Krasnodar vs. Everton (Europa League)

Mynd: Everton FC.

Meistari Ari S hafði samband og sendi þessa fínu upphitun fyrir leikinn gegn Krasnodar til birtingar á Everton. Við þökkum honum kærlega fyrir — alltaf kærkomið að fá fleiri penna á síðuna og hvetjum við ykkur til að fylgja því fordæmi, líkt og Georg, Elvar og Haraldur Örn hafa gert. Hafið bara samband (sjá hér — eða bara í kommentakerfinu) ef þið viljið skrifa. Ég gef Ara orðið:

Evrópudeildarkeppni Everton byrjaði með látum í fyrsta leiknum gegn Wolfsburg 18. september síðastliðinn. Átta (brjálaðir?) Íslendingar voru mættir til að hvetja okkar menn og stóðu sig vel rétt eins og Everton liðið sem vann stórsigur 4-1 og eru efstir í riðlinum eftir fyrstu umferð.


Staðan í H riðli eftir fyrstu umferðina


En nú er komið að löngu ferðalagi til Rússlands fyrir leik gegn FC Krasnodar á fimmtudaginn 2. október kl. 16:00 en það er mjög ungt félag — stofnað árið 2008. Gott unglingastarf eiga þeir sameiginlegt með Everton og almennt er mikill uppgangur hjá félaginu. Byrjuðu fyrsta tímabilið í þriðju deild en voru komnir í efstu deild aðeins tveimur árum eftir stofnun félagsins. Nýr völlur er á leiðinni og léku þeir sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni þann 17. júlí í sumar. Það þarf varla að taka það fram að eigandi félagsins Sergey Galitsky á nóg af peningum.

Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður Íslands, leikur sem miðvörður með FC Krasnodar og fær líklega það hlutverk að gæta annaðhvort Lukaku eða Eto’o sem verður spennandi að sjá. Nær öruggt er að McGeady verður með en hann þekkir vel til rússneska boltans og minntist á einn vin sinn sem lék með honum hjá Spartak Moskva en sá heitir því skemmtilega nafni Ari og er frá Brasilíu (sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Ariclenes_da_Silva_Ferreira).

Það er erfiður útileikur framundan strax um næstu helgi þannig að mögulegt er að þó nokkrir verði hvíldir en ein möguleg uppstilling: Howard, Garbutt, Distin, Alcaraz, Browning, McGeady, Atsu, Gibson, Osman(/Besic), Long (eða annar framherji úr U21 árs liðinu), Eto’o. Varamenn: Robles, Stones, Oviedo/Baines, Jagielka, Gibson/McCarthy, Lukaku/Naismith og aðrir verða hvíldir en hugsanlegt er þó að vinur okkar Tony Hibbert verði þarna í hópnum, Barry fær trúlega hvíld en spurning er hvort að Arouna Kone fái að spreyta sig…

5 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Úff, það virðist vera búið að staðfesta að eiginlega allir sem heilir voru úr aðalliðinu hafi flogið til Rússlands:

  Howard, Joel, Baines, Garbutt, Jagielka, Stones, Alcaraz, Hibbert, Browning, Ledson, Barry, Gibson, Besic, Osman, Oviedo, McGeady, Atsu, Naismith, Eto’o, Lukaku.

  Í listann vantar að sjálfsögðu þá sem eru meiddir: Coleman, Mirallas, Pienaar og Kone — eðlilegt að þeir sitji eftir. En Distin og McCarthy eru þeir einu, af þeim sem maður allavega _hélt_ að væru heilir, sem sitja eftir.

  Þetta verður eitthvað. 🙂

 2. Gestur skrifar:

  Það er nú hægt að gera alveg fínast lið úr þessum hóp, en það er ekki gott að missa Mirallas lengi , hann er mjög mikilvægur liðinu framm á við. Alveg ösku fljótur.

 3. Gunnþór skrifar:

  Þurfum að eiga töluvert betri leik en gegn Liverpool til að fá eitthvað út úr þessum leik.

 4. halli skrifar:

  Flott upphitun Ari gaman af því að menn komi inn með greinar og leysi Finn af vonandi koma fleiri sem hafa gaman af því að skrifa hvort sem það séu leikskrár eða upphitaðir. Er ekki mæting á Ölver á morgun kl 16. Ég spái 0-2 Eto’ó með bæði

 5. Finnur skrifar:

  Ég mæti. Vonast til að sjá ykkur sem flest!

%d bloggers like this: