Félagaskiptaglugginn að loka

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn er um það bil að lokast (Uppfært: Hann er nú lokaður) og allt með kyrrum kjörum eins og er — en aldrei að vita hvað gerist, eins og Martinez sýndi fyrir síðasta tímabil!

Við munum uppfæra þessa færslu ef eitthvað bitastætt gerist, þó maður eigi síður von á því — enda kaupin fyrr í glugganum farin að skríða í áttina að 40 milljónum punda.

Sjáum hvað setur. Látið vita í kommentakerfinu ef þið heyrið eitthvað staðfest.

Uppfært 20:20: Eins og Elvar benti á þá fór ungliðinn Shane Duffy til Blackburn á dögunum. Þetta var staðfest af klúbbnum fyrr í dag. Við þökkum honum kærlega fyrir dygga þjónustu en hann var hjá klúbbnum frá 16 ára aldri.

21:17: Sky segja að ekki hafi náðst samkomulag um að Cleverly kæmi til Everton. Veit ekki alveg hvað maður á að halda um það. #yppi öxlum#

21:29 Rennum yfir félagaskiptagluggann hingað til:

Inn:

Romelu Lukaku frá Chel­sea: 28 M punda.
Ga­reth Barry frá Manchester City: free transfer eða 1M punda, eftir því hvaða fréttamiðill á í hlut.
Samu­el Et­o’o frá Chel­sea (free transfer)
Muhamed Besic frá Ferencváros: 4M punda.
Brend­an Galloway frá MK Dons (ungliði fyrir ótilgreinda upphæð)
Christian Atsu frá Chel­sea (lán)
Uppfært: David Henen (lán)

Út:

Shane Duffy seldur til Blackburn (á 1.5M punda, skv. fréttamiðlum)
Aposto­los Velli­os á free transfer (fór til Blackpool)
Magaye Gu­eye á free transfer (fór til Millwall)

Lánsmenn (út):

Francisco Juni­or til Ströms­god­set
Matt­hew Kenn­e­dy til Hi­berni­an
John Lund­stram til Blackpool

Held ég sé ekki að gleyma neinu.

21:45 Rétt rúmur klukkutími eftir af glugganum (lokar 23:00 að íslenskum tíma) og ég var að hlusta á alveg *svakalega* spennandi frétt á Sky Sports um… að það væri ekkert að gerast varðandi Tom Cleverly. (geisp)

22:07 Nei, reyndar — afsakið. Glugginn lokast kl. 23:00 að _breskum_ tíma, sem þýðir að hann var að lokast en fregnir af félagaskiptum gætu borist síðar í kvöld þar sem tíma tekur að staðfesta kaup og sölur. En — eins og kom fram í upphafi — á síður von á því.

Uppfært: Seint um kvöldið kom svo í ljós að gengið hefði verið frá lánssamningi við David Henen, sem er ungur og bráðefnilegur sóknarmaður frá Olympiakos en hann fer væntanlega beint í akademíuna.

33 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Ég kom með fréttir af því fyrir um 2 dögum að Shane Duffy væri á leiðinni til Blackburn og menn ekki alveg að trúa því. Nú er það staðfest kæru félagar, ég er bara með þessi félagsskipti í puttunum, einfalt.

 2. Finnur skrifar:

  Elvar er alveg með þetta. 🙂

  Uppfæri fréttina.

 3. Finnur skrifar:

  Menn voru lítið spenntir fyrir Welbeck á dögunum. Arsenal voru að kaupa hann á 16M punda skv. BBC.

 4. Diddi skrifar:

  Spái Hatem Ben Arfa sem cover fyrir meiddan Pienaar, það verður á síðustu stundu 🙂

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ben Arfa er að fara til Hull.

 6. Diddi skrifar:

  ekki frágengið Ingvar minn, bíddu bara 🙂

 7. Finnur skrifar:

  Bíddu, er *Diddi* núna orðinn spenntur fyrir Ben Arfa? Varstu ekki að tala um að eitthvað attitude vandamál væri í gangi hjá honum? 🙂

  Segi svona. 🙂 Ég held að þar sé góður leikmaður á ferð. Ég fór reyndar að hugsa þegar þú (að mig minnir) minntist á þetta á sínum tíma að við höfum átt ágætu láni að fagna með menn sem áttu erfitt uppdráttar hjá fyrri liðum. Nýlegt dæmi: „Pienaar struggled at Dortmund and never felt truly accepted by the other players at the club“, skv. Wikipedia. Við keyptum hann á 2M punda og hann hefur aldeilis blómstrað.

  McGeady var líka úti í kuldanum hjá Spartak í Rússlandi þegar við keyptum hann. Hefði auðveldlega verið hægt að setja attitude stimpilinn á hann líka en hann kom fyrir lítið sem ekkert og vann sig í huga og hjarta Didda eiginlega bara í fyrsta leik tímabilsins! 😉

 8. Finnur skrifar:

  This just in… „Sky sources understand Everton’s proposed loan move for Manchester United midfielder Tom Cleverley is off after failing to agree a deal.“

  Ekki það að maður hefði átt von á að þetta myndi nokkurn tímann gerast (eða séð þörf á því) — þó hann hafi blómstrað undir stjórn Martinez hjá Wigan og verið einn af þeirra bestu leikmönnum (aftur, skv. Wikipediu).

 9. Diddi skrifar:

  ég hef ekki sagst vera neitt spenntur fyrir honum Finnur, þú verður að læra að lesa, þú rangtúlkar allt sem við hinum skrifum hérna.

 10. Finnur skrifar:

  Greinilega. Hughreystir Ingvar og sannfærir hann um að Ben Arfa sé raunverulega á leiðinni. Ég verð greinilega að stilla kaldhæðnis-filterinn minn. 😀

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér er alveg sama um Ben Arfa, hann er ekki maður sem okkur vantar.
  Okkur vantar miðvörð og helst tvo, plús markvörð til að setja pressu á Howard. Joel er ekki nógu góður.
  En þetta er nú bara mín skoðun.

 12. Diddi skrifar:

  við þurfum ekkert að styrkja vörnina , af hverju ætti hún ekki að virka í vetur???? ég hef engar áhyggjur 🙂 en fótboltaferðin verður löng ef fyrri leikdagurinn er 18 mai og sá seinni 21. sept. Ég hef ekki tíma til að vera í fjóra mánuði úti 🙂

  • Finnur skrifar:

   Hah! Copy-paste villa. Takk fyrir að benda á hana! 🙂
   Búinn að laga.

 13. Finnur skrifar:

  Ætla að taka mér smá pásu frá Refresh takkanum. Vekið mig ef eitthvað gerist. 😉

 14. Gestur skrifar:

  þetta var nú lélegur gluggi fyrir Everton, það getur orðið erfiður vetur hjá okkur.

  • Finnur skrifar:

   Alveg sammála. Algjörlega skelfilegur gluggi. Enginn lykilmaður farinn, bestu mennirnir og framtíðin öll komin á langtímasamninga. Nýtt félagsmet sett með kaupum á framherjanum sem við vonuðumst eftir og það lítur því út fyrir að þetta gæti orðið mjög erfiður vetur.

   Hey, af hverju horfið þið svona á mig? Ég er í *alvörunni* að reyna að fitta inn hérna í kommentakerfinu! 😉

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ég myndi ekki segja að hann hafi verið lélegur. Við erum búnir að auka gæðin í leikmannahópnum heilmikið.
   EN!!! Það er alltaf eitthvað en. Við hefðum þurft að styrkja vörnina. Hún hefur ekki verið góð, hvorki í pre-season eða í þessum fyrstu leikjum.

   • Gestur skrifar:

    ég sagði erfiður ekki lélegur, en við hefðum getað hrist aðeins upp í hlutunum. Þeir hafa nú ekki verið að ganga neitt sérsaklega vel.

   • Finnur skrifar:

    Jæja, látum það liggja milli hluta. Sýnist sem það sé lítið að frétta héðan af. Líklega kominn háttatími. Ef einhver á vaktinni sér eitthvað spennandi þá endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu. 🙂

 15. Orri skrifar:

  Eigum við ekki að hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Út með alla svartsýni.

 16. Gestur skrifar:

  voðalega er það viðkvæmt að spá í hlutina , þarf það alltaf að vera svartsýni. Ég get ekki séð að Everton hafi aukið gæðin heilmikið í sumar. Við kaupum framherja á metfé og hann er ekki ennþá búinn að skora. Everton hefði þurft góðan varnarmann , í þá stöðu var ekkert bætt.

 17. Finnur skrifar:

  Það datt víst einn í viðbót inn um gluggann alveg í lokin (á láni): Sá heitir David Henen, sem hefur verið að æfa með liðinu undanfarnar vikur og fer líklega beint í akademíuna.

 18. Gestur skrifar:

  já ok , hann var á leiðinni í Olympiakos í gær.

 19. Gestur skrifar:

  og nú misstum við af Cleverley

 20. Diddi skrifar:

  sluppum við hann frekar held ég 🙂

 21. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Everton er búið að fá á sig 10 mörk í fyrstu 3 leikjunum, samt er ekkert gert til að styrkja vörnina. Ég skil þetta ekki!!
  Ég var viss um að við myndum ná að krækja í varnarmann eða menn áður en glugginn lokaði.
  En svona fór og við sitjum uppi með vörn sem er búin að vera hriplek í þessum leikjum sem búnir eru í deildinni sem og í pre-season leikjunum þar sem við fengum á okkur 10 mörk í 5 leikjum sem flestir voru gegn liðum sem verða að teljast slakari en við.
  Áhyggjuefni?? Ég held það.
  Ef Martinez heldur að við verðum í baráttu um CL-sæti með svona varnarleik, þá er eina orðið sem mér dettur í hug. Barnaskapur!

  Varðandi Henen. Hvaða rugl er það???? Hann er búinn að vera hjá okkur í 5 eða 6 vikur það hefði átt að klára þau kaup fyrir löngu eða sleppa þeim.

 22. Finnur skrifar:

  Ég merki helst óánægju með miðverðina okkar í síðustu leikjum, og þá sérstaklega Jagielka og þó það hefði verið fínt að fá miðvörð í hópinn þá til skemmri tíma litið lagar það ekkert. Held að þetta sé spurning um form hjá Jagielka og það tekur örugglega jafn langan tíma að koma nýjum manni inn í hlutina og það tekur að koma Jagielka í sitt venjulega form — auk þess ekki viss um að það séu margir miðverðir á lausu sem bæti hópinn (og sprengi ekki launaþakið).

  Tengt þessu var ég að lesa af BBC: „Who are the centre-backs out there that United could buy today? There are not many. I don’t think the quality is out there – we have seen that by some of the defending throughout European football.“

  City keypti ungan og óreyndan miðvörð á 32m (!!) sem er fjórði valkostur í franska landsliðinu og United fékk ekki þá sem voru efstir á blaði hjá þeim.

  Nú veit ég ekki hversu mikið budget var eftir fyrir nýjum mönnum hjá okkur en launastrúktúrinn hjá United er töluvert hærri og það segir ákveðna sögu að þeim reynist erfitt að finna góða miðverði.

  Everton hefur notað unglingastarfið og við erum að fá flotta menn á borð við Garbutt í bakvörðinn. Coleman er ungur og á fullt eftir, Stones að stíga upp og Martinez keypti Galloway sem er einnig hugsaður sem miðvörður fyrir framtíðina. Finnst erfitt að dæma Alcaraz strax því við höfum séð hversu mikill munur getur verið á mönnum þegar þeir spila reglulega og þegar þeir taka bara einn og einn leik, sbr Heitinga (maður tímabilsins þegar Jagielka meiddist og Heitinga fékk langt run). Og menn hraunuðu nú yfir Coleman fyrir ekki svo löngu…

  Ég var því aldrei sérlega spenntur fyrir því að kaupa bara einhvern varnarmann til að skipta út manni í lélegu formi eftir aðeins þrjá leiki. Það þarf að vanda til verka.

  • Gestur skrifar:

   Ég skil hvað þú átt við , þetta lélega form hefur oft einkennt leikmenn þegar þer koma af stórmóti og hafa ekki fengið nóga hvíld. En er Everton ekki að reyna að styrkja sig of mikið fram á við? Gleyma að þarna er staða sem er orðin ofveik í augnablikinu, Jagielka og Distin eru bara kónga og engin að ógna þeim. Liverpool keypti alveg fínan miðvörð á 20m. og Spurs fengu Eric Dier á 4m

  • Finnur skrifar:

   Í byrjun glugga (og eiginlega síðan ég man ekki hvenær) var allt sem fólk talaði um að Everton þyrfti að kaupa einn góðan (helst tvo) framherja. Það er búið að taka á því máli, þó vissulega sé annar ekki langtímalausn.

   Ég met það sem svo að Martinez þekki hópinn best; hann sér þá daglega á æfingum, er með gott auga fyrir hæfileikum og veit vel hvað hann hefur í höndunum. Hann treystir því greinilega að Stones geti komið til með að leysa Jagielka af þegar á þarf að halda og ég held að það sé ekki ástæða til að ætla annað því Stones er jú að leysa hann af í næsta landsleik Englands (Hodgson setti Jagielka á bekkinn). Alcaraz, Galloway og Browning eru svo næstir í röðinni, ef ég man rétt, og við eigum eftir að sjá hvað þeir geta.

   • Finnur skrifar:

    Reyndar, ég sé mig knúinn til að leiðrétta sjálfan mig. 🙂 Stones er ekki að leysa Jagielka af í augnablikinu með landsliðinu, þó hann hafi byrjað inn á — því hann er í hægri bakverði. En, við þekkjum það vel með til dæmis Coleman að mönnum er ekki dömpað í hringiðuna til að byrja með, Coleman var ætlað að fara í hægri bakvörðinn og því var hann settur hægra megin á miðjuna til að byrja með. Sama með Stones, honum er líklega ætluð miðvarðarstaðan og því hann settur í hægri bakvörð til að byrja með (eins og við höfum séð hjá Everton).

  • Finnur skrifar:

   Svo má ekki gleyma því að við lentum í því að missa Jagielka í meiðsli fyrir nokkru — rétt fyrir crucial leik við Man City (að mig minnir). Maður að nafni Tony Chuck Norris Hibbert leysti hann af, og stóð sig ekki bara frábærlega heldur var valinn maður leiksins.

 23. Finnur skrifar:

  Skv. NSNO verður Henen keyptur á 500þ í lok tímabils ef hann nær að heilla menn fram að þeim tíma.
  http://www.nsno.co.uk/everton-news/2014/09/henen-deal-to-become-permanent-at-season-end/

 24. Thorkell Freyr Sigurdsson skrifar:

  Irish Pub bydur lika korthofum Everton upp a tippleik, vidkomandi sem tippar a rett urslit midad vid 90 min leik, sama hvada keppni er faer ad snua fritt lukkuhjolinu hja okkur i verdlaun.

  Afram Everton og goda ferd…

  Virdingarfyllst:
  Thorkell Freyr
  Irish Pub

%d bloggers like this: