Christian Atsu skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti að hinn 22 ára Christian Atsu væri búinn að skrifa undir lánssamning en hann kemur til okkar frá Chelsea og verður til loka tímabils með Everton. Hann var kynntur á blaðamannafundi sem hægt er að sjá hér.

Atsu lýsti sjálfum sér í viðtali við Everton TV sem harðduglegum, fljótum kantmanni sem væri öflugur maður á móti manni. Martinez tók í sama streng í viðtali og sagði að Atsu ætti eftir að gleðja Everton stuðningsmenn og konur. Hann sé örvfættur, getur spilað á báðum köntum, góður að keyra á varnir andstæðingana og væri með góðan skilning á leiknum þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék 30 leiki sem lánsmaður hjá Vitesse á síðasta tímabili, skoraði 5 mörk og átti 6 st0ðsendingar.

Ari S deildi góðu YouTube vídeói á Google+ um Christian Atsu:

1 athugasemd

  1. albert gunnlaugsson skrifar:

    Þetta er magnað. 🙂

%d bloggers like this: