Everton – Chelsea 3-6

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir Chelsea leikinn komin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, McGeady, Naismith, Lukaku. Eto’o byrjar á bekknum ásamt Robles, Gibson, Besic, Osman, Stones og Alcaraz.

Horfði á leikinn í bústaðnum með gallhörðum Liverpool manni. Missti reyndar af tveimur mörkum Chelsea þar sem Internetið var ekki að gera sig í upphafi.

Endursýning sýndi þó að tvisvar hefði Everton reynt að grípa leikmenn Chelsea í landhelgi en rangstöðugildran klikkað. Fyrra markið kom eftir flotta stungusendingu á Costa inn fyrir vörnina sem hann afgreiddi auðveldlega. Mark á fyrstu 35 sekúndunum, alls ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir og það átti eftir að versna því Ivanovic skoraði mark aðeins tveimur mínútum seinna. Tvær sóknir Chelsea og tvö mörk, en seinna markið greinilega rangstæða eins og endursýning sýndi.

Það hefði verið hægt að reka Howard út af á 10. mínútu þegar hann var á undan Costa í bolta sem kom inn fyrir vörnina og greip hann — utan teigs. Hann slapp þó við það því dómarinn mat það sem svo (ranglega) að hann hefði verið innan teigs.

Restin af hálfleiknum fór í að Everton leitaði að glufum í þéttri vörn Chelsea. Everton kom reyndar boltanum í netið á 15. mínútu eftir hornspyrnu, fyrst fór skalli frá Lukaku í slána en svo potaði Distin inn en var réttilega dæmdur rangstæður.

Naismith átti svo gott skot af löngu færi rétt framhjá stönginni á 17. mínútu.

Það skall hurð nærri hælum þegar Fabregas náði skoti utan teigs á 29. mínútu sem fór í fæturna á Distin og breytti um stefnu en sem betur fer rétt framhjá stönginni.

Mirallas átti flott skot upp i samskeytin hægra megin á 34. mínútu en markvörður Chelsea stökk upp og greip boltann.

Costa komst svo í gegn á 42. mínútu en ranglega dæmdur rangstæður en áður en hann heyrði flautið komst hann framhjá Howard og skaut í stöng fyrir opnu marki.

Maður var orðinn örvæntingarfullur um að Everton myndi ná að minnka muninn fyrir hálfleik þegar að markið kom á 45. mínútu. McGeady sendi upp í hornið á Coleman sem sendi fyrir og Mirallas kom á siglingu og skallaði í markið. Staðan 1-2 í hálfleik. Game on!

Everton virtist ætla að byrja af krafti í upphafi, náðu góðri pressu á Chelsea en sköpuðu sér ekki nógu góð færi — þau komu í hlut Chelsea til að byrja með.

Tvisvar þurfti Howard að verja frá Costa og í fyrra skiptið var það heimsklassa varsla, ca. á 50. mínútu, þegar Costa ætlaði að senda í hliðarnetið en Howard slengdi fæti í boltann.

Everton mun meira með boltann á fyrstu 60 mínútunum eða 72% á móti 28% hjá Chelsea og pressan á Chelsea var ansi sterk nokkur.

Lukkan var þó með þeim þar sem að Chelsea setti sjálfsmark á Everton á 67. mín – Costa eins heppinn og hægt var, Coleman skriðtæklar sendingu frá Costa fyrir mark og boltinn fer aftur fyrir Howard og í netið. 1-3 fyrir Chelsea og nokkuð óverðskuldað verð ég að segja.

En Everton svaraði strax! McGeady lék á leikmann Chelsea við miðjulínu, færði sig nær marki, meira miðsvæðis og sendi algjörlega frábæra stungu á Naismith sem kom á hlaupinu vinstra megin inn fyrir vörnina og afgreiddi boltann auðveldlega framhjá markverði Chelsea. 2-3. Game on again!

Eto’o inn á fyrir McGeady, blásið til sóknar.

En aftur var heppnin með Chelsea — annað deflection mark: Matic átti skot sem breytti um stefnu af Jagielka og í stöngina og inn. Staðan 2-4 fyrir Chelsea eftir 74 mínútur. Seriously… How lucky can you get in one match?

En Everton svaraði aftur strax! Þvílíkur rússíbani!!! Everton fékk aukaspyrnu sem Mirallas tók og sendi beint á kollinn á Eto’o sem skallaði í mark — í að ég held hans fyrstu snertingu? Staðan orðin 3-4 og aftur game on! Sjö mörk komin!

En Chelsea kláraði leikinn með tveimur mörkum í lokin. Fyrsta flott samspil gegnum vörnina á 77. mínútu og Ramirez skorar. Staðan 3-5 og verkefnið orðið ansi erfitt.

Mirallas átti þó skot sem var varið í stöng stuttu síðar og Chelsea stálheppnir að sleppa við mark. Hefði verið mjög sterkt sálfræðilega að setja boltann þar.

Leikurinn endaði þó þegar Muhammed Besic kom inn fyrir Lukaku og í sinni fyrstu snertingu setti Besic Drogba inn fyrir sem framlengdi á Costa sem skoraði. 3-6 og endanlega game over eftir mikinn tilfinningarússíbana.

9 mörk í einum leik. Níu!

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Baines 6, Distin 5, Jagielka 4, Coleman 6, McCarthy 6, Barry 6, Mirallas 6, McGeady 6, Naismith 6, Lukaku 6. Varamenn: Eto’o 6, Besic 3. Leikmenn Chelsea með 7 á línuna nema Costa með 8.

36 Athugasemdir

 1. Gunni D skrifar:

  Sælir félagar.Er ekki bara málið að vinna Chelsea eins og í fyrra? Mér leiðast allavega þessi jafntefli.Spái 2-0. Hvar horfa Akureyringar annars á Everton leiki.

 2. Gunni D skrifar:

  Ég verð víst að éta þetta ofan í mig!!!Hvað er í gangi?????

 3. Ari S skrifar:

  0-2 eftir 5 mín… ekki er það úthaldið

  Mirallas… var að skora… á 45. mín. 1-2 í hálfleik (vonandi)

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Sá ekki fyrstu 9 mínúturnar en heyrði eitthvað minnst á rangstöðu í báðum mörkum Chelsea.
  En við vorum mikið betri í fyrri hálfleik. Vonandi heldur það áfram.

 5. Finnur skrifar:

  „Mikið betri í fyrri hálfleik“?

  Fyrirgefðu… Hver ert þú og hvað hefur þú gert við Ingvar!?!

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Við verjumst eins og Wigan.

 7. Ari S skrifar:

  Ég myndi nú ekki vera að gera svona lítð úr Wigan.

 8. Finnur skrifar:

  Ætlaði að segja það! Þarna þekki ég minn mann (Ingvar). 🙂

 9. Gunnþór skrifar:

  Finnur ánægur með leikinn?

  • Finnur skrifar:

   Það má alltaf kvarta yfir einhverju en þetta var leikur sem eykur aldeilis líkur á frekari útsendingum frá leikjum Everton (9 mörk!) — og algjör rússíbani frá upphafi til enda. Þrátt fyrir suckerpunch mark á 35. sekúndu, rangstöðumark og tvö algjör grísa-deflection mörk frá andstæðingunum þá gafst liðið aldrei upp og hélt sér inni í leiknum með glæsilegum og *löglegum* og verðskulduðum mörkum. Eðlileg úrslit hefðu verið 3-3.

   Viðhorfið breytist fljótt eftir nokkra sigurleiki. Ég er rólegur yfir úrslitunum. Við byrjuðum síðasta tímabil líka illa en náðum samt besta árangri í Úrvalsdeild frá stofnun. Þetta er ekki búið.

 10. Ari S skrifar:

  Maður er gjörsamlega orðlaus eftir þessa útreið. Ég ætla samt að leyfa mér að reyna að taka jákvætt út úr þessum leik ef það er mögulegt. Naismith stóð sig vel, Coleman ágætur, Eto’o með frábært mark og við vorum einvhern veginn enn inni í leiknum alveg þangarð til Chelsea breyta stöðunni úr 3-4 í 3-5 enþá var ég búinn á því. Hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur fyrir hlutlausa og enn skemmtilegri fyrir Chelsea stuðningsmenn.

  En svona í lokin þá fannst mér lykilmenn okkar klikka algerlega gegn góðu Chelsea liði. En þetta er enn bara 3 leikir og furðulegt að statistik var svipuð á bæði lið.

  Eigum við að kenna einhverjum um?
  (fyrir Gunnþór, Ingvar ofl.)

  1. mark, Jagielka,
  2. mark, Baines,
  3. mark, McCarthy,
  4. mark, Distin,
  5. mark, Baines,
  6. mark, Besic.

  Og 6 X Howard, hann var hræðilegur í leiknum.

  kær kveðja,

  Ari

 11. Ari S skrifar:

  Mirallas var líka fínn.

 12. Gunnþór skrifar:

  Mirallas var frábær en Ari 6 mörk á heimavelli.hef oft verið brjálaðri eftir E

 13. Gunnþór skrifar:

  Eftir þennan leik,mér fannst menn halda áfram,en að vera tveimur mörkum undir eftir 2 45 mín er ekki ásættanlegt,við hljótum að vera sammála um það jákvæðu menn.

 14. Gunnþór skrifar:

  og Ari S fótbolti er liðsíþrótt þannig að menn kenna ekki hvorum öðrum um þótt menn hafi átt misgóðan leik.

 15. Ari S skrifar:

  Og Eto’o var náttúrulega gjörsamlega frábær í leiknum átti glæsilegt mark og stuttu seinna frábæra sendingu á Lukaku sem hefði getað endað með glæsimarki.

  Gunnþór hvað meinar þú um að vera sammála?

  Ekki ásættanlegt að vera 2 undir eftir 45 mín? Auðvitað er það slæmt, sérstaklega að fá á sig mark eftir aðeins 35 sekúndur en hvað eigum VIÐ að gera í því? Fara að grenja?

  kær kveðja,

  Ari

  ps.
  Núna megið þið, ég er ættur að skrifa um þennann leik.

 16. Ari S skrifar:

  enda taldi ég þetta upp fyrirþig, skot á þig ef þú ekki fattar það 😉

  Eigum við að kenna einhverjum um?
  (fyrir Gunnþór, Ingvar ofl.)

  1. mark, Jagielka,
  2. mark, Baines,
  3. mark, McCarthy,
  4. mark, Distin,
  5. mark, Baines,
  6. mark, Besic.

  Og 6 X Howard, hann var hræðilegur í leiknum.

 17. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það furðulegasta er að það var margt jákvætt í leik okkar manna. Spiluðum flóttann bolta, skoruðum 3 frábær mörk og héldum Chelsea á löngum köflum á þeirra vallarhelmingi með góðri pressu og spilamennsku. Mér fannst við vera mun betri en Chelsea fyrir utan varnarleikinn sem virðist bara ekki vera á dagskrá á æfingum.
  Vonandi að Martinez fari nú að átta sig á því að það þarf að gera eitthvað til að laga hann. Og nei Alcaraz er ekki svarið.
  Nú eru eflaust einhverjir sem hugga sig við að við vorum að spila við rándýrt lið Chelsea og því hefði mátt búast við að tapa stigum, þá finnst mér það engin huggun.
  Chelsea er með gott lið en það er ekki svona gott, og ef þetta lagast ekki þá held ég að þetta verði langt og erfitt tímabil.

 18. Gunnþór skrifar:

  Ari S þú ert rosalegur að skjóta svona á mann.Hjartanlega sammála Ingvari í öllu sem hann seigir.

 19. Ari S skrifar:

  Hvað er að þér Gunnþór?

 20. Ari S skrifar:

  Ég bið ykkur öll afsökunar á leiðindunum í mér hérna, er sár eftir tapið í dag. Tek mér pásu í smá tíma. Gunnþór minn ef ég vinn í Lottó þá býð ég þér til Lille á leik Lille v. Everton.

  kær kveðja,

  Ari

 21. Halli skrifar:

  Hversu slakir vorum við varnarlega í dag ég man ekki eftir leik í mjög langan tíma sem Evertonliðið spilar svona ílla aftast á vellinum. Og Howard í dag Jesús kristur hvað hann átti dapran dag og var heppinn 2 að fá ekki rautt. Eins og þið vitið þá er ég mikill Jagielka maður en eftir fyrstu 3 leikina spyr ég mig hvort að það sé rétt að stilla honum upp í byrjunarliðinu hann er að skila boltanum ílla frá sér og tekur margar rangar ákvarðanir í sínum leik og setur þar af leiðandi vörnina undir mikla pressu. Baines þarf meiri hjálp í varnarleiknum ef hann á að sækja svona mikið mér fannt Barry ekki koma nægilega vel niður í hjálparvörnina. Það að vera búnir að fá á okkur 10 mörk eftir þrjá leiki er òásettanleg fengum við ekki ca 45 mörk á okkur í fyrra. Sóknarlega er þetta fínt spilum boltanum vel og opnum færi og skorum mörk Naismith næst markahæðstur í deildinni og komnir með 7 skoruð jákvætt. Mirallas og MaCgeady góðir á köntunum og fá gríðarlega góða hjálp frá bakvörðunum Lukaku hættulegur. Eto’o frábær fótboltamaður og á eftir að reynast okkur vel. Eitthvað til að taka með sér úr þessum leik það verða ekki mörg lið sem setja 3 mörk á Chelsea í vetur. Góðar stundir

 22. Ari G skrifar:

  Frábær sóknarleikur hjá Everton. Mirallas var langbesti leikmaður Everton í þessum leik. Lukaku finnst mér ekki vera kominn almennilega í gang en það kemur. Eto vá stórkostleg innkoma hjá honum sá er ennþá frábær. Jagielka þarf hvíld vill Stones í næsta leik. Vill hafa Naismith í fyrri hálfleik og svo Eto í seinni hálfleik efast um að hann haldi út heilann leik. Finnst ósanngjarnt að gagnrýna Everton ég er ennþá bjartsýnn áttu að vinna 2 fyrstu leikina en eiga auðvitað skilið að tapa fyrir besta liði deildarinnar í dag Chelsea.

 23. Elvar Örn skrifar:

  Þessi leikur var hreint út sagt ótrúlegur.

  Seinustu árin hefur Everton verið hvað þekktast fyrir góðan varnarleik en klárlega verið að eflast framávið og er í dag mikið teknískara lið.
  Í þessum leik gegn Chelsea var vörnin algerlega úti að aka en samt sem áður ótrúlega óheppin líka. Mark nr 2 var jú rangstæða en svo fór boltin í einu markinu af Coleman og þaðan í markið og eitt markið fór að ég held í Distin þegar Matic (eða hvað hann heitir) skoraði. Ég er ekki alveg sammála með að Howard hafi verið slakur, bara sé ekki hvað hann gat gert í þessum mörkum, flest af stuttu færi sem hann réð ekki við, en vörnin ó boy ó boy. Elsku kallinn minn hann Jagielka er bara engan veginn kominn í gang eftir dræma frammistöðu á HM í sumar, spurning hvort hann þurfi smá hvíld kallinn.

  Everton má nú eiga það að þeir gáfust aldrei upp þrátt fyrir að vera undir 2-0 eftir rúmar 3 mínútur (já og mark 2 rangstaða), fyrri hálfleikur átti að vera 1-1 eða 2-2 en Everton átti skalla í þverslá sem Distin setti inn (réttilega dæmdur rangstæður). Ekki má gleyma því að þeir gerðu sex mörk en áttu bara 8 skot á rammann í öllum leiknum (rugl góð nýting það).

  Miðja og sókn verð ég að segja að kom á óvart hjá Everton en að ná þremur mörkum á Chelsea er nú bara ansi erfitt og þar að auki áttum við skot í þverslá (sem ég nefndi áður) og einnig varði nýi markmaður þeirra Chelsea manna frábærlega í stöngina eftir flott hælskot frá Mirallas, þar hefði staðan að mig minnir hefði geta orðið 4-5 sem hefði verið svakaleg. Besic átti nú skitu dagsins held ég barasta en breytti svosem ekki öllu á þeim tímapunkti.

  Áttum nú ekki skilið að enda þetta 3-6 en vörnina þarf að taka algerlega í gegn, en veit ekki hvort að Stones leysi þetta betur en Jagielka en persónulega hefði ég viljað sjá Shane Duffy fá séns (ef ekki er búið að selja hann).

  Mirallas fannst mér flottur í leiknum og Naismith að skora í þriðja leiknum í röð og kemur manni sífellt á óvart. Lukaku óheppinn að ná ekki að skora og mér fannst Eto’o koma með ferska strauma og markið frábært hjá honum.

  Er enn að reyna að átta mig á þessari vörn okkar, hvað er að klikka þar. Coleman, Jagielka, Distin og Baines myndað frábæra vörn þegar þeir spila allir en nú hefur Everton fengið á sig 10 mörk í 3 leikjum sem er bara ekki að ganga upp.

  Ég held ég verði nú bara að horfa á þennan leik aftur til að átta mig betur á frammistöðu okkar.

  Verður gaman að sjá hvernig Martinez stoppar í þessi göt og spennandi að sjá hvernig Everton muni ganga í Evrópudeildinni.

  Þvílík skemmtun samt sem þessi leikur var, púfffff.

 24. Gunnþór skrifar:

  Ryan Shawcroos hvernig líst mönnum á það hann er að koma,ánægður með stjórann að bregðast við strax ,þetta kallar maður metnað og ekkert annað.Greynilega ekkert ánægður eins og við sumir með varnamennina,Þetta er snilldar leikmaður.

  • Finnur skrifar:

   Ummm, hvað ertu að tala um?

   Það eina nýlegt sem ég sé um Shawcross er að stuðningsmenn Stoke kusu hann mann leiksins í sigri Stoke á Man City og orðróma um að hann sé á leið annað. Hvar eru staðfestar fréttir frá respectable fréttamiðlum um að hann sé búinn að skrifa undir hjá Everton?

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Veit ekki. Finnst hann ekki vera Martinez-týpa. En góður varnarmaður samt.

   • Diddi skrifar:

    sammála Ingvari, óttalegur spýtukall og dirty leikmaður að mínu áliti, hörkunagli, no nonsense eins og þeir segja 🙂

    • Ari S skrifar:

     Shawcross myndi alveg bæta breiddina í vörninni vel. Og hann er fyrirliði Stoke sem að segir eitthvað um karakterinn.

     Við þurfum karaktera í liðið, menn sem að rífa kjaft og láta leiðinega leikmenn heyra það eins og Howard gerði við Costa. Shawcross er síkur karakter, en þetta er bara mín hugleiðing.

     Svo var ég að sjá að Raul Albiol væri á leiðinni til okkar þar sem að Beneathus væri ekki með hann í plönum sínum hjá Napoli. Hann myndi bæta liðið okkar líka. Báðir leika þeir í miðvarðarstöðunni.

     Þessi blessaði deadline day verður áhugaverður…

 25. albert gunnlaugsson skrifar:

  Verð að viðurkenna að Distin, Jakielka og Howard bera mesta ábyrð á þessu tapi!
  Chelsea er bara með besta liðið og spái ég þeim titlinum í vor!
  Þetta verður erfitt í vetur ef miðverðirnir bæta sig ekki!

 26. Gestur skrifar:

  sælir , hvar er glugginn okkar?

 27. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Verð öskrandi brjálaður ef glugginn lokast án þess að við höfum styrkt vörnina.

 28. Holmar skrifar:

  Kominn tími til að tjá sig um þennan leik?
  Það virðist sem áherslur Moyes annars vegar og Martinez hins vegar skíni í gegn eftir fyrstu leikina. Pre season hjá Moyes fór í að koma mönnum í fantaform meðan Martinez virðist vera meira í taktík og spili. Það góða við nálgun Moyes var að Everton skoraði oft mörk í lok leiks og átti frábæran endasprett á tímabilinu þegar önnur lið voru að springa á limminu. Það jákvæða við nálgun Martinez er auðvitað að það er mun skemmtilegra að horfa á Everton núna. Nú vantar bara aðeins meiri ákveðni fram á við til að klára leiki við lið eins og Leicester. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að leka inn einu marki í lokin og líka ólíklegra að lenda í því ef staðan er 3-0.
  Varðandi varnarleikinn gegn Chelsea þá litaðist hann auðvitað af því að liðið var allan tímann að elta. Öll áhersla var á sóknarleikinn, Coleman og Baines oft upp við vítateig Chelsea og McCarthey og Barry framan við miðju. Jagielka og Distin því berskjaldaðir. Ætla ekki að segja að þeir félagar hafi átt góðan leik en þeim var aðeins vorkunn. Þeir eru auðvitað alltaf að eldast og áttu því erfitt með hraðar sóknir Chelsea. Held að þeir muni þó finna formið frá fyrra tímabili og vörnin hætti að leka jafn hrikalega og innanríkisráðuneytið!
  Fram á við lítur liðið frábærlega út. 7 mörk í fyrstu þremur og Lukaku ekki einu sinni kominn á blað. Ég hef haft miklar efasemdir um Naismith en hann er að verða einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Yfirleitt með bros á vör og virðist hafa mjög gaman af því að spila. McGeady hefur verið öflugur og Mirallas sömuleiðis. Eto’o á eftir að setja nokkur og reynsla hans nýtast vel.
  Ég er enn hóflega bjartsýnn fyrir tímabilið, held reyndar að Everton endi neðar en í fyrra en hópurinn er að verða mjög spennandi og framtíðin björt. Það þarf að fara að finna menn í stað Distin og Jagielka en ég held að þeir eigi samt eftir að koma að notum í tvö þrjú tímabil í viðbót.
  NSNO

%d bloggers like this: