Everton – West Ham 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir West Ham leikinn: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, McCarthy, Barry, Deulofeu, Pienaar, Osman, Naismith. Lukaku var ekki í byrjunarliðinu en á bekknum ásamt Joel, Hibbert, McGeady, Mirallas, Browning og Barkley.

Skýrslan nokkuð hrá þar sem ég hafði ekki tíma til að fínpússa (á leið í þrítugsafmæli). Kíki á það í fyrramálið.

Everton stjórnaði öllum fyrri hálfleiknum, leyfði West Ham varla að snerta boltann og því lítið að gerast í framlínu WH. Svo lítið að Carlton Cole var skipt út eftir 30 mínútur fyrir Andy Carroll, þó sá fyrrnefndi hefði ekki meiðst í leiknum — og sá var ekki kátur með þá skiptingu, stormaði í búningsklefann.

Naismith átti tvo skalla að marki strax í byrjun leiks en náði ekki að stýra boltanum á markið. Annað færið var dauðafæri. West Ham fengu ágætt færi til að komast einn á móti markverði á 10. mínútu en Deulofeu bjargar með skriðtæklungu í horn. Stuttu síðar sprettur Deulofeu svo fram en er hlaupinn uppi, greinilega þreyttur eftir sprettinn aftur. 🙂

Barry var stálheppinn að sleppa við rautt þegar skalli barst inn fyrir vörnina og Barry kom í veg fyrir marktækifæri með því að halda í Kevin Nolan með báðum á 19. mínútu en dómarinn sá það ekki og Baines varð því á undan Nolan í boltann og náði að hreinsa.

85% possession hjá Everton (!) ca. fyrsta hálftímann, 15% hjá West Ham og 10 manns í vörn hjá WH góðan hluta fyrir hálfleiks.

Naismith átti flott skot á 21. mínútu eftir stungu inn fyrir, en varið í horn af markverði West Ham.

Carlton Cole út af á 30. mínútu, Carroll inn — eins og áður sagði. Batnaði leikur WH nokkuð við það, en þeir höfðu ekki séð mikið af boltanum né varla komist fram yfir miðju fram að því.

Deulofeu sýndi listir sínar þegar hann lék á tvo leikmenn West Ham á 38. mínútu og skaut rétt utan teigs, en boltinn hárfínt framhjá stönginni.

Staðan 0-0 í hálfleik, Everton með 77% possession og maður hálf smeykur við seinni hálfleik því oft hefur Everton liðið mætt með hálfum huga í seinni hálfleik eftir slíka yfirburði í fyrri. 11 skot að marki hjá Everton en þó bara eitt (!) á rammann, en á móti kemur að West Ham menn náðu að blokkera fullt af skotum. West Ham með tvö skot í átt að marki, bæði framhjá. Vel framhjá, að mig minnir.

Everton byrjaði seinni hálfleik með látum. Pienaar fékk fyrirgjöf frá vinstri og skaut viðstöðulaust í innanverða stöng og út; Deulofeu með frákastið en skotið slakt — beint á markvörð.

Pienaar vildi fá víti eftir tæklingu varnarmanns West Ham stuttu síðar en endursýning sýndi að ekki var neitt um að vera þar.

West Ham menn voru á þessum tímapunkti loksins farnir að færa menn framar og vonaði maður að vörnin næði að opnast meira hjá þeim, en þeir höfðu varist vel fram að þeim tímapunkti.

Á 54. mínútu kom besta færi West Ham fram að því; skot frá Andy Carroll af löngu færi eftir að Stones missti boltann aðeins of langt frá sér en Howard varði skotið yfir markið og í horn. Í kjölfarið fengu West Ham færi þar sem Nolan skaut rétt framhjá. West Ham loksins farnir að sýna lit og pressa.

Lukaku kom inn fyrir Osman á 58. mínútu og átti eftir að breyta gangi leiksins.

Deulofeu átti skot frá vinstri á 62. mínútu, rétt utan teigs með hægri fæti en rétt framhjá fjærstöng.

Jarvis var svo skipt út fyrir Diamé á 66. mínútu.

Distin komst í dauðafæri eftir aukaspyrnu á 69. mínútu, slengdi fæti í boltann sem fór vel yfir samskeytin vinstra megin. Illa farið með frábært færi. West Ham menn svöruðu strax en Noble átti svo skot rétt yfir slána hinum megin (á 71. mínútu).

McGeady var skipt inn á fyrir Deulofeu á 72. mín og aðeins tveimur mínútum síðar átti Andy Carroll skot en það fór nokkuð yfir slána. West Ham nýttu sína síðustu skiptingu er Demel fór út af fyrir Reid á 79. mín.

Bæði lið voru greinilega í erfiðleikum með að hitta á rammann og manni fannst eins og það lið sem myndi hitta fyrst á markrammann myndi sigra í leiknum. Og það varð raunin er Everton menn settu svolitla pressu á West Ham en enduðu á að dóla með boltann utan teigs þangað til Baines tók af skarið, tók sprettinn inn í teig vinstra megin, fékk boltann og sendi fyrir aftur fyrir vörnina þar sem Lukaku beið og þrumaði inn. 1-0 fyrir Everton — ekkert minna en liðið átti skilið. Það sást greinilega í endursýningu að allir ellefu leikmenn West Ham voru inni í eigin teig þegar Lukaku skoraði, sem sýnir kannski viðhorf þeirra til leiksins og hversu erfiðlega Everton gekk að brjóta niður varnarmúrinn.

Lukaku var svo næstum búinn að koma Everton 2-0 eftir að hafa náð góðu skoti eftir flotta stungusendingu inn í teig vinstra megin, en skot hans rétt yfir.

Naismith fór svo út af á 85 mínútu og Barkley kom inn á en það breytti þó litlu. 1-0 seiglusigur Everton í höfn og liðið komið á sigurbrautina aftur. Löngu tímabært!

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 8, Distin 7, Stones 6, Coleman 6, Pienaar 7, Barry 7, McCarthy 6, Deulofeu 7, Osman 6, Naismith 6. Varamenn: Barkley 6, McGeady 5, Lukaku 7. Fjórir hjá West Ham fengu 5 í einkunn, fimm fengu 6 og markvörður þeirra og Noble stóðu upp úr þar með 7.

34 Athugasemdir

  1. Albert skrifar:

    Kemst ekki að horfa! Eitthvað að gerast?

  2. Diddi skrifar:

    Bara pirrandi að horfa á þetta, það er lítið að gera með 85% possession ef menn ógna ekki,

  3. Albert skrifar:

    Hefði viljað hafa Mirallas i byrjun, en hann klúðraði herfilega i siðasta leik að hafa ekki gefið a Neismit

  4. Gestur skrifar:

    mikið roslalega er Everton léleg í dag , liðið getur ekki ógnað og er mjög hægt.

  5. Diddi skrifar:

    það þarf svo sannarlega þolinmæði í svona verk. Eiga 21 marktilraun en aðeins 3 á rammann er ekki nógu gott 🙂 Góðir 3 punktar í hús samt og fleiri svona viðureignir í mars. 🙂

  6. Elvar Örn skrifar:

    Verða menn ekki að vera jákvæðir að vinna in-form lið West Ham sem hafði að mig minnir sigrað í seinustu 4 leikjum og gert jafntefli við Chelsea þar á undan.

    Það sem ég sá af þessum leik þá var Everton að dominera en West Ham menn mjög skipulagðir aftast og sóknir okkar ekki nógu öflugar. Samt var vörn og miðja Everton mjög góð.

    Skylst að McCarthy hafi verið bestur og ég sá eitthvað af lokamínútunum þar sem mér fannst McGeady vera að flengja helling af boltum inní teig sem mun koma sér vel ef hann fær að spila meira í næstu leikjum.

    Lukaku var frábær fannst mér og í takt við hans spilamennsku í fyrstu c.a. 15 leikjum tímabilsins, er hann ekki bara að koma sjóðandi heitur inn aftur?
    Deulofeu nálægt því að skora og hann og McCarthy ásamt Barkley ættu að vera komnir í þokkalegt leikform fyrir komandi leiki.
    Bikarleikur á útivelli gegn Arsenal í næsta leik sem verður mjög erfitt tel ég en síðan eru heimaleikir í deild gegn Cardiff og Swansea áður en við mætum Fulham úti. Erum enn inni í FA og eigum séns á mörgum stigum í næstu 3 leikjum í deild.

  7. Finnur skrifar:

    Jú, við getum verið stolt af okkar mönnum, sérstaklega á svona „transition“ tímabili. Sígandi lukka er best, las einhvers staðar að við værum þremur stigum betur settir en á sama tíma í fyrra þannig að við getum varla kvartað.

  8. Gestur skrifar:

    ef við eigum að miða alltaf við tímabilið á undan og vera ánægðir, þá verður erfitt að vera virkilega góðir. Eveton spilaði elkki vel í dag en við skoruðum 1 mark. Vonandi gengur betur í næstu leikjum. Martinez verður að fara að finna laust á þessu markaleysi sem hefur verið vanda mál í síðustu mörgum leikjum.

  9. Diddi skrifar:

    ég var mjög ánægður með Stones í þessum leik, hann á góðar sendingar og er fullur sjálfstrausts. Einnig fannst mér og hefur fundist McCarthy algjörlega frábær í sinni stöðu og ótrúlega vinnusamur, út um allan völl, kallinn. Pienaar átti að mínu mati góðan dag og var óheppinn að skora ekki allavega eitt ef ekki tvö. Lukaku kom svo sterkur inn og á vonandi eftir að reynast drjúgur á lokasprettinum 🙂 engin ástæða til að örvænta en allt í lagi að vera pínu neikvæður stundum. 🙂

  10. Elvar Örn skrifar:

    Sá áhugaverða mynd á facebook svæði grandold team. Þegar Baines sendir a Lukaku þá eru ALLIR 11 leikmenn West Ham inni i teignum.
    Hef alltaf sagt að það er erfitt að spila vel eða fallega gegn svona spilamennsku. Gott dæmi er Stoke.
    Næsti Laugardagur býður uppá FA leik gegn Arsenal og svo fer Gunnar Nelson í búrið. Gæti orðið góður dagur. 🙂

  11. Halli skrifar:

    3 stig í húsi það þarf ekki að kvarta undan því. Næsti leikur FA cup við Arsenal og er það stærsti leikurinn á tímabilinu að mínu mati. ON THE WAY TO WEMBLEY!

  12. Diddi skrifar:

    Finnur, ertu búinn að senda leikskýrsluna og greininguna til Magnúsar ? 🙂

  13. Finnur skrifar:

    Hahaha! 🙂

    Nei, það er best að hann sæki í það sjálfur; hann má ekki missa af umræðunum í kommentakerfinu sem skapast bæði fyrir og eftir leiki. Mjög holl lesning hverjum og einum sem fylgist með enska boltanum. 🙂

  14. Diddi skrifar:

    er hann dáinn ??????

  15. Finnur skrifar:

    Nei, nei. Magnús má ekkert aumt sjá hvað Everton varðar og þar sem leikskýrslan kom nánast strax eftir leik (þó pínulítið hrá væri í upphafi) þá þurfti hann ekki að reka á eftir stjórnendum að halda merki Everton hátt á lofti.

  16. Finnur skrifar:

    Baines er í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/26411733

  17. Georg skrifar:

    Þetta var áhugaverður leikur hjá okkur. Við vorum mjög mikið með boltann á meðan West Ham var að verjast á 11 leikmönnum. Mér fannst við vera of lengi að koma boltanum fram á við og þessvegna voru þeir alltaf mættir með varnarmúr til baka sem við áttum erfitt með að brjóta niður. Það var samt flott þegar við skorum þá voru allir 11 leikmenn West Ham inn í eigin vítateig og sýnir það aðeins þeirra nálgun á leiknum.

    Gríðarlega mikilvægt að fá Lukaku til baka sem lítur út fyrir að vera ferskur og hafði eflaust gott að því að fá þessa auka viku í að koma sér í form, þar sem hann mátti ekki spila gegn Chelsea.

    Annað í fréttum er að Man City vann bikarinn í gær og því bætist 6. sætið sem evrópusæti og eru því 5. og 6. sæti evrópusæti. Svo ræðst það á FA cup úrlitaleiknum hvort 7. sæti bætist við sem evrópusæti.

    3 skyldusigrar í næstu 3 leikjum, Cardiff heima, Swansea heima og Fulham úti. Mögulega bætist þar inn á milli Cristal Palace leikurinn. Eftir þessa leiki mætum við svo Arsenal á heimavelli. Næstu 4 leikir hjá Arsenal: Tottenham úti, Chelsea úti, City heima og Everton úti. Áhugavert að sjá hversu mikil stigamunur verður á okkur á Arsenal þegar liðin mætast eftir þetta program.

  18. Magnús skrifar:

    Sælir strákar

    Ég las skýrsluna um leið og hún kom, þurfti ekkert að reka neitt á eftir.
    Góð skýrsla en ég sá ekki leikinn. Góð 3 stig á móti sterku W.H liði sem hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið. Lukaku back with a bang!!

    Þessi stig munu klárlega hjálpa ykkur að halda 6 sætinu ykkar í lok leiktíðar og mikið vona ég að þið haldið United fyrir neðan ykkur. Ég held samt að þeir muni taka fram úr ykkur í síðustu leikjunum….en vona ekki, mikil þórðargleði að sjá gamla eineltissegginn vera kúkandi á sig viku eftir viku.

    Núna vil ég samt sjá ykkur taka Arsenal í FA bikarnum, komast að minnsta kosti í undan úrslitin. Ættuð að fara í úrslit svo lengi sem þið dragist ekki á móti City.
    Svo er alveg kominn tími á að hitt liðið í Liverpool borg vinni titil. ´95 síðast?
    YNWA

  19. Finnur skrifar:

    Var að sjá líka að Goal tímaritið valdi ekki bara Baines heldur einnig McCarthy í lið vikunnar:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2014/03/03/4657419/premier-league-team-of-the-week-suarez-stars-alongside-hat-trick-

  20. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var svo sannarlega ekki leikur fyrir óþolinmóða að horfa á. Ég er að eðlisfari mjög þolinmóður, en ég var að verða brjálaður á þessu tippy tappy kjaftæði úti á miðjum velli endalaust.
    Það er skelfilegt að sjá hvað sóknin er bitlaus.
    En þetta hafðist að lokum sem betur fer, loksins sigur í deildinni. Skelfilegt að hugsa til þess að fyrir tæpum mánuði síðan vorum við bara stigi frá fjórða sæti en nú er það bara fjarlægur draumur enn eitt árið.

  21. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Var að lesa að Traore verður væntanlega frá í 7-8 vikur. Samt ætlar klúbburinn að hafa hann áfram í von um að hann geti kannski mögulega eitthvað komið við sögu síðustu vikurnar.
    Mín skoðun er að við ættum að senda hann til baka til Monaco. Við höfum ekki efni á að vera með lánsmann á launum og meiddan allan tímann, í einhverri veikri von um að hann geti kannski gert eitthvað í síðustu 2-3 leikjunum.

    Annað og mögulega verra.
    Óstaðfestar fréttir herma að óvinur okkar Mark Twattenburg muni dæma leikinn gegn Arse á laugardaginn.
    Tek fram að þetta er óstaðfest, en ef hann dæmir þá þurfum við væntanlega að biðja guð, allah, Þór, Óðinn og jafnvel fjandann sjálfann um að hjálpa okkur.

  22. Finnur skrifar:

    Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hversu lengi menn eru frá en ef hann verður orðinn heill eftir 7 vikur missir hann af 6 leikjum en nær 5 (Sunderland, United, Southampton, City og Hull). Reyndar gæti hann kannski náð fleirum, að því gefnu að við náum hagstæðum úrslitum gegn Arsenal í FA bikarnum.

    Það er engin leið (nema að lesa samninginn) að segja til um hversu mikið við erum að borga Traore í laun á meðan hann er meiddur því við vitum ekki hvernig samið var við Monaco. En ljóst er að við höfum ekki marga valkosti í framlínunni, vitum ekkert hverjir verða heilir í síðustu fimm leikjunum og getum ekki keypt leikmann fyrr en í sumar þannig að það er ekkert vitlaust að hafa Traore sem valkost þá. Við myndum naga okkur ansi mikið „í handarkrikana“ ef við létum hann fara, ættum svo möguleika á einhverju bitastæðu undir lok tímabils en myndum ekki ná því vegna meiðsla t.d. Lukaku.

  23. Orri skrifar:

    Ég er sammála Finni við eigum að halda Traore við erum í basli hvað framherja varðar,það er bara ekki margt í stöðuni hjá okkur það sem eftir er af tímabilinu.

  24. Ari G skrifar:

    Leikurinn við West Ham var ekki góður nema auðvitað Everton voru miklu betri en það vantaði öll færin. Hvar er þessi hraði leikur Everton síðan í haust hvarf hann hvert þá? Aðalatriðið núna er að vinna Arsenal í bikarinum. Héld að það sé nánast vonlaust að ná 4 sætinu og þá ætti ekki að vera pressa á liðinu núna að vinna næstu leiki sannfærandi fyrst Lukaku er kominn til að skora mörkin. Heimta svo bikarinn í vor.

  25. Magnús skrifar:

    En ég var að horfa á Match of the day og þar var eitt atvik sem ég skil ekki að engin hér sé búinn að minnast á.
    Atvikið þegar að Gareth Barry togar Nolan niður sem var kominn í skotfæri og líka var hann aftastur. Klárt rautt eins og sparkspekingarnir í þættinum bentu á.
    Hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.

  26. Finnur skrifar:

    Jú, mikið rétt. Barry var heppinn þar og vökul augu Magnúsar fylgjast með öllu. 🙂

    Eins og fram kemur í skýrslunni var hún skrifuð í nokkrum flýti þar sem ég var að hoppa á milli veislna og stela mér mínútum til að skrifa hér og þar. Þetta er þó komið inn núna.

  27. Diddi skrifar:

    Magnús eins og þið rauðliðar hafið oft bent á þá er ekki brot nema dómarinn dæmi, þannig að þetta var ekkert til að tala um 🙂

  28. Diddi skrifar:

    jæja Finnur, þá skoraði þinn maður loksins í kvöld, hann er orðinn jafn desperate og þú og farinn að setja þau í eigið 🙂

  29. Finnur skrifar:

    Ummm, who? Ég á mjög marga uppáhalds Everton leikmenn… 🙂

  30. Diddi skrifar:

    James McCarthy auðvitað, þú ert búinn að spá því að hann skori í hverjum einasta leik í vetur, nú setti hann eitt og þú kemur af fjöllum 🙂

  31. Diddi skrifar:

    ég ætla að spá því að hann skori gegn Arsenal á laugardaginn 🙂 og hana nú 😉

  32. Finnur skrifar:

    Damn it. Þú varst nokkrum sekúndum á undan mér. 🙂