West Brom vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Landsleikjahrinunni er lokið og alltaf svolítið stress að sjá hvort einhverjir komi til baka meiddir. Svo virðist þó ekki vera þó um 13 leikmenn hafi verið á ferðalagi hingað og þangað að þessu sinni. Allir eru komnir aftur, nema Atsu og Besic sem koma síðar. Það sem mestu máli skiptir þó, eins og Martinez benti á, er að leikmenn njóti fótboltans og komi til baka sterkir og með gott sjálfstraust eftir gott gengi með landsliðum sínum. Og það virðist eiga við hér.

Næsti leikur er gegn West Brom á útivelli kl. 14:00 á laugardaginn og tölfræðin í síðustu 7 leikjum gegn þeim er alls ekki slæm: fjórir sigrar, tvö jafntefli og eitt tap. Það þarf að hafa góðar gætur á Saido Berahino, en hann er sá eini sem hefur náð að skora fyrir West Brom hingað til — tvö mörk í þremur leikjum (annað mark hans reyndar úr víti). Þeir eru án sigurs á tímabilinu, ef frá er skilin sigur á D-deildar-liði Oxford í vítaspyrnukeppni í League Cup.

Þó Osman (sem fékk högg á kálfa í leik gegn Stoke) og Eto’o (sem meiddist í nára gegn Chelsea) séu með einhver minniháttar meiðsli sem metin verða fyrir leikdag þá er almennt séð að rofa til í meiðsladeildinni hjá Everton en til dæmis er Lukaku sagður heill eftir támeiðslin. Pienaar, Kone og Oviedo eru allir farnir að æfa með hópnum og Kone og Oviedo náðu klukkutíma af fótbolta í vináttuleik gegn Stoke sem er frábært að sjá eftir um ár í meiðslum hjá þeim. Ross Barkley er, eftir 4 vikur, hálfnaður með sitt meiðslatímabil, að mati Martinez en allir aðrir eru heilir og það er mikilvægt að fá eins marga til baka og hægt er því 7 leikir eru framundan á næstu þremur vikum.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka/Stones, Coleman, Mirallas, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að þriðji útvarpsþáttur Everton er aðgengilegur hér.

Sjáumst á Ölveri á laugardaginn!

7 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Spái 1-2 sigri Everton. Það er freistandi að spá Naismith marki en á erfitt með að trúa að hann setji mark fjórða leikinn í röð. Það hlýtur því að vera komið að McCarthy og Distin. Þið sáuð það hér fyrst! 🙂

 2. þorri skrifar:

  Gaman gaman nú byrjar hann aftur eftir hlé. Og Everton fær WBA úti hörkuleikur þar á ferð. Og auðvitað vinnum við leikinn 1-3 mér er alveg sama hver skorar bara við vinnum.

 3. þorri skrifar:

  Sælir félagar, veit einhver um síðu sem hægt er að fara á netinu til að horfa á. Það væri gott ef einhver ykkar myndi segja mér það, það yrði æðislegt, því ég á erfitt með horfa á hann í sjónvarpinu um helgina.

 4. Orri skrifar:

  Ég kem með mína spá þegar að Ingvar er kominn með sína spá.

 5. Kiddi skrifar:

  Þrjú stig í dag eru nauðsynleg, ég spái 0-3 Baines með tvö og Mc Geady með eitt.
  Ég hef séð einn leik á tímabilinu en það var Arsenal leikurinn, þvílík vonbrigði að næla ekki í sigur.
  Við erum með skemmtilegt lið sem hefur hikstað rétt í byrjun, en gæðin eru til staðar.
  Svona vil ég sjá byrjunarliðið í dag:
  Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Mirallas, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Eto

 6. Ari G skrifar:

  Spái 3:1 fyrir Everton. Naismith Lukaku og Eto. Sammála KIdda með byrjunarliðið nema ég vill byrja með Lukaku og síðan Eto í seinni hálfleik í stað Naismith eða Lukaku.

 7. Finnur skrifar:

  Klukkutími í leik. Uppstillingin komin: http://everton.is/?p=7886

%d bloggers like this: