Everton mætir Lille, Wolfsburg og Krasnodar

Mynd: Everton FC.

Búið er að draga í riðlakeppni Europa League 2014/15 og lenti Everton í riðli H sem lítur svona út:

Lille (Frakklandi)
Wolfsburg (Þýskalandi)
Everton
Krasnodar (Rússlandi)

Og það hefði vart verið hægt að biðja um betri niðurstöðu.

Fyrsti styrkleikaflokkur : Lille
Lille og FC Kaupmannahöfn þóttu lökustu liðin þar og Lille auk þess með næstlélegasta árangurinn í Evrópukeppnum síðustu 5 árin. Einnig slapp liðið við ferðalag til Úkraínu og suma af firnarsterkum mótherjum úr fyrsta styrkleikaflokki.

Annar styrkleikaflokkur : Wolfsburg
Wolfsburg var minn óskamótherji hér — bæði stutt ferðalag og áberandi lélegur árangur þeirra í Evrópukeppnum undanfarið. Gott að sleppa við erfið ferðalög og/eða snarbilaða stuðningsmenn mótherja í Rúmeníu, Úkraínu, Tyrklandi eða Grikklandi en líkurnar taldi maður ekki sérlega góðar fyrirfram vegna fjölda liða frá þeim þjóðum.

Fjórði styrkleikaflokkur : Krasnodar
Mér var mest í mun að sleppa við jarðsprengjuna: Qarabağ frá Azerbaijan. Það hefði verið skelfilegt. Í staðinn fær Everton sæmilega langt ferðalag til Krasnodar í Rússlandi en þeir eru líklega með sterkari andstæðingum úr fjórða styrkleikaflokki. Ekki endilega besti valkosturinn úr þessum flokki en þegar maður horfir á niðurstöðuna í fyrsta og öðrum styrkleikaflokki (Lille og Wolfsburg) þá getum við bara sátt við unað.

Executioner’s Bong tók saman yfirlit yfir mótherjana hér.

Hver er ykkar skoðun á þessum drætti?

8 Athugasemdir

 1. Holmar skrifar:

  Sem Evertonaðdáandi er maður fyrst og fremst ánægður með að fá drátt, langt síðan síðast. (Pun intended) Þetta virðist af mörgum álitið einna erfiðasti riðillinn, en hefði getað verið verra. Rússneska liðið verður erfitt úti þar sem þeir unnu Real Sociedad 3-0 í gærkveldi. Lille virðist vera á niðurleið síðan þeir unnu titilinn árið 2011 en verða samt erfiðir andatæðingar. Erfitt að keppa við Monaco og PSG sem vaða í peningum. Bendtner er framherji Wolfsburg svo það ætti að vera auðvelt.

  Held að þetta verði jafn riðill með ágætislíkum á að komast áfram. Hlakka gríðarlega til að horfa á fótbolta á fimmtudagskvöldun og vil að sjálfssögðu vinna þessa dollu, þó maður hafi gert lítið úr henni þegar litli bróðir var að berjast um hana.

 2. Finnur skrifar:

  Pínu hissa las ég kommentið frá Hólmari en sá þetta sama á BBC. Jú, þetta eru þrír sterkir mótherjar en það hefur meira að gera með það að Everton rétt missti af því að lenda í 2. styrkleikaflokki (efst í þriðja) og fær því tvo mótherja sem eru sterkari (á blaði) en ekki tvo sem eru veikari (á blaði). En þegar maður er búinn að sætta sig við það að Everton lenti í 3. styrkleikaflokki og sér hvað *hefði* getað gerst í drættinum þá er ég allavega sáttur.

  Ég skal viðurkenna að ég (eins og líklega við flest) veit voðalega lítið um hin og þessi liðin í þessari keppni þannig að ég mat þetta algjörlega á pappír út frá bæði röðun í styrkleikaflokka (sjá http://everton.is/?p=7737) sem og árangri liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár, sjá:
  http://www.uefa.com/memberassociations/uefarankings/club/

  Lille var metið 9. sterkasta liðið af 10 þegar raðað var í fyrsta styrkleikaflokk og voru auk þess með næst-lélegasta árangurinn í Evrópukeppnum síðustu 5 ár af liðum í þeim styrkleikaflokki (sjá link hér að ofan). Þeir eru þar í 59. sæti og aðeins Fiorentina sem var með lakari árangur: 67. sæti.

  Annar flokkur: Wolfsburg er um miðjan lista á styrkleikaflokki 2 en með áberandi miklu verri árangur í Evrópukeppnum heldur en öll hin liðin í þeim flokki (Wolfsburg er í 117. sæti. Hin liðin eru fyrir ofan 100 — PAOK t.d. í 50. sæti og Steua í 51. og þau lið ekki bara sterkari heldur hefði fylgt þeim mun verri ferðalög með tilheyrandi áhrifum á form í deild).

  Bæði þessi lið (Lille og Wolfsburg) virðast líka, af tölfræðinni að dæma, vera á niðurleið á listanum síðustu fjögur árin.

  Fjórði flokkur: Mig langaði lítið sem ekkert til að fá rússnesku liðin tvö sem voru efst í fjórða styrkleikaflokki — en við enduðum á að fá annað þeirra (nr. 2). Hefði getað farið betur en líka verr (t.d. Dynamo Moscow (sterkara) eða Azerbaijan — við hefðum þurft að senda U21 árs liðið þangað að keppa við þá því það hefði verið ömurlegt ferðalag fyrir liðið). 🙂

 3. Finnur skrifar:

  By the way, þá er hér listinn yfir þá sem voru (fyrir dráttinn) mögulegir mótherjar Everton, raðað í lækkandi styrkleikaröð (og númerið fyrir framan liðið segir til um árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár — því lægra númer því betra):

  Pottur 1:
  32 Seville (Spánn)
  23 Inter Milan (Ítalía)
  17 Tottenham (England)
  29 PSV Eindhoven (Holland)
  24 Napoli (Ítalía)
  36 Dynamo Kiev (Úkraína)
  39 Villarreal (Spánn)
  67 Fiorentina (Ítalía)
  57 Red Bull Salzburg (Austurríki)
  40 Metalist Kharkiv (Úkraína)
  59 Lille (Frakkland)
  47 FC Kaupmannahöfn (Danmörk)

  Pottur 2:
  51 Steaua Búkarest (Rúmenía)
  81 Standard Liège (Belgía)
  50 PAOK (Grikklandi)
  56 Celtic (Skotlandi)
  69 Beşiktaş (Tyrkland)
  117 Wolfsburg (Þýskaland)
  82 Club Brugge (Belgía)
  58 Dnipro Dnipropetrovsk (Úkraína)
  64 Trabzonspor (Tyrkland)
  93 Panathinaikos (Grikkland)
  71 Sparta Prague (Tékkland)
  74 Borussia Mönchengladbach (Þýskaland)

  Pottur 4:
  139 Dynamo Moscow (Rússland)
  164 Krasnodar (Rússland)
  175 Rijeka (Króatía)
  185 Lokeren (Belgía)
  184 Asteras Tripoli (Grikkland)
  192 Slovan Bratislava (Slóvakía)
  170 Apollon Limassol (Kýpur)
  221 Qarabağ (Azerbaijan)
  200 HJK Helsinki (Finnland)
  213 Astra Giurgiu (Rúmenía)
  218 Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland)
  298 AaB (Danmörk)

 4. Finnur skrifar:

  Og rétt í þessu var staðfest að Everton byrjar keppnina gegn Wolfsburg á heimavelli, sem er leikurinn á undan Crystal Palace heimaleiknum þannig að það stefnir í langa fótboltaveisluferð Íslendinga til Everton-borgar í september. 🙂

 5. Baddi skrifar:

  Mjög ánægður með okkar riðil og tel góða möguleika á að komast áfram, nú er bara að fara að panta ferð og sjá EVERTON taka á móti Wolfsburg, sjáumst hressir á Ölver kv Baddi.

 6. Elvar Örn skrifar:

  Shane Duffy seldur á 1,5 mill til Blackburn, sé eftir kappa. Hafði trú á honum, en treysti Martinez.

 7. Diddi skrifar:

  hvar sérðu þær fréttir Elvar, það er ekki búið að staðfesta það á Official síðunni og ég sé hvergi neinar fréttir varðandi þetta 🙂

 8. Diddi skrifar:

  jú, sé þetta reyndar sem orðróm á þremur stöðum en ekkert fast í hendi, ég segi eins og þú, Elvar; að ég hélt að þessi strákur myndi meika það 🙂

%d bloggers like this: