Aðalfundur 27. september 2014

Mynd: Everton FC.

Stjórn Everton klúbbsins á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 27. september 2014, kl. 10:15. Fundurinn verður haldinn á Ölveri í Everton stofunni (þar sem við höfum verið að hittast reglulega til að horfa á Everton spila). Kaffi og kleinur verða á boðstólum í boði klúbbsins.

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðis- og tillögurétt á fundinum en fundurinn er opinn öllum Everton stuðningsmönnum (ekki bara skráðum félagsmönnum). Fundir þessir hafa verið vel sóttir og vonumst við eftir því að sjá ykkur sem allra flest.

Dagskrá aðalfundar (skv. lögum félagsins) verður:

– Kosning fundarstjóra og fundarritara.
– Stjórn leggur fram skýrslu tveggja síðustu starfsára.
– Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga.
– Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
– Lagabreytingar, löglega fram bornar.
– Kosning 7 stjórnarmanna til tveggja ára.
– Kosning endurskoðenda.
– Ákvörðun um árgjald.
– Önnur mál.

Stjórnin mun á aðalfundinum boða til kosninga um nokkrar lagabreytingar sem útlistaðar eru nánar hér. Í vinstri dálki á þessari síðu eru gömlu lögin og þau nýju hægra megin sem kosið verður um á aðalfundi. Fyrir utan minniháttar lagfæringar á málfari og stafsetningu eru þrjár nýjar greinar sem hafa bæst við:

2. grein — sem tilgreinir varnarþing félagsins.
4. grein — sem útlistar tilgang félagsins.
14. grein — þar sem í fyrsta skipti er tilgreint hvernig ráðstafa megi rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins (eingöngu í samræmi við tilgang félagsins).

Að auki hefur verið skerpt á ýmsum atriðum sem voru óljós, eins og hvernig megi ráðstafa fjármunum félagsins ef félaginu yrði slitið.

Ykkur til hægðarauka höfum við sett upp nýju (tillöguna) í heild sinni hér.

Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér lagabreytingarnar áður en til aðalfundar kemur.

Að fundi loknum gerum við okkur glaðan dag og horfum saman á leik Liverpool og Everton, sem hefst kl. 11:45. Tökum fram bláu treyjurnar, skreytum salinn bláan og tökum fána og slíkt með okkur. Fyrir þau ykkar sem ekki ná að mæta á fundinn endilega látið sjá ykkur á leiknum. Það eru bjartir og góðir tímar framundan!

Kveðjur, Stjórnin.

Formaður: Haraldur Örn Hannesson
Varaformaður: Baldvin Þór Heiðarsson
Gjaldkeri: Eyþór Hjartarson
Ritari: Finnur Breki Þórarinsson
Meðstjórnandi: Óðinn Halldórsson

Varamenn: Gunnþór Kristjánsson og Róbert Eyþórsson.

9 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Nú vonum við í stjórninni eftir því að sjá sem flesta á aðalfundi og tjá sig um störf klubbsins hvort sem er það sem gott er gert eða sem betur mætti gera.

  Kv

  Halli

 2. Einar G skrifar:

  Er búið að senda út rukkun fyrir núverandi tímabil?

 3. Finnur skrifar:

  Albert á Siglufirði benti á að ekki sé rétt að nefna þetta ‘endurskoðendur’ og Halli benti á að í húsfélögum er þetta nefnt skoðunarmaður. Ég uppfærði því lagabreytingartillöguna til samræmis (https://www.diffchecker.com/yok0w9y7).

 4. Orri skrifar:

  Sælir félagar.’eg verð á sjó svo að ég mæti ekki á aðalfund.Vona að allt gangi vel,ég styð hugmyndina frá Albert.

 5. Gunni D skrifar:

  Sælir félagar.Hvernig tilkynnir maður um breytt heimilisfag. Vil helst ekki lenda í vanskilum með félagsgjaldið.

%d bloggers like this: