Stoke – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Howard tók stöðu sína í markinu aftur af Robles sem leysti hann af í einn leik og Distin hvíldur fyrir Stones, en sá fyrrnefndi líklega lítillega meiddur, miðað við þær fréttir sem maður heyrði fyrir leik. Liðið leit því svona út: Howard (fyrirliði), Baines, Alcaraz, Stones, Coleman, Pienaar, Mirallas, McCarthy, Barry, Barkley, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Oviedo, Hibbert, Naismith, Osman, Jelavic, Vellios.

Aftur var Martinez þvingaður, sökum meiðsla leikmanna, til að velja nýtt miðvarðarpar og John Stones, 19 ára bráðefnilegur gutti sem við fengum að kynnast vel á undirbúningstímabilinu, valinn ásamt Alcaraz til standa pligtina fyrir framan Howard.

Ég verð að viðurkenna að ég á mjög erfitt með að vera spenntur fyrir því að mæta Stoke, því ég man ekki eftir mörgum skemmtilegum leikjum sem ég hef séð Stoke spila (þessi engin undantekning) — sérstaklega undir Tony Pulis þó Mark Hughes sé mikið að reyna að breyta þeim stíl. Þeirra leikjaplan er að skora eitt mark, og pakka í vörn og treysta á bestu vörnina á heimavelli skv. núverandi tölfræði. Og það gekk næstum því eftir hjá þeim.

Leikurinn byrjaði rólega og liðin almennt að þreifa fyrir sér. Charlie Adams átti skot af sæmilega löngu færi á 10. mínútu; slakt skot beint á Howard.

Hinum megin vann Everton strax horn og Barry skallaði boltann rétt yfir slána úr horninu. Óheppinn að hitta ekki á rammann.

Stoke menn áttu stuttu síðar flott skot sem Howard varði glæsilega en skipti engu máli, Stoke menn löngu búnir að brjóta af sér í aðdragandanum.

McCarthy átti flott skot af löngu færi, lágt niðri í vinstra hornið en vel varið af Sörensen í marki Stoke, en hann leysti Begovic af sökum meiðsla.

Stoke menn sendu næstum Crouch inn fyrir með stungusendingu á 27. mínútu en Howard var fljótur að hugsa og kom hratt fram og kæfði þá sókn í fæðingu. Engin hætta.

Mirallas svaraði strax fyrir Everton, tók þvílíka þrumuskotið utan teigs, framhjá Sörensen í markinu en í neðanverða slána og út aftur. Stoke menn stálheppnir að vera ekki komnir 0-1 undir. Everton að ná undirtökunum eftur um hálftíma leik, með tæp 60% possession og meira á vallarhelmingi Stoke.

Stoke menn áttu þó eitt gott færi áður en hálfleikurinn var á enda. Skot sem breytti um stefnu af Alcaraz á 33. mínútu og fór í horn. Hefði getað endað hvar sem er og ef það hefði hitt á markið hefði það farið í netið, því Howard var búinn að kasta sér í (það sem var þá) rétt horn).

Barkley fékk ákjósanlegt færi eftir fyrirgjöf Baines á 40. mínútu, þurfti ekki að nota neinn kraft, bara breyta stefnunni og stýra boltanum í fjærhornið og hann var hrikalega nálægt því, en boltinn rétt yfir slána. Enn og aftur stórhætta við mark Stoke.

Rétt fyrir hálfleikinn tók Mirallas þvílíkt glæsilega aukaspyrnu vinstra megin sem fór í innanverða nærstöng og út aftur, markvörður algjörlega strandaður á línunni og hefði bara horft á boltanum í netið. Spurning um millimetra. Lukaku var næstum búinn að ná frákastinu. Stuttu síðar, kom svo fyrirgjöf af hægri kanti sem Lukaku skallaði framhjá marki.

Stoke menn örugglega mun sáttari við að fara með 0-0 jafntefli í hálfleik, enda uppgangur í spili Everton sem einokaði svolítið boltann og var mun meira með hann á vallarhelmingi Stoke en öfugt. 0-0 í hálfleik og Stoke gerðu skiptingu: Markvörðurinn Butland inn fyrir Sörensen, sem hafði meiðst (án þess að nokkur tæki eftir). Þar með voru Stoke menn að nota þriðja markvörðinn í síðustu tveimur leikjum gegn Everton.

Á 49. mínútu gerðist svo slysið. Barkley missti boltann á miðju, sem leiddi til fyrirgjafar sem var hreinsað frá. Assaidi náði frákastinu og náði skoti rétt við teiglínuna vinstra megin. Skotið fór í gegnum þrjá Everton varnarmenn og beint í hornið niðri vinstra megin, Howard með engan séns í boltann. 1-0 Stoke.

Þessi staða er náttúrulega algjör martröð á útivelli gegn Stoke, sem vita að þeir þurfa (geta?) ekki að skora fleiri mörk með varnarturnana í liðinu sem hafa náð bestum varnarlegum árangri allra liða á heimvelli. Eina liðið sem þeir hafa unnið með fleiri en einu marki heima er Sunderland, sem eru í neðsta sæti deildar.

Lukaku átti laust skot á 54. mínútu, svona rétt til að hita upp Butland og Charlie Adams svaraði hinum megin með skoti beint á Howard.

Shawcross klippti svo niður Barry utan teigs á 56. mínútu, en aukaspyrnan beint í veginn frá Mirallas. Greinilegt að Baines fékk ekki að taka neina aukaspyrnu í leiknum, líklega til að hvíla fótinn eftir fótbrotið úr Liverpool leiknum. Það féll þó ekkert með Mirallas í leiknum, þrátt fyrir margar tilraunir.

Þungar sóknir Everton skiluðu ekki nógu miklum færum og Stoke liðið hamingjusamlega búnir að pakka rútunni fyrir framan markið og stóðust pressuna ágætlega. Þeir röðuð inn brotunum og gulum spjöldum og drápu niður hraðann í leiknum. Fyrir vikið komst Everton ekki á sama flug og venjulega.

Everton sýndi samt oft á tíðum flottan fótbolta og uppskáru dauðafæri en skotið blokkerað af varnarmanni. Barkley prjónaði sig með tilþrifum gegnum vörnina en aftur var varnarmaður mættur til að blokkera skotið í horn.

Martinez gerði breytingu á liðinu á 71. mínútu þegar McCarthy og Pienaar fóru út af, og Osman og Jelavic komu inn á. Stoke menn lágu áfram með allt liðið í vörn og bombuðu fram til að létta af pressunni. Naismith kom svo inn á á 81. mínútu fyrir Lukaku.

Hér var maður farinn að örvænta að nokkuð myndi gerast meira, því það leit út fyrir að ekkert myndi falla með okkur, stangarskot, sláarskot, skot blokkeruð á línu, ekkert vildi inn.

Everton menn voru næstum búnir að sprengja vörnina tvisvar á 82. mínútu en alltaf var því reddað fyrir þá á síðasta andartaki. Pressan samt að aukast stöðugt: tvö færi rétt undir lok leiks, Jelavic með skot innan teigs en blockerað af varnarmanni rétt við markið, Mirallas með skot í frákastinu, aftur blockerað við markið og Jelavic með lausan skalla beint á markvörð (af hverju gaf hann ekki fyrir markið í staðinn?!).

Á 91. mínútu reddaði Osman okkur algjörlega þegar hann lék varnamenn Stoke grátt, var tvisvar felldur inni í teig og í seinna brotinu dæmt víti (af hverju þurfum við alltaf tvö brot inni í teig til að fá víti?!). Ég var smeykur við að Mirallas fengi að taka vítið því það gekk ekkert upp hjá honum greyið drengnum en sem betur fer var það Baines sem tók vítið og skoraði af öryggi. Sendi markvörðinn í hægra hornið og skoraði uppi í vinstra. Staðan 1-1 og Stoke menn fengu að tefja síðustu mínúturnar til að koma í veg fyrir meiri skaða.

Hundfúll með að tapa tveimur stigum (og gefa Stoke eitt) en Everton hefur ekki tekist í 5 tilraunum núna að sækja þrjú stig á þennan erfiða völl, þannig að það var svo sem ekki við miklu að búast. 4 stig af 6 gegn Stoke er sirka það sem maður hefði mátt eiga von á. En hvar værum við ef við hefðum heitan sóknarmann til að koma inn á af bekknum?

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 9, Alcaraz 7, Stones 6, Coleman 7, Mirallas 7, Barry 7, McCarthy 7, Pienaar 6, Barkley 8, Lukaku 5. Varamenn: Jelavic 5, Naismith 6, Osman 8. Stoke menn aðallega í 6-um og 7-um, fyrir utan tvo með 8.

20 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  verður spennandi að sjá nýtt miðvarðapar. Stones er hent út í djúpu laugina, vonandi veikir þetta ekki liðið en það er vitað að Stoke hefur innanborðs nokkra trukka. Annars hefur Stoke ekki verið að gera það gott og sennilega verður þessum nátttröllum sem Pulis var búinn að safna saman seint kennt að spila almennilegan fótbolta. Ég spái 0-3 og þrenna hjá LUKAKU !!!

 2. Jón G skrifar:

  Hehehe

 3. Finnur skrifar:

  Hahaha, þeir eru alveg með þetta þarna hjá fotbolti.net (not).

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Bölvuð óheppni.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Sammála, þetta var bölvuð óheppni. Enn og aftur klárlega betra liðið en Stoke vörnin mjög sterk. Mirallas með tvö brilliant skot í þverslá og í stöng og mörg skot annarra beint í þá átta miðverði Stoke sem stóðu á línunni.
  Lukaku hefur dalað all skuggalega og greinilegt að kappinn er orðinn eitthvað þreyttur og Everton þarf nýjan framherja til að hrista upp í þessu.
  Flott að ná að jafna í lokinn þrátt fyrir allt og verður gaman að sjá hvernig seinni hluti leiktíðar verður.
  Það væri ekkert leiðinlegt að vera að gæla við Meistaradeildarsæti í lok leiktíðar og þá amk Evrópudeildina.

 6. Elvar Örn skrifar:

  Fannst miðvarðarparið nýja, Alcaraz og Stones standa sig með prýði og einnig var innkoma Osman alveg hreint út sagt mögnuð. Hann gerbreytti flæðinu og Everton var mikið hættulegra eftir að hann kom inná.

 7. Halli skrifar:

  Varnarvinna Stoke var til fyrirmyndar hversu oft voru menn að henda sér í blokkeringar og ná að verja markið sitt. Annaðhvort skot Mirallas hefði mátt vera inni en allt er betra en tap og svo bara halda áfram

 8. Finnur skrifar:

  Alveg rétt, Elvar, ég var sökum anna svolítið að flýta mér þegar ég skrifaði pistilinn og ætlaði að minnast á þátt Alcaraz og Stones, sem ég hafði pínu áhyggjur af fyrir leik enda ekki mikið unnið saman. En þeir litu mjög vel út í dag, slógu ekki feilpúst svo ég muni. Osman var líka mjög flottur og reddaði stiginu fyrir okkur. Verst að hann kom ekki fyrr inn á…

 9. Orri skrifar:

  Það er ekki mikið um þessi úrslit að segja,við voru óheppnir að fá ekki meira úr þessum leik,en er bara fara að hugsa um næsta leik.Gleðilegt ár óska ég ykkur öllum.

 10. Gunni D skrifar:

  Það þarf að opna svona lið með marki snemma. Munaði litlu í tvígang, en tókst ekki og því fór sem fór. En gott að byrja ekki nýja árið með tapi.Flott hjá Osman að rífa sig upp eftir fyrra brotið. Ekki viss um að hann hefði fengið víti annars. Reynslan segir manni það.Góðar stundir.

 11. Ari S skrifar:

  Nú virðist Osman vera kominn í gang. Vonum það allavega. Kannski að mistökin hans gegn Sunderland hafi verið vaking hjá honum, þetta er eins og að fá nýjann leikmann til okkar en Osman hefur veirð slakur alveg síðan á undirbúningtímabilinu.

  Leikurinn gegn Stoke var týpiskur STOKE leikur. Við betri þeir komast yfir og pakka í vörn. Við vorum gríðarlega óheppnir sérstaklega í sláar- og stangar skoum Mirallas. En Stoke stóð sig vel og barðist vel.

  Stone-Alcaras stóðu sig vel í leiknum, slógu ekki feilpúst eins og einvher sagði.

 12. þorri skrifar:

  Kæru félagar og gleðilegt fótbolta ár. Leikurinn sem slíkur var lala. Vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Er sammála að varna lína var nokkuð góð og þeir Alcaraz og Stones voru góðir. Svo er það bikarleikurinn við Q.P.R. Á það ekki að vera öruggt?

  • Gunni D skrifar:

   Ekkert öruggt í heimi þessum.

  • Elvar Örn skrifar:

   Sá leikur virðist ekki sýndur í beinni á Stöð2 Sport, líklegt að maður þurfu að fara í stream gírinn á netinu. Maður er orðinn svo góður vanur þar sem allir leikir eru orðnir í beinni í enska boltanum.

 13. Gunnþór skrifar:

  Elvar heldurðu að það sé hægt að streama hann,manstu í fyrra var bikarleikur ekki á netinnu.

  • Elvar Örn skrifar:

   Vanalegast er það deildarbikarinn (worthless cup) sem er gjarnan ekki sýndur, nema helst 1-2 leikir max. Það eru alveg ágætis lýkur á því að þessi verði streamaður og einnig er möguleiki á að leikjum verði fresta svo hver veit nema að Everton leikurinn detti inn einhverstaðar í beinni.
   Við getum sent stream link hér þegar og ef hann kemur upp.

 14. Elvar Örn skrifar:

  Þar sem Everton tekur þátt í FA bikarnum á morgun þá langar mig að segja ykkur að ég uppgötvaði forvitnilega staðreynd (fáránlega orðað en þið skiljið mig) er ég horfði á imbann í kvöld.

  Nokkrir Everton menn eiga nefnilega svolítið sameiginlegt.

  Þetta voru þeir:

  Alcaraz
  Joel Robles
  Gareth Barry
  McCarthy
  Kone

  Já þessir 5 Everton menn spiluðu úrslitaleikinn í FA bikarnum í fyrra, þar sem 4 þeirra spiluðu með sigurliði Wigan en Barry með tapliði Man City.

  Er þetta ávísun á sigur í FA CUP eða hvað??

 15. þorri skrifar:

  kæru félagar er bikarleikurin hjá everton á morgun verður hann á ölveri

 16. Finnur skrifar:

  Bikarleikurinn er _ekki_ sýndur á Ölveri á morgun. Okkar besti kostur er streaming af netinu en sjálfur verð ég í afmælisveislu á morgun, þannig að ég mun ekki eltast mjög hart við bikarleikinn á morgun. 🙂

%d bloggers like this: