Everton í beinni í kvöld, kl. 18:45

Mynd: Everton FC.

Fótboltaveislunni í Brasilíu er lokið og það þýðir aðeins eitt — nýtt tímabil nálgast nú óðfluga. Everton leikur sinn fyrsta formlega vináttuleik á undirbúningstímabilinu þegar þeir mæta Tranmere á Prenton Park í kvöld kl. 18:45.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkar menn koma undan sumri og sérstaklega væri gaman að sjá Gibson og Kone mæta sterka til leiks eftir að hafa stigið upp úr löngum meiðslum. Gibson á þó líklega betri möguleika en sá síðarnefndi, sem gæti þurft örlítið lengri tíma áður en hann getur beitt sér að fullu, miðað við það sem Martinez hefur sagt í viðtölum:

„Darron Gibson is fully fit and he looks a refreshed, regenerated player. He’s been training in an impressive, impressive way and I would expect him to be involved with the squad. Gibson trained with the rest of the first team in Austria last week and was joined by fellow long-term injury victims Arouna Kone and Bryan Oviedo.“

Hægt er að sjá leikina yfir netið bæði í beinni sem og nálgast upptökur af leikjum að þeim loknum. Sjá nánar á evertonfc.com/evertontvlive.

6 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Það er svo gaman að tímabilið sé að byrja aftur. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tímabili það verður mikið af leikjum og Evrópukeppni með bara gaman

  2. marino skrifar:

    maður er nú sammt pinu kvíðinn erum við að fara fa menn? ja ok kemur a siðasta deigi kannski enn hefði verið svoltið næs að fa menn inn i næstu viku

  3. Finnur skrifar:

    Ja, Tony Hibbert skrifaði undir framlengingu á sínum samningi. Fyrir mér er það eins og new signing þannig að tímabilið má bara fara að byrja!

  4. Finnur skrifar:

    Var að kaupa mér aðgang að leikjunum fjórum fyrir 14.99 pund. Þau tóku við íslensku kreditkorti án vandræða en einhverra hluta vegna verður maður að gefa upp tvær addressulínur, líkt og gert er í Bretlandi. Sú lína virðist þó ekki vera notuð — allavega virkaði bara hjá mér að afrita fyrstu línuna.

    Þannig að í stað þess að gefa upp upplýsingarnar á þessu formi:

    Jón Jónsson
    Aðalstræti 1
    101 Reykjavík

    … gaf ég upp mínar upplýsingar á þessu formi:

    Jón Jónsson
    Aðalstræti 1
    Aðalstræti 1
    101 Reykjavík

    Það styttist í fyrsta leik! 🙂

  5. Ari S skrifar:

    ég gerði:

    Jón Jónsson
    Aðalstræti
    1
    101 Reykjavík

    ps. en það voru aðeins 15 mín eftir þegar ég byrjaði… ég sá ekki mikið….

  6. Finnur skrifar:

    En við eigum að geta séð upptökuna á eftir, vonandi. Er enn að bíða. 🙂