Everton bolir til sölu í október

Everton klúbburinn á Íslandi býður nú til sölu í takmarkaðan tíma vandaða polo boli fyrir félagsmenn.

Bolirnir eru svartir með saumuðu Everton logo vinstra megin og nafni viðkomandi hægra megin en á bakinu er lítið og nett everton.is eins og sjá má hér að neðan (smellið á mynd til að sjá stærri).

Bolirnir eru í stærð S-M-L-XL-XXL og kosta 4500 kr. stykkið en hægt er að panta þá hér.

Everton bolur - framhlið

Everton bolur – framhlið

Everton bolur - framhlið (nær)

Everton bolur – framhlið (nær)

Everton bolur - bakhlið

Everton bolur – bakhlið


Smellið hér til að panta. Tilboðið gildir út október, eins og áður sagði.

4 Athugasemdir

 1. Georg skrifar:

  Frábært framtak hjá ykkur, eins og svo margt annað sem þið eruð að gera. Ég er að sjálfsgöðu búinn að panta 1 stk og hvet alla til að eiga svona bol!

 2. Finnur skrifar:

  Takk fyrir hrósið Georg! Maður var varla búinn að skella upp auglýsingunni þegar þú varst búinn að panta og á þeim stutta tíma sem síðan er liðinn eru fjórir aðrir búnir að leggja inn pöntun. Gott mál!

  Veit ekki hvernig verður með afhendingu fyrir þau ykkar sem búið úti á landi (sem þú spurðir um prívat) — þarf að kanna það.

 3. Georg skrifar:

  Það er annars ekkert mál að redda þessu. Ég get látið einhvern sækja þetta í rvk, það ætti að vera lítið mál.

 4. Orri skrifar:

  Sælir félagar.Þetta er snildarframtak hjá ykkur.Nú er bara að athuga hvaða stærð maður þarf.Ég tek pottþétt bol.

%d bloggers like this: