Everton – Crystal Palace (leik frestað)

Mynd: Everton FC.

Uppfærsla daginn eftir: Skv. þessari frétt var um að ræða skemmdir á byggingum sem voru við hlið vallar og hefðu sett öryggi vegfaranda á leiðinni á völlinn í hættu. Til dæmis féll skorsteinn af byggingu sem er við Goodison Road og flísar af þakinu á Winslow húsinu (sjá StreetView) fuku af.

Uppfært korteri fyrir leik: Leiknum við Crystal Palace hefur verið frestað. Einhverjar byggingar á Goodison skemmdust í ofsaveðrinu sem gekk yfir þannig að lögreglan flautaði þetta af.

Uppstillingin fyrir leikinn átti annars að vera: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Pienaar, McGeady, Osman, Naismith. Bekkurinn: Robles, Hibbert, Deulofeu, Mirallas, Barkley, Stones, Traore.

30 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Er nú eitthvað vanmat í gangi? Handónýt uppstilling fram á við!

  2. Diddi skrifar:

    pottþétt þrenna hjá Naismith 🙂

  3. Diddi skrifar:

    Enginn leikur vegna þess að einhverjar byggingar skemmdust í veðrinu og það getur verið hættulegt fólki 🙂

  4. Teddi skrifar:

    Verður skrautlegt hjá litla bróður á Craven…

  5. Ari S skrifar:

    Er búið að setja leikinn á annann tíma? Strax á morgunn kannski? Hvenær? kv. Ari

  6. Ari S skrifar:

    Einn vinur okkar frá Malasýu var að fara að sjá sinn fyrsta leik með Everton eftir að hafa stutt félagið í 30 ár…. frestað…..

    Félagði frétti af honum og bauð honum að hitta Roberto Martinez, leikmenn og aðra í kringum liðið. Kvöldið eyðilagðist ekki alveg hjá honum. Vel gert Everton. Núna er maður stoltur af að vera stuðningsmaður, flottasta félagið. 🙂

  7. Finnur skrifar:

    Það kemur ekki í ljós strax hvenær leikurinn verður spilaður.

  8. Georg skrifar:

    Þetta var algjörlega agalegt að leiknum hafi verið frestað. Maður var búinn að bíða allan daginn eftir leiknum og fréttir þetta svo 15 mín fyrir leik að honum sé frestað.
    Ekki hjálpaði til að Liverpool vann sinn leik og þeir fengu 3 stigin á silfurfati þegar varnarmaður Fulham tæklaði Sturridge inn í teig á 89. mín. og Sturridge var að hlaupa utarlega í teignum og því algjör vitleysa að fara í þessa tæklingu. Ég svosem var að búast við sigri Liverpool í þeim leik en eftir að Fulham komst í 2-1 þá leit þetta nokkuð vel út hjá þeim en að gefa Liverpool 2 stig í baráttunni um 4. sætið er mjög súrt.
    Það er því komin mikil pressa á okkur að taka helst 3 stig af Chelsea á brúnni sem er ekki það auðveldasta.

    Leikirnir í mars ættu reyndar að geta leitt okkur nær baráttáttuni um meistaradeildarsæti, eftir Chelsea er það: West ham (h), Newcastle (ú), Cardiff (h), Swansea (h) og Fulham (ú). Hugsanlega Crystal Palace leikurinn þarna inn á milli. Við eigum svo heimaleik gegn Arsenal í byrjun apríl sem gæti verið áhugaverður.

    Annað áhugavert er að við eigum bara eftir 1 útileik gegn 7 efstu liðinum í deildinni og það er Chelsea leikurinn, annars eigum við eftir Arsenal, Man Utd og Man City allt á Goodison Park. Þetta er ekki búið fyrr en spikfeita kellingin hættir að syngja.

    • Finnur skrifar:

      Þeir máttu reyndar líka þakka fyrir seinna jöfnunarmarkið (deflection af varnarmanni)… En, svona er þetta bara. Stundum eru lið heppin. Það kom í þeirra hlut núna á móti botnliði deildarinnar og ekki laust við að þeir séu farnir að líta ansi shaky út á útivelli (allavega upp á síðkastið). Kolo Toure trúðurinn til dæmis stóð fyrir bráðskemmtilegri sirkussýningu allt kvöldið og Flanagan og Skrtl hrösuðu um hvorn annan í seinna marki Fulham. 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Liverpool ætti eiginlega frekar að heita Luckypool.
        Ekki eðlilegt hvað þeir eru endalaust heppnir.

        • Þórarinn skrifar:

          þessi heppni var oftast kennd við Man Utd. en í raun vara bara óbilandi sjálftraust og vilji til að vinna leiki fram á síðustu mínótu…

          virðist vera hjá flest öllum í l’pool núna..nema kanski Kolo Toure haha

        • Finnur skrifar:

          Það eru nú fleiri í varnarlínunni hjá þeim sem skortir sjálfstraust en bara Kolo Toure. 🙂 En hvað um það — þetta er orðið ágætt af tali um litla bróður.

          • Poolari skrifar:

            [Innskot ritstjóra: Hér var löng ritgerð um það hvað Liverpool er frábært lið og Everton lélegt og muni missa alla lánsmennina í lok tímabils, bestu mennirnir nái sér ekki á strik eða verði seldir og peningunum sóað í eintóma vitleysu. Allt því greinilega á niðurleið.]

            Njóttu vel Finnur, en hefur einhver svör?

          • Finnur skrifar:

            Veist hvað, kallinn minn — ég hef margt betra að gera við tímann en að vera að munnhöggvast við einhverjar smásálir í Internetinu sem þora ekki einu sinni að koma fram undir nafni. Sérstaklega þegar augljóslega er verið að reyna að espa menn upp.

  9. Poolari skrifar:

    Það að þú setur þetta inn sýnir mér bara hvað þetta stingur þig 😀
    hahaha everton í meistaradeildina. what a joke. enginn alvöru framherji í liðinu nema lánsmaður sem vill ekki vera í liði sem ekki spilar í cl. þú getur gleymt þínum draumórum um að sá níski muni leggja fram pening til að kaupa hann.
    Everton menn eru svona eins og arsenal aðdáendur síðustu ár. trúa og trúa og trúa en svo fuckar liðið öllu upp á endanum og þið sitjið eftir með sárt ennið.

    • Þórarinn skrifar:

      Trolling er svo 2013…

    • Georg skrifar:

      Velkominn á spjall evertonklúbbsins á íslandi. Gaman að sjá að þú viljir ekki gera grein fyrir nafni þínu en ákveður frekar að skíta á þig á síðuna okkar undir nafni „Poolarinn“ ert þú að tala fyrir hönd allra pollara?

      Ég hef nú ekkert séð þig hér síðustu tvö árin, gæti það verið því við erum búnir að vera fyrir ofan okkur síðustu 2 ár og biturleikinn hefur leitt þig hingað loksins þegar þú sérð smá árangur? Leiktíðin er nú ekki búin ennþá en gaman að sjá hvað kassinn er uppi á ykkur liverpool mönnum þessa dagana.
      Þrátt fyrir að enda fyrir ofan ykkur síðustu 2 leiktíðar þá erum við ekki að fara inn á ykkar aðdáendarsíður og skilja eftir okkur skít eins og þú gerir, en sínir kannski helst þroskamuninn á aðdáendum þessara tveggja liða.

      Varðandi að Lukaku sé á láni og vilji spila í meistaradeildinni á næsta ári finnst mjög skiljanlegt fyrir hans metnað. Hvaða leikmaður vill ekki spila í meistaradeildinni? Það eru 39 stig eftir í pottinum og skulum við sjá hvar mínir menn enda í lok leiktíðar.

  10. Poolari skrifar:

    hefur semsagt ekkert svar Finnur

    • Finnur skrifar:

      Þú beraðir fyrir okkur eigin blautum draumi en ég hef lítinn áhuga á að vera að fara eitthvað nánar út í þitt sálarlíf. Finnst ég ekki þurfa að „svara“ einhverri óskhyggju frá Liverpool manni. Þetta er komið gott.

  11. Diddi skrifar:

    eru poolarar komnir nógu langt frá okkur til að þora að birtast og níða okkur niður. Minnir á smákrakka sem biðu með að kalla ókvæðisorð að fólki þangað til í hæfilegri fjarlægð. Mjög stórmannlegt. Ég held að þeir séu ekki komnir nægilega langt frá okkur til að vera öruggir 🙂

  12. Orri skrifar:

    Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja poolarna,enda hafa þeir ekki ríðið feitum hesti undanfarin ár í boltanum.En þeir halda kanski að tímabilið sé á enda og þeir komnir í meistaradeildina.En svo er ekki nema þá kanski hjá þeim,við spyrjum að leiklslokum,þá gæti nú staðan verið önnur en hún er í dag.Það er rétt hjá Finni að sálarástand áhanganda Liverpool hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Ég verð að segja að það er bara mjög áhugavert að fá Liverpool aðdáendur til að skrifa hér á þessa heimasíðu og vil ég frekar hvetja menn að gera það en letja. Því miður eru þessi skrif of oft yfirborðskennd og einkennast af annaðhvort vanþekkingu eða óbeinum skítköstum. Það væri magnað að fá skrif Liverpool manna á faglegum nótum þar sem menn geta skiptst á skoðunum þó menn séu ósammála.
    Það er áhugavert að liverpool menn finnist menn skrifa hér ósanngjarnt um lið eins og Liverpool því þegar maður skoðar svo Liverpool síðuna þá virðast þar vera ótrúlega óþroskaðar sálir sem þar skrifa og ef maður skellir inn einhverjum pælingum þar þá brotna þessar sálir niður.
    Ég vil hvetja alla þá Liverpool menn sem til eru að skrifa hér faglega og skiptast á skoðunum að halda því áfram og sannarlega sjálfsagt að skjóta á hvorn annan.
    Það er jú staðreynd að Everton hefur endað ofan við Liverpool seinustu tvö árin og verið bæði árin einu sæti frá Evrópusæti sem sannarlega væri skemmtilegra en að enda ofan við Liverpool.
    Ég vil meina að bæði lið hafa spilað skemmtilegan bolta í vetur og í raun bæði lið komið á óvart.
    Liverpool er jú á runni en spyrjum að leikslokum.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Gleymdi einu að það er alveg rétt að þeir lánsmenn sem eru hjá okkur í vetur hafa verið alveg magnaðir og áhyggjuefni er þeir fara.
    En hver verður staðan næsta sumar.
    Gareth Barry hefur komið svakalega á óvart en ég tel alveg víst að hann geri samning við Everton enda samningur hans hjá Man City að renna út í sumar.
    Gerard Deulofeu sem því miður hefur verið meiddur í um 2 mánuði og er á láni frá Barcelona kemur með alveg nýtt element í þetta lið og fréttir frá Spáni herma að Barcelona séu tilbúnir til að lána hann á næstu leiktíð einnig.
    Lukaku er okkur mikilvægur og á Everton eingöngu Aruna Kone sem framherja en hann er frá alla þessa leiktíð og því óskrifað blað á næsta ári. Hinsvegar hafa menn talað um að Morinho vilji hugsanlega ekki fá Lukaku aftur og sé til í að selja hann í sumar, tel það þó ekki rosalega líklegt sjálfur, en hver veit.
    Miðað við þessa stöðu þá er það líklega mikilvægast fyrir Everton að fá sóknarmann næsta sumar en Martinez er sagður hafa gert bestu kaup/lán seinasta sumar allra liða svo menn eiga ekki að kvíða næsta leikmannaglugga.
    Síðan er áhugavert hvernig Lacina Traore, lánsmaðurinn frá Monaco, muni standa sig en hann er 203 cm og ótrúlega teknískur og mun líklega taka þátt í sínum fyrsta leik um helgina fyrir Everton.
    Þó ég hafi talað um sóknina hjá Everton þá er vörnin alveg eiturmögnuð verð ég að segja og ekki margir í enska boltanum sem eru með betri varnarlínu en gegn Liverpool vantaði einmitt tvo úr varnarlínunni sem gerði hana ansi shaky ef svo má að orði komast.
    Nú eru hinsvegar mjög margir komnir til baka úr meiðslum, s.s. Seamus Coleman (markahæsti varnamaður Evrópu), Silvain Distin, Ross Barkley, Gerard Deulofeu og Lacina Traore. Einnig er búist við Lukaku til baka í næstu viku.
    Það stefnir allt í svakalegt run hjá Everton, hmmm.

  15. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Elvar. Ekkert að því að fá skoðanir annarra stuðningsmana en Everton hér inn, svo lengi sem menn eru a) málefnalegir og b) láti af: niðurrifsstarfsemi, að espa menn upp (trolling) og að nafngreina menn og kalla fávita (já, þú veist hver þú ert — ég hef þurft að ritskoða fleiri en eitt koment frá þér). 🙂

  16. Ingvar Bæringsson skrifar:

    KAGS Held að allir geti verið sammála því.

  17. Gestur skrifar:

    Everton verður ekki fyrir ofan Liverpool í ár. Vegna þessa að Liverpool eru bara miklu betri en Everon þessa leiktíðina. Þeir hafa úthaldið sem Everton skortir núorðið.
    En Everton fær nýtt sæti í ár, það er 6. sæti. Sagði ekki Martinez að við ættu ekki að láta ljúga að okkur og við værum betri, við erum það. Áfram Everton.

  18. Finnur skrifar:

    Ef ég væri minni maður en ég er þá væri ég núna kominn beint á Liverpool síðurnar að nudda mönnum upp úr því að síðasti séns þeirra á titli á tímabilinu væri nú úr sögunni. Gott að ég er ekki sá maður.