John Stones framlengir

Mynd: Everton FC.

John Stones hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Everton (til ársins 2019) en stjarna þessa tvítuga varnarmanns hefur risið ansi hratt frá því hann kom til Everton fyrir um tveimur árum frá Barnsley. Hann fór beint í akademíuna undir stjórn Moyes og var búist við að hann myndi leika mestmegnis með U21 árs liðinu en hann fékk tækifæri undir Martinez á síðasta tímabili og endaði á að spila 26 leiki með aðalliðinu, þar af 15 Úrvalsdeildarleiki í byrjunarliðinu (sjá statta). Stóð hann sig það vel á síðasta tímabili að hann var valinn í enska A landsliðið og var hársbreidd frá því að komast með þeim á HM í Brasilíu (var á standby lista).

Það er alltaf gott merki þegar bestu og efnilegustu leikmennirnir skrifa undir langtímasamninga og sýnir að meðal leikmanna ríkir traust á því sem klúbburinn og Martinez eru að gera, en Stones fylgir þar í fótspor Seamus Coleman og Ross Barkley sem skrifuðu einnig undir langtímasamninga. Við þetta bætast svo náttúrulega kaupin á Barry og Lukaku og framlenging á samningi Baines (sem skrifað var undir á síðasta tímabili). Bill Kenwright var að vonum kátur með þetta og sagði frábært að sjá áhrifin sem Martinez hefur haft á klúbbinn síðan hann kom. Martinez sagði við þetta tilefni að Stones ætti eftir að blómstra og Stones sagði sjálfur að hann dreymi um að verða einn dag fyrirliði liðsins.

John Lundstram var lánaður til Blackpool til loka tímabils en hann fylgir þar í fótspor Colman sem hjálpaði Blackpool að komast upp í Úrvalsdeildina árið 2010.

Af ungliðunum er það að frétta að hægt er að sjá nýjustu meðlimina í hópnum, Brendan Galloway (nýlega keyptur) og Sam Byrne (kom á free transfer), í vídeói af leik þeirra með U21 árs liðinu gegn Leeds U21 sem fór 1-1 og skoraði Sam Byrne flott mark í leiknum. Einnig birti klúbburinn viðtal (sjá vídeó) við markvarðarþjálfara U21 árs liðsins, Andy Fairman, en það gaf skemmtilega innsýn inn í þjálfun markvarða hjá klúbbnum.

Þriðji búningur Everton var kynntur en treyjan er hvít og stuttbuxurnar fjólubláar og munum við sjá hann á velli þegar Everton mætir SC Paderborn í vináttuleik — og rétt er að geta flotts framtaks hjá Naismith sem gaf ársmiða á völlinn til þeirra sem eru í atvinnuleit á Liverpool svæðinu. Vel gert.

Og síðast en alls ekki síst þá á formaður Everton klúbbsins, Haraldur Örn Hannesson, afmæli í dag! Óskum við honum hjartanlega til hamingju með daginn!

8 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Það vilja allir vera áfram hjá Everton sem veitir á gott.

    Stones er gríðarlega hæfileikaríkur drengur og átt marga stórleikina með Everton seinasta vetur í fjarveru Jagielka þó hann geri mistök við og við eins og í vináttuleiknum gegn Celta Vigo um síðastliðna helgi.

    Það er gríðarlegur styrkur að Stones og Barkley skuli framlengja enda báðir að taka stóran þátt á seinustu leiktíð.
    Coleman, McCarthy, Martinez ásamt fleirum hafa einnig framlengt og Lukaku og Barry keyptir sem spiluðu á seinasta ári með klúbbnum svo þeir eru öllu vanir og ættu að koma enn sterkari á komandi leiktíð.

    Líst svakalega vel á Besic og væri úber ánægður ef Nolito kæmi einnig.

  2. albert gunnlaugsson skrifar:

    Bara magnað. Hlakka til haustsins þegar okkar menn fara að raða inn stigum 🙂

  3. Diddi skrifar:

    Styttist í að við kynnum nýjan lánsmann frá Chelsea, Christian Atsu, það er frábær viðbót við annars góðan hóp, btw sá að Kone fór með til Þýskalands, vonandi fer hann nú að detta inn 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Sammála með Kone. Væri til í Atsu en kannski betra að sjá frekar önnur kaup, til dæmis taka sénsinn á Nolito, þó að óreyndur sé í EPL eða þá Ben Arfa, ef hann er til sölu. Man að hann var mjög góður á móti okkur í 3-0 sigri okkar á Newcastle síðasta tímabili.

    • Diddi skrifar:

      held því miður að Ben Arfa sé hundleiðinlegur upp á móralinn og þess vegna sé hann búinn að spila sig út hjá Newcastle, hann átti örfáa stjörnuleiki en þess á milli var hann algjörlega áhugalaus, svo nei takk, en þessi Nolito er áhugaverður kostur 🙂

  5. Gunnþór skrifar:

    Nolito,Atsu,Ben Arfa og það þarf ekki að ræða þetta meir gæði og aftur gæði.Diddi Everton er ekta klúbbur fyrir Ben Arfa,traust og aftur traust það er það sem Everton getur veitt honum hannn er bara gæði.Þessir þrír og það má fara að byrja.

  6. Diddi skrifar:

    Reyndar getur verið að Ben Arfa hafi farið í fýlu vegna þess að Pardew er hálfviti, hver man ekki eftir því þegar hann neitaði að nota Tevez og Mascherano um árið. Það getur verið að það sé bara málið. Hvernig sem þetta fer er víst að þetta verður spennandi fram í lok gluggans og ég treysti Martinez 100% fyrir þessu 🙂 COYB

  7. Gunnþór skrifar:

    Diddi rétt það sem þú seigir um Pardew er búinn að heyra sögur af honum úr innsta hring þegar hann var hjá west ham og hann er ekki allur þar sem hann er séður.