get alveg verið sammála því… mér fannst reyndar eins og honum liði betur/spilar betur með Barkley í kringum sig… kannski bara ímyndun í mér og óskhyggja…. en sjálfstraust hefur mikið að segja og Lukaku er enn bara 21 árs gamall kjúlli… við (ég) stuðningsmenn gleymum því stundum…

  6. Finnur skrifar:

    Við höfum átt í nokkrum erfiðleikum með að finna rétt jafnvægi milli varnar og sóknar en ekki hægt að segja annað en að það hafi tekist ágætlega í þessum leik. Flott að ná að halda skotum á okkar mark í aðeins tveimur talsins — það þýddi náttúrulega að þeir hefðu ekki getað jafnað/unnið þó þeir hefðu náð 100% nýtingu skota, eins og stundum hefur verið raunin.

  7. Gunnþór skrifar:

    Flott 3 stig.

  8. Gestur skrifar:

    frábær sigur, Alkaraz getur þetta alveg

  9. Finnur skrifar:

    Og við eigum nánast alla varnarlínuna í liði vikunnar að mati BBC:
    http://m.bbc.com/sport/football/29681650
    (Baines, Jagielka og Coleman).

  10. halli skrifar:

    Enda eru þarna menn með sitthvorum markið og einn með 2 stoðsendingar