Lukaku kominn heim

Mynd: Everton FC.

Stórtíðindi bárust úr herbúðum okkar manna rétt í þessu þegar tilkynnt var að Romelu Lukaku hefði verið keyptur frá Chelsea! Kaupverðið er 28M punda sem er félagsmet og skrifaði Lukaku undir samning til 5 ára og fær, að sögn, 70þ pund á viku.

Lukaku þarf ekki að kynna fyrir neinum sem styður Everton að málum því hann var hjá liðinu að láni á síðasta tímabili og skoraði 15 mörk í 30 og einum leik.

Lukaku gerði allt vitlaust fyrr í dag þegar hann „tísti“ að „nýr kafli væri í bígerð“ sem fólk las sem svo að hann væri að fara að skipta um lið og nú er komið á daginn að hann var að semja við Everton.

Þetta eru þvílíkar gleðifregnir að það hálfa væri nóg enda hefur sárvantað einhverja lausn á framherjastöðunni. Martinez hefur einnig gefið það út að þetta verði ekki eini framherjinn sem hann fær til liðs við félagið í sumar þannig að nú er bara að sjá hvort hann kaupi annan eða nýti sér lánsmarkaðinn aftur eins og honum tókst svo vel upp með á síðasta tímabili.

Þvílík vika. Fyrst Besic, svo Barkley og nú Lukaku! Áfram veginn!

Uppfæri þessa frétt eftir því sem meiri fréttir berast.

35 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Einhver á NSNO sagði, þegar töfin varð á fréttamannafundinum…
    „The good news is, Romelu Lukaku has signed for Everton. The bad news is that his contract expired before we could announce it“.

  2. Finnur skrifar:

    Nokkrar skemmtilegar færslur af Twitter á meðan við bíðum eftir því að fundurinn hefjist…

    Fyrst þessi:
    https://twitter.com/BBCSporf/status/494525401029705728/photo/1

    United maður á Twitter sagði:
    „Let this sink in. We basically paid for Lukaku to move to Everton and put money towards Barkelys new contract. And we got a tree in return.“

    Og þessi kom með ágætan punkt líka…
    The full circle:
    Sign Drogba for £24M
    Sign Lukaku as Drogba replacement
    Sign Drogba as Lukaku replacement
    Sell Lukaku for £24M

  3. Finnur skrifar:

    Fundurinn byrjaður!
    http://www.evertonfc.com/live

    Þetta er staðfest og mér sýnist sem Lukaku fái númer 10.

  4. Halli skrifar:

    YYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSS

  5. Finnur skrifar:

    Áhuginn á þessum félagaskiptum var greinilega nógu mikill til að streaming serverinn legðist á hliðina! 🙂

  6. Halldór Sig skrifar:

    Sammála síðasta ræðumanni! Ég held bara að maður sé að verða pínu spenntur fyrir veturinn. Mjög svo jákvæðir hlutir að gerast þessa dagana, góð kaup, stórir samningar í höfn og ekkert bendir til þess að við séum að fara selja stórt stórt númer. Held bara að EFC hafi sjaldan eða aldrei haft jafn breiðan hóp. Til hamingju allir EFC fans!!

  7. GEIRI Í EYJUM skrifar:

    GLÆSILEGT.

  8. Halli skrifar:

    Lukaku Lukaku Lukaku Everton’s number 10.

  9. Gunnþór skrifar:

    Vel gert, til hamingju allir saman.

  10. Hólmar skrifar:

    Þetta eru góðar fréttir og sýna að það er mikill metnaður hjá félaginu. Komandi ár eru spennandi með nokkra af mest spennandi ungu leikmönnum í deildinni innanborðs. Enda á setningu sem er okkur sem Evertonaðdáendum að góðu kunn en þó í öðru og neikvæðara samhengi oftast nær: this feels like a new signing.

  11. Finnur skrifar:

    Er í skýjunum, eins og við öll, væntanlega.

    Klúbburinn beið ekki boðanna og birti þrjú skemmtileg vídeó:

    1. Nokkur skemmtileg augnablik þar sem Lukaku kemur við sögu:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/home/10495

    2. Viðbrögð fyrirliða okkar, Jagielka, við kaupunum:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/home/10496

    3. Viðbrögð gömlu kempunnar, Ian Snodin:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/home/10496

    Og hægt er að sjá blaðamannafundinn hér:
    http://www.evertonfc.com/evertontv/home/10497

  12. Orri skrifar:

    Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur. Ég vona að við eigum góðar fréttir í vændum á næstu dögum, ég er reyndar alveg klár á það svo verði. Mér fannst það liggja í orðum Martinez að við ættum von á einhverjum skemmtilegum fréttum.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Þetta er alveg magnað og var ég alltaf viss um að bæði Barry og Lukaku kæmu til Everton áður en glugginn lokaði. Það er þó alveg magnað að þetta gerist þegar undirbúningstímabilið er að byrja og búið að framlengja við Coleman og Barkley og búið að kaupa Besic einnig. Er ekki nóg að fá 1 framherja í viðbót og þá eru allir sáttir?
    Djöfulli er þetta búin að vera góð vika.

  14. Finnur skrifar:

    Það er það sem mig langar að vita er — Hversu margir leikmenn frá upphafi voru búnir að skora meira en 32 mörk í ensku Úrvalsdeildinni við 21. árs aldur? Veit það einhver?

  15. Ari S skrifar:

    Já þetta er glæsilegt, yndislegt!

    Að fá einn besta framherja heimsins til félagsins er hreint út sagt stórkostlegt. Lukaku var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að skora mörk fyrir Anderlect í Belgíu…. og er þó ekki nema 21 árs í dag. Getur bara bætt sig. Ég væri til í að fá einn framherja til viðbótar en hvað getur maður sagt eftir svona flottar fréttir síðustu viku?

    kær kveðja,

    Ari

  16. Orri skrifar:

    Sæll Finnur. Nú verður vinur minn Sigurgeir Ari finna út úr því fyrir okkur.

  17. Anton skrifar:

    Velkominn heim Lukaku

  18. Ari G skrifar:

    Frábært að fá Lukaku loksins er Everton kominn með alvöru framherja næstu 5 árin. Sennilega geta þeir ekki keypt mikið enn farnar 33 millur núna. Efast um að Everton hafi bolmagn að kaupa t.d. Bony kostar 15-20 millur eða í þeim verðflokki. Býst við að MARTINEZ leigi kannski 2-3 leikmenn í viðbót og lætur það duga.

  19. Gunni D skrifar:

    Frábærar fréttir.Mikið verður gaman í vetur!Til hamingju Evertonmenn!!!

  20. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er frábært. Ég er eins kátur og svín í drullu, jól í júlí þetta árið.
    Vona samt að við séum ekki hættir á markaðnum.

  21. Orri skrifar:

    Sæll Ingvar.Nú höfum við bjartsýnina að leiðarljósi næstu daga og vikur.

  22. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Svartsýnismađurinn í mér segir samt að einhver verði seldur í þessum glugga eða næsta til að fjármagna þessi kaup og til að ná endum saman.
    Ef það gerist ekki, skal ég trúa því að okkar tími sé kominn en mér fannst ekki gaman að lesa það sem Mccarthy sagði fyrir nokkrum dögum þegar hann var spurður um meintan áhuga Man.Utd á að fá hann í sínar raðir.
    Hann svaraði því eitthvað á þá leið að það væri gaman að vera orðaður
    við þá því það sýndi að hann væri að gera góða hluti. Við sjáum hvað setur, bætti hann við.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      En þetta er vonandi ekki neitt til að hafa áhyggjur af.

  23. þorri skrifar:

    sælir kæru félagar.Það er gott að lukaku skuli vera komin aftur.ég tali ekki um barry.þetta verður frábært að sjá Everton liði á þessu tímabili.En ég held samt að við verðum að fá einn framherja til viðbóta

  24. Gunnþór skrifar:

    Ég er sammála Ingvari með þetta allt saman,en frábærar fréttir fyrir okkur stuðningsmenn ef við höldum okkar og erum að bæta við helling af gæðum,hvernig er það eru menn ekkert spenntir fyrir Atsu að láni?

  25. Gunnþór skrifar:

    Svo er lítið talað um kaupin á nýja Bosníumanninum okkar,held að það séu flottari kaup þegar á heildinna er litið og verði kaup ársins í ensku deildinni næsta tímabil.

  26. Diddi skrifar:

    Christian Atsu er sennilega búinn að semja við Everton um að vera í láni næsta tímabil frá Chelsea, þessi kemur í staðinn fyrir Deulefeu eða hvernig sem það er skrifað. Allt jákvætt hjá EVERTON núna og lengi megi það haldast þannig 🙂

  27. Ari S skrifar:

    Í sambandi við Lukaku … þó að honum fari bara alls ekkert meira fram og hann staðnar þar sem hann er í dag getulega, þá verður hann SAMT góður. Bara ef honum fer örlítið fram þá verður hann búinn að réttlæta verðið sem að Everton borgaði fyrir hann og ég vona svo innilega að hann verði á skotskónum í þriðja leik Everton á tímabilinu.

  28. Orri skrifar:

    Sæll Ari. Ég held að við þurfum ekkert að réttlæta verðið á Lukaku mér finnst það ekki mikið. Ef við ætlum að vera með í toppbaráttuni þá þurfum við góða leikmenn ekki einhverja miðlungsmenn. Við hefðum getað keypt ódýrari framherja en þá spyr maður er hann jafn góður og Lukaku. Það kostar bara talsvert af penningum að vera á toppnum, ef við höfum ekki efni góðum mönnum þá getum við gleymt toppbaráttuni.

  29. Ari S skrifar:

    Já ég er sammála þér þetta er rétt hjá þér. Ég var meira samt að meina að Lukaku þarf svo lítið til að sanna sig og sýna því hann er búinn að því fyrir löngu. Sýna efasemdarmönnum og öðrum (mourinho) að Everton gerðu góð kaup, ekki surning um það. Ég var svona að ýa að því að í raun væri hann mun meira virði en 28 milljónir punda ef maður miðar við aðra leikmenn í sömu stöðu.

  30. Gunnþór skrifar:

    Seljum hann á 70-80 mills eftir 4 ár og Besic á annað eins.

  31. Orri skrifar:

    Sæll Gunnþór. Er ekki rétt af okkur að eiga þá báða, ekkert að vera spá í sölu á þeim.

  32. Gunnþór skrifar:

    Ef við fáum svona tilboð í leikmennina þá er ekki spurning um að selja þá þó það væri á morgun,sama hvað leikmennirnir heita.

  33. Ari S skrifar:

    Gunnþór hvaða bull er í þér…? þetta eru ekki þínir peningar… 😉 þetta snýst um að ná árangri í íþróttinni en ekki græða sem mest af peningum…

    Atsu kemur ekki … nýjustu fréttir.

  34. Gunnþór skrifar:

    Það myndi nást meiri árangur með 140-160 mill punda í kaup á leikmönnum, þessi íþrótt snýst orðið um það hvort sem okkur líkar betur eða verr.